Vikan


Vikan - 03.06.1943, Blaðsíða 2

Vikan - 03.06.1943, Blaðsíða 2
2 VIKAN, nr. 22, 1943 Pósturinn | B Breiðafirði, 5/2. ’43. Kæra Vika. Mig langar til að biðja þig að svara nokkrum spumingum fyrir mig. 1. Ég hefi mjög rautt hörund. Hvernig á ég að fara að því að eyða rauða farðanum og verða hvítari. 2. Ég er mjög bólugrafin í and- liti. Getur þú gefið mér ráð til að eyða bólunum. 3. Eg svitna mikið. Hvernig á ég að komast hjá því að svitalyktin verði svona mikil af mér. Með fyrirfram þakklæt.i. „Kolbrún.” Svar: 1. Þér ættuð að leita læknis, því orsakir til þessa geta verið svo margvíslegar. Þetta getur stafað frá áhrifum hita, kulda, storms, sólar eða af óhollum fegrunarlyfjum. Einnig frá bólgu í nánd við hina sýktu húð, t. d. í tönnum og nefi, eða frá melt- ingartruflunum og óreglu á starfsemi innkirtlanna. Svo það er ekki nema á lækna meðfæri að segja um, hvað við á í hverju tilfelli. 2. Svör við þessari spumingu og þeirri næstu er að finna í bókinni „Fegrun og snyrting", fyrri spurn- ingin undir fyrirsögninni „Bólgu- nabbar og finnar“ og seinni „Svita- truflanir". Kæra Vika. Viltu vera svo góð að segja mér svolítið: 1. Kant þú nokkuð ráð til þess að ná bólum af andlitinu á mér? 2. Hvemig á ég að fara að því að laga á mér hárið, það stendur ávallt beint upp í loftið; ég ræð ekkert við það. Svar: Reynið að fá yður andlits- bað á rakara- eða hárgreiðslustofu. Eina ráðið til þess að laga hárið, er að greiða sér nógu oft, og nota hár- olíu í það fyrst í stað, á meðan það er að venjast. Kæra Vika! Mig langar að spyrja þig nokkurra spuminga og treysti þér til að svara þeim fljótt og samvizkusamlega, því ég hefi veitt því eftirtekt að þú ert ekkert kostbær á vizku þína. I. Landlæknir hefir samið hand- bók og lætur ljósmæður útbýta henni til mæðra, en í henni em leiðbein- ingar um líkamlega velferð ung- bama. Væri ekki hægt að fá ein- hvern sálfræðing til að semja hlið- stæðan bækling mæðrunum til leið- beiningar við uppeldi barna. II. Hefir sódapúlver skaðleg áhrif á mat, sem það er notað í? III. Spillast efni í smjöri, ef það er hnoðað saman við smjörlíki? IV. Hvernig á að bera tröllamél í matjurtagarða; á að bera það í áður en pælt er, eða ekki fyrr en búið er að setja niður? Ég treysti þér til að svara þessu með Ameríkuhraða og setja allt ann- MERKIIEGT FfRIRTÆKI. Bjami Þorsteinsson. Markús Ivarsson. Sveinn Guðmundsson. Vér birtum hér myndir af þrem forstjórum Vél- smiðjunnar Héðins. Bjarni heitinn Þorsteinsson og Markús Ivarsson stofnuðu fyrirtækið í nóvember 1922 og keyptu þá smiðju Bjam- héðins Jónssonar, sem hann hafði starfrækt í Aðal- stræti 6 B. Á þessum rúm- um tuttugu ámm hefir Vél- smiðjan Héðinn afkastað feikna miklu og þjóðnýtu starfi, og vaxið og dafnað að verðleikum. Markús Ivarsson stjómaði fyrirtæk- inu einn eftir eftir andlát Bjama Þorsteinssonar, en á síðasta ári var þvi breytt í hlutafélag og varð þá Sveinn Guðmundsson vél- fræðingur forstjóri þess. Myndin er úr Vélsmiðjunni Héðni. Verið er að renna sveifarás úr eimvél togara. að til síðu. Með fyrirfram þökk fyrir svörin. Vestmannaeyjum, 15.—5. ’43. Kona. Svör: I. Til er ágæt bók um sálfræðilegt uppeldi barna, sem heitir „Uppeldið” eftir Bertrand Russell. Hún kom út í íslenzkri þýðingu fyrir nokkrum árum. II. Ekki svo vér vitum. III. Efnin spillast ekki, en næring- argildi þess rýrist. IV. Tröllamjöl á ekki að bera í garða fyrr en búið er að setja niður, en þó áður en fer að koma upp. „Kæra Vika“! Getur þú gert svo vel og leyst úr eftirfarandi spurningu: Hefir bóka- vörður Landsbókasafnsins nokkurn lagalegan rétt til að neita bæjar- búa um að fá bók af safninu lán- aða heim. Hver eru skilyrði þess að bæjarbúi geti fengið bók af safninu ? Finnur. Svar: 1 „títlánsreglum Landsbóka- safnsins” stendur m. a., og er það svar við fyrirspum yðar: „6. gr. Allir embættismenn í Reykjavík og þeir menn aðrir þar búsettir, er landsbókavörður , tekur gilda og góða, geta fengið bækur að láni úr safninu. Aðrir bæjarbúar þvi aðeins, að þeir sýni ábyrgðarskír- teini frá skilríkum manni búsettum í bænum, er landsbókavörður tekur gildan. Utanbæjarmenn geta ekki fengið bækur að láni, nema með sér- stöku leyfi landsbókavarðar, skulu þeir þá vísa á áreiðanlegan mann innanbæjar, sem tekur á móti bók- unum fyrir þeirra hönd, skilar þeim og ábyrgist þær. Lántakendum em bönnuð öll endurlán til annarra manna. 10. gr. Þessar bækur fást ekki að láni út úr bókasafninu: a. handrit, b. myndir og myndasöfn, landabréf, dýrmætar og fágætar bækur, sem erfitt væri að bæta, ef glötuðust. c. orðabækur, handbækur, og fræðisöfn yngri en 2 ára. d. skólabækur. e. skáldsögur og aðrar skemmtibækur íslenzkar.” Dr.theol. JÓN UELGASON: Árbækumar skýra frá öllu því helzta, er gerzt hefir í Reykja- vík í 150 ár. Höfum fyrirliggjandi eftirtaldar vöruteg- undir: Rafmagnsryksugur fyrir 110 og 220 volta spennu, jafn- straum og víxlstraum. Rafmagnsstraujárn, margar tegundir. Rafmagnspressujárn (skraddarajám). Rafmagnsrakvélar fyrir 110 og 220 volt. Rafmagnsklukkur, Rafmagns- Ióðbolta, Rafmagnshitapúða, Rafgeyma, Rafmagnsmótora 3 H. P. með eða án gang- setjara. — Spennubreyta, (Transformers). Yfir 100 mismunandi gerðir af Ijósakrónum, vegglömpum og gangalömpum. Baðherbergis og eldhúslampa, skrifborðs- lampa. Ennfremur mikið úrval af loft- og lampa pergament- skermum. RAFVIRKINN s.f. Skólavörðustíg 22. Sími 5387. Útgefandi; VTKAN H.F., Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón H. Guðmundsson, Kirkjustræti 4, sími 5004, pósthólf 365.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.