Vikan


Vikan - 03.06.1943, Blaðsíða 1

Vikan - 03.06.1943, Blaðsíða 1
Nr. 22, 3. júhí 1943. m Búnaðarfélag Islands Margar stoðir renna undir starfsemi Búnaðarfélagsins og ýmsir menn, sem ekki er hægt að geta í stuttu máli, höfðu um langan aldur undirbúið jarð- veginn fyrir stofnun þessarra allsherjar búnaðarsamtaka landsmanna, sem unnið hafa öðrum stærsta atvinnuvegi pjóðarinnar geipimikið gagn. Forsaga Búnaðarfélags Islands er löng. Það má rekja hana aftur um aldir, þó að bún- aðarsamtökin á Islandi séu ekki talin nema rúmlega hundrað ára gömul. 1 rúm fjögur hundruð fyrstu ár Islandsbyggðar var landbúnaðurinn höfuðatvinnugrein þjóðarinnar. En verzlunin við önnur lönd jók mjög verð- mæti sjávarafurðanna. „Þarf það naumast skýringar, hvern styrk það ljær einni atvinnu- grein, er henni þokar til þeirrar aðstöðu gagn- vart öðrum atvinnugreinum, að framleiðslu- vörur hennar eru langsamlega teknar f ram yf ir í viðskiptum við aðrar þjóðir. Þessi varð að- staða sjávarútvegs á Islandi þegar á 14. öld." En landbúnaðurinn er lífseigur. Hann á sér forsvarsmenn, sem í ræðu og riti og fram- kvæmdum, þótt hægfara séu, halda merki hans á lofti. I lok 17. aldar ritar Páll Vídahn „fyrstu sögulegu lýsinguha á íslenzkum búnaði og fyrstu all-ítarlegu tillögurnar um viðrétting hans." Konunglega landbúnaðarfélagið danska var stofnað 1769 og var það fyrsta búnaðar- félagið, er lét sig íslenzkan búnað varða. Nokkr- ir Islendingar og erlendir menn búsettir hér voru reglulegir félagar þess, en þó nokkrir voru bréfafélagar, „sendu skýrslur um búnaðarhagi og árangur tilrauna, ekki sízt þeirra, er félagið átti hlut að, og vöktu stundum máls á ýmsu, er þeim þótti til umbóta horfa". Fyrstu búnaðarsamtök á Islandi voru stofn- uð fyrir forgöngu Þórðar yfirdómara Svein- björnssonar og má víst segja, að „Suðuramts- ins hús- og bústjórnarfélag" hafi verið í fæð- irigunni frá 28. janúar til 8. júlí 1837. Stofn- endurnir voru ellefu, en félagar urðu strax á fyrsta ári rúmir hundrað. Þórður var stjórnar- forseti frá stofnuninni til dauðadags, 1856, Ólafur prestur Pálsson 1856—1868 og síðan Halldór Kr. Friðriksson, yf irkennari, þar til það var lagt niður sem sjálfstætt félag, 1900, og Pramhald á bte. 7. Steingxímur Steinþórsson, búnaðarmálastjóri.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.