Vikan


Vikan - 27.05.1943, Blaðsíða 12

Vikan - 27.05.1943, Blaðsíða 12
12 VIKAN, nr. 21, 1943 Þessi klukkuhljómur verkaði á hann sem hringing til hinztu kvöldmáltíðar. Hann settist einn við endann á borðinu, sem í æsku hans hafði alltaf verið full- skipað um af fólki. Hvað var orðið af því öllu? Hvað ætli hafi verið aðalumtalsefni þess við kvöldverðarborðið, eftir að hann fór að heiman. Hann leit yfir hillurnar meðfram veggj- unum, skeiðar og skálar, gersemar afa hans — átti þetta allt að hverfa ? Hvað átti hann að gera til að halda þessu! Myndirnar á veggjunum voru gamlar, svo, að hann þekkti ekki sumt fólkið. Georg stóð allt í einu upp, án þess að hafa snert á matnum og fór í gamla bóka- safnið. ,,Þú mátt fara að hætta Matthías. Snemma í fyrramálið sækir þú tvo menn á járnbrautarstöðina. Það eru þínir nýju húsbændur." „Æ, herra liðsforingi...“ Georg leit alvarlega í augu gamla mannsins og bandaði hendinni og gamli ökumaðurinn skildi, hvað innifyrir bjó og dró sig í hlé. Eftir það var Georg einn, umvafinn hinni þöglu nótt. Hann sat þar, sem áður höfðu setið: faðir hans, afi og langafi, þar, sem þeir höfðu setið með sínar áhyggjur, við sína útreikninga og þar sem þeir höfðu tekið sínar mikilsverðu ákvarðanir. En eiginlega hafði afi hans verið mest gefinn fyrir að sitja yfir reikningum og heilabrotum og hafði tekið mikilsverðustu ákvarðanirnar. Faðir hans hafði aldrei verið gefinn fyrir heilabrot. Hann hafði látið hverjum degi nægja sínar þjáningar. Georg virti fyrir sér gamla kunningja á skrifborðinu: bréfahylkið, pappírshníf- inn og bréfaklemmuna, sem var skeifa og önnur var glerkúla, og inni í henni voru margs konar myndir, sem líktust blómum. Þessar myndir voru ein af ráðgátum æsku- áranna. 1 borginni, þar sem hann var við vinnu sína, virtist honum létt að skilja við þetta allt. Þar hugsaði hann ekki um annað en dagleg störf. Hann hafði tæmt nokkrar kollur af kampavíni, og ekkert hugsað meira um þetta. Að morgni hafði hann hugsað sér að skála við hina ókunnu kaup- endur og undirskrifa samningana og bjóða þá velkomna. Þetta virtist afar einfalt, þegar hann var í borginni. En nú? Átti hann að taka þetta allt með sér: minningar, ættarstolt, búsáhöldin, skeifuna, glerkúluna? Og átti hann að láta þetta allt í hendur ókunnra manna? Glerkúluna og skeifuna. Hann hefði átt að hugsa um þetta fyrr — mikið fyrr. Hann reis í sætinu. Það var víst ekkert við þessu að gera. Hann varð að gera þetta — láta það ráðast. Hann dró skúffu út til að tæma skrif- borðið. Gamlir reikningar og eldgömul bréf varðandi fjölskyldu hans. Leyfisbréf foreldra hans. Dánarvottorð litla bróður hans, sem hafði dáið áður en Georg fædd- ist. Mikill munur hefði verið hefði hann lif- að. Kannske hefði hann orðið líkur afa sín- um: starfsamur, strangur, síreiknandi og langskeggjaður. Ef til vill hefði hann orðið skjálfraddaður og eignast konu og börn. Sennilega hefði herþjónustan ekki heillað hann og orðið hlýðnari sonur en hann. 1 skúffu, út af fyrir sig, lá gömul bók. Hún var innbundin í svínsleður. Georg tók hana og skoðaði. Hann kann- aðist við hana. Það var handbók fyrir bændúr. 