Vikan


Vikan - 27.05.1943, Blaðsíða 15

Vikan - 27.05.1943, Blaðsíða 15
VIKAN, nr. 21, 1943 15 ✓ Vbi ýynsuni áítum Hvar féllu þær? Fyrsta óvinasprengjan, sem kom- ið hefir á enska jörð, féll í Dover, á jóladaginn 19X4. Fyrsta sprengjan í þessu striði kom niður í smábænum Puck í Póllandi 1. sept. 1939. Það langaði hann helzt! Sumarkvöld eitt þegar uppfinn- ingamaðurinn frægi Thomas Edison kom þreyttur heim frá vinnu, sagði konan hans:,,Þú hefir nú unnið nægi- lega lengi, án þess að unna þér hvíld- ar. Það er tími til kominn að þú breytir til.“ „En hvert á ég að fara,“ spurði hann. „Ákveddu með sjálfum þér stað þar sem þú vildir dvelja frekar en á öllum öðrum stöðum í heiminum og farðu þangað,“ sagði kona hans. „Ágætt,“ sagði Edison, „ég lofa að fara þangað á morgun,“ Daginn eftir fór hann beina leið niður á rannsóknarstofuna síha. Þetta er ein af fyrstu myndunum sem teknar voru, eftir að Bandaríkja- menn settu lið á land í Afríku. Fáni Bandaríkjanna sést til hægri á myndinni. -------------------------------------------------- Halið þið heyrt það? Á ráðningarskrifstofu landbúnaðarins Lækjargötu 14 B, sími 2151, geta konur og karlar og unglingar er vinna vilja í sveitum landsins í vor og sumar eða árlangt, valið úr mörgum ágætum heimilum víðsvegar um landið. Nú er sumarið komið og annirnar kalla og nauð- syn krefst vinnufúsra handa til landbúnaðar- starfa — lífsbjargarframleiðslu. Framleiðslan er þjóðarnauðsyn, og það er hún, sem er undirstaða þjóðarhagsins. Þessi stúlka er talin að vera bezt vaxna fyrirmyndin í Ameríku. Hún er ekki einungis falleg, heldur og heilbrigð og það sem mest er um vert — gáfuð! }ÍÚ &K sumcoiLc) kojnið. Allskonar leikföng fyrir börn á hvaða aldri sem er. Eikarbúðin Sumarið er þegar orðið stutt. Öruggasta ráðið til að fá fullþroskað kál, er að kaupa það í moldarpottum. Á þann hátt lengist vaxtartíminn 1—2 mánuði. Höfum úrvalsplöntur af Blómkáli, Hvítkáli og vetrarhvítkáli í moldarpottum. Plönturnar sendar heim til kaupenda, ef keyptar eru minnst 30 plöntur. — Gerið pantanir yðar sem fyrst. — Sýnishorn í glugga okkar. Blóm & Ávextir

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.