Vikan


Vikan - 03.06.1943, Blaðsíða 4

Vikan - 03.06.1943, Blaðsíða 4
4 VTKAN, nr. 22, 1943 Nancy Möller hafði nýlokið kennara- skólaprófi, og ætlaði sér nú að sækja um stöðu sem heimiliskenn- ari. Hún var fátæk, pabbi hennar var ný- dáinn og heimilið hafði verið leyst upp, óg hún átti enga ættingja, sem gátu eða vildu lofa henni að vera, og varð því ein- göngu að treysta á sjálfa sig. Hún var ósegjanlega glöð yfir því, að hún skildi hafa tekið kennarapróf. Fyrir þá sök hafði hún nú möguleika til þess að komast áfram upp á eigin spýtur. Hún brosti raunalega, er hún minntist orða pabba síns fyrir nokkrum árum, þegar hún hafði viljað fara í háskólann. „Er það nauðsynlegt, barnið mitt? Þú giftist fyrr en varir, og þá verður allt þetta nám til einskis! Svona lagleg stúlka eins og þú getur aldrei orðið kennslukona — þú mátt ekki halda, að ég sé að skjalla þig!“ Þannig leit hann á þetta. Hann sá, og það með réttu, að dóttir hans var fögur — ef til vill hugsaði hann til hinna mörgu freistinga, er verða kynnu á vegi hennar. En nú var hann dáinn, og Nancy var að leita sér að atvinnu. Hún las allar auglýs- ingar dagblaðanna og auglýsti sjálf. Hún fékk mjög fljótlega atvinnu, og það af hreinni tilviljun. Dag einn hitti hún unga óðalsbóndafrú, er bjó uppi í sveit. Þær höfðu, er þær voru litlar, verið saman í skóla. Ungu konuna vantaði kennslu- konu, sem kenna átti lítilli stúlku, frænku manns hennar, er þau höfðu tekið til fóst- urs. Nancy fékk þessa stöðu og kynntist unga óðalsbóndanum, er var mjög viðfeld- inn maður. En það leið ekki á löngu, þar til unga konan fór að verða áhyggjufull á svip. Hún fylgdist með hverri hreyfingu manns síns og kennslukonunnar, hverju augnatilliti þeirra, er þau ræddu saman af fjöri og áhuga, við máltíðirnar eða í garðinum, fylltist hún allskyns efasemd- um. Að lokum kom svo að því, að hún sagði við Nancy, að hún ætlaði að senda litlu telpuna í heimavistarskóla, svo ... Nancyar var ekki þörf lengur. Hún snéri aftur til bæjarins og henni var þungt í skapi. Gat það átt sér stað, að gamla vinkona hennar væri afbrýði- söm í hennar garð? Já, óðalsbóndinn hafði verið vingjarnlegur, bróðurlega vingjarn- legur og haft gaman af að tala við hana — og ekkert þar fram yfir. Hún las aftur tilkynningar blaðanna og skrifaði svör við sumum þeirra. Að lokum kom bréf frá konu einni, er gift var stór- kaupmanni. Hún bað Nancy að koma og tala við sig. Unga stúlkan kom á fallegt og ríkmannlegt heimili, þar sem miðaldra, fjörleg kona tók á móti henni, horfði á hana frá hvirfli til ilja rannsakandi augna- ráði og sagði síðan hispurslaust: „Nei, ungfrú. — Þér eruð of ungar og — grannar.“ „Grönn!“ endurtók Nancy við sjálfa sig, er hún fór. Hún var tuttugu og eins árs, há og grönn, en hæfilega holdug. Grönn? Var það eitthvað annað, sem frúin átti við með þessum orðum? Nokkrum dögum seinna fór hún, með miklum hjartslætti, að finna embættis- mannsfjölskyldu eina, er vildi fá kennslu- konu til þess að lesa með börnunum. Þarna hitti hún hjónin. Þau voru ný- flutt til borgarinnar, og báru þess enn þá glögg merki í ytra útliti, að þau höfðu búið í sveit. Húsbóndinn var stór maður, rauður í andliti og útlit hans benti til þess, að honum þætti góður sopinn, frúin var öllu fölari yfirlitum og eitthvað hálf hræðsluleg á svipinn. Þau voru bæði mjög vingjarnleg við Nancy, og töluðu lengi við hana. Litlu telpurnar vorti einnig látnar koma inn og heilsa, og yfirhöfuð leit allt vel út í fyrstu. Þó var engin ákvörðun tekin, þrátt fyrir að húsbóndinn kom með uppástungu þar að lútandi. Konan vildi hugsa