1 bók þá hafði afi hans skrifað æviferil sinn, seinasta árið, sem hann var á róli. Hann var giktveikur. Og þar á- minnti hann son og sonasyni. „Við eigum að halda í heiðri orðum og kenningum gamla fólksins. Því ég veit ekkert um, hvernig ykkur tekst í lífsbaráttuni," sagði gamli maðurinn. Enginn hafði lesið þessa bók fyrr. hvorki sonur, né sonarsynir. Nú, þegar allt virðist of seint, tileinkaði Georg sér kenningar gamla mannsins. Las hvernig bóndinn varð að vinna seint og snemma og útlagningu gamla mannsins á, hve þýðingarmmikið það sé, að vinnumað- urinn láti sér annt um akrana. Hann las þar ráðleggingar' í sambandi við hverja árstíð og sjúkdóma á hestum, kúm og svínum. Klukkan var þrjú um nóttina. Georg kom að kaflaskiptum í bókinni. Afi gamli hafði skrifað: Kæri sonur eða sonarsonur — eða guð má vita hver. Ég þekki ykkur, léttúðugu nútímamenn. Svo framarlega, sem þig lesið ráðleggingar þessa gamla manns, þá hafið þið gagn af því. En ef þið ekki gerið það, vitið þið ekkert. Þar, sem ég verð, þegar þið lesið þetta, get ég enga aðstoð veitt ykkur. Þá verð ég liðinn. En ég geri allt, sem ég get, rétti ykkur hendur mínar. Kannske hefir reynslan gert ykkur að betri mönnum. Ef ekki, þá er ykkur ekki við bjargandi. Kæru synir eða sonarsynir, ég vil vona að ég eignist einhverja, brjótið klossann af, sem er í skúffunni, þrýstið á hnapp- inn til vinstri, fast, þá mun opnast leyni- hólf, og þar í á að vera bankabók, stíluð á Englandsbanka. Inn í hana hefi ég lagt, hinn 5. ágúst 1875, þrjátíu þúsund gyllini. Það er þín eign. Vertu kostgæfur og vinnusamur og hugsaðu með þökk og virð- ingu til afa þíns. Georg horfði lengi þakklátur á hinar gulnuðu síður, sem gerðu hann að efnuð- um manni, Straumur þakklætis fór í gegnum huga hans. Að morgni gat hann með köldu brQsi, tilkynnt hinum háu herrum endalokin; rifið skjal þeirra við nefið á þeim. Allt tilheyrði honum: Húsið, garðurinn, skrif- borðið, vasabókin, koparskálarnar, skeif- an og glerkúlan, með hinum breytilegu myndum. Hann reis úr sæti sínu, náði í kampa- vínsflösku og gamalt staup, fyllti það og drakk minni gamla afa — aleinn í hinni hljóðu nótt. Svo settist hann aftur rólegur og beið morgunsins. Margskonar minningar flugu gegnum huga hans og hann horfði björt- um augum til framtíðarinnar. Þegar fyrstu sólargeislarnir brutust gegnum gluggann gekk hann inn í gamla herbergið sitt. Þar klæddi hann sig úr bláa hermannafrakkanum og fór í skáp- inn og tók þaðan gráan jakka, sem gerði hann fyrirmannlegri. Morgunvindurinn, svalur og frískandi, fór yfir jörðina. Uppi á þakinu bjuggu storkaungarnir sig undir fyrstu flugferð- ina. R A G G I OG M A G G I 1. Raggi: Maggi! Bíddu! Láttu ekki eins og þú sért vitlaus! Við kunnum ekki að veiða svona dýr! Maggi: Ég get það víst!!! 2. Raggi: Jæja — en hvað getum við gert við hann, fyrst við ætlum ekki aij gefa Evu hann? Við skul- um bara láta hann eiga sig. 3. Maggi: Hlust- aðu nú á mig! Við lærum að veiða hann og höldum svo sjálf- ir á honum sýn- ingu! Raggi: Ó, ó, ó!! 4. Raggi: En ef að þú lærðirfyrst að veiða, og kenndir mér það á eftir? Maggi: Ég held nú ekki. Við lærum það báðir, og komdu nú.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.