Vikan


Vikan - 03.06.1943, Blaðsíða 5

Vikan - 03.06.1943, Blaðsíða 5
VIKAN, nr. 22, 1943 5 5i»#>i#K#K#»##><#>i#«#>i#><#><#>(#>#»<#>#><#<#>i#n#»#<c#><#>(#>#«#K#><#K#><#«#i<#<<#><#><t Ný framhaldssaga #>l#>l#>l#»#>t#><#»#»#»#»#>l#>l#»#»#«#>(#>l#«#«#«#>(#K#»#»#»#>l#«#ll#>i#>>#»#ll#>l#«#>l| 1 Konan í Glenns-kastala I. KAPLI. ,,Það er alltaf svo erfitt að kveðja — er það ekki rétt, Barbara? Einkum þegar maður ætlar að vera fjarverandi svo árum skiptir." Howard Burton leit á Barböru, um leið og hann sagði þetta, en hún starði án afláts á fílabeinshandfangið á tepottinum. Það var einn iítill nagii að losna úr því, og Barbara sá ekkert annað en þennan nagla. „Nei, að kveöjast, er í sjálfu sér ekki neitt skemmtilegt," viðurkenndi hún rólega. Hún var sjálf alveg undrandi yfir því, hversu henni tókst að halda rödd sinni rólegri, og láta sem ekkert væri. „En þú skemmtir þér eflaust vel á ferða- laginu," bætti hún við. „Suður-Afríka er vist mjög skemmtilegt land — eða Rhodesía heitir það nú víst.“ Hún brosti örlitið kuldalega. Konur vilja ekkert frekar en karlmenn iáta í ljósi tilfinningar sín- ar, og Barbara Carvel var ekki huglaus að eðlis- fari. Þar að auki var hún reið — mjög reið meira að segja. Henni fannst, að ungi maðurinn, sem stóð þama hjá henni, hefði ekki komið rétt fram, gagnvart sér. Hún hafði svo statt og stöð- ugt búist við því, að Howard Burton mundi biðja sín þennan dag. Hann var nú á förum frá Englandi — ætlaði að yfirgefa móður sína og heimili sitt í Kent, og Barbara vissi enn þá ekkert um, hver væru framtíðaráform hans. Eftir að hafa svo árum skipti sýnt henni ástarhót, ætlaði hann nú af landi burt, án þess að spyrja hana hinnar langþráðu spurningar, sem hún hafði hlakkað svo ósegjanlega mikið til að svara. „Já, ég