sig um til næsta dags. Þegar svo Nancy kom næsta dag, von- góð, var allt breytt. Konan tók ein á móti henni, og var nú enn þá hræðslulegri á svipinn en daginn áður, og sagði, niður- bældri röddu: „Kæra ungfrú — í hreinskilni sagt — þér eruð of ungar og fallegar ... ég þori ekki að taka yður . .. maðurinn minn er þannig ... hann vill ólmur, að þér komið f VITIÐ ÞÆR ÞAÐ? | 1. Hve há er íbúatala Kína og hve margir | 1 eru þar taldir ólæsir? = 2. Hver gerði þessa vísu: Grundir, elfur, salt og sandar, É sjós með dunum, i undir skelfur allt af fjandans = ólátunum. i I 3. Hver er elzta keisarafjölskylda í heimi ? i i 4. Hve margir kílómetrar ér frá Reykja- i vík að Dettifossi? É É 5. Hver orti kvæðið ,,Lorelei“? = 6. Hve mikið er flatarmál Atlantshafs- i i ins ? i É 7. Hvenær var almennri herskyldu komið \ = á í Bandarikjunum ? | 8. Hvaða ensk sjóhetja féll í orustunni : við Trafalgar? | 9. Hver er stærsta dómkirkja í heimi? é É 10. Hve mikill er hraði ijóssins? É Sjá svör á bls. 14. i til okkar .. . en ég álít bezt að svo verði ekki, alveg eins og það er ...“ Nancy setti dreyrrauða. Hún var mjög vandræðaleg, er hún kvaddi og fór. Hún hafði tekið herbergi á leigu, og fæði keypti hún í matreiðsluskóla einum, þar skammt frá. Það litla, er hún átti af peningum, þvarr óðum, og fengi hún ekki vinnu fljótlega, þá mundi ekki líða á löngu þar til hún svelti. Eftir hálft ár, eða þar um bil, gæti hún kannske fengið fasta stöðu við einhvern skóla, en á hverju átti hún að lifa þangað til? Og hún hélt áfram að lesa auglýsingarn- ar. Dag nokkurn rakst hún á tilkynningu þess efnis, að einhver eldri maður, Dr. phil. var hann, óskaði eftir velmenntaðri stúlku, ekki þó of ungri, sem væri dugleg að skrifa og kynni ensku, og vildi taka að sér lítils- háttar húshjálp. Doktorinn hét Frederiksen og bjó við eina af betri götum borgarinnar. Er hún barði þar að dyrum, lauk ung og snotur stofustúlka upp. Nancy fékk það svar við spurningum sínum, að doktorinn væri farinn út, en að frúin væri að hafa fataskipti, og að það mundi líða hálftími eða svo, þar til hún kæmi niður. Stúlkan fylgdi henni því næst inn í dagstofuna, lagði nokkur útlend blöð fyrir hana, og bað hana að bíða. Varla hafði stúlkan lokað hurðinni á eftir sér, fyrr en aðrar dyr opnuðust og ungur maður kom inn. Hann nam staðar undrandi, hneigði sig djúpt og sagði dálítið vandræðalega: „Ó .. . fyrirgefið þér ... ! Ég vissi ekki, að hér væru gestir! Ég heiti Erik Frede- riksen!“ Nancy stóð upp og heilsaði, en sagði ekki til nafns síns, lét þess einungis getið, að hún kæmi í tilefni af auglýsingu um at- vinnu. Ungi maðurinn bauð Nancy að setjast aftur — mamma hans kæmi eflaust fljót- lega. — „Reyndar er það nú pabbi, sem þarf á hjálpinni að halda,“ sagði ungi maðurinn því næst kurteislega, „en mamma sér um ráðninguna. Þér megið búast við að fyrirhitta ákveðna konu, sem stjórnar heimili sínu með myndugleika.“ ... Hann sagði þetta í glettnislegum róm. „Hafið þér ekki unnið einhvers staðar áður?“ „Nei,“ svaraði Nancy, — „það er ör- skammt síðan ég lauk prófi.“ Hann horfði á hana með vaxandi áhuga. Og fyrr en þau varði, voru þau komin út í skemmtilegar samræður. Hann var að læra læknisfræði, og hafði lokið fyrsta hlutanum. Þau voru svo niðursokkinn í umræðun- um, að þau vissu ekki, hvernig tíminn hafði liðið, er frúin, rúmum hálftíma seinna, kom inn með miklum þjósti. Hún leit á son sinn af mikilli vandlæt- ingu. Hann flýtti sér þegar á burt. Því næst tók hún undir kveðju Nancyar og Framhald á bls. 13.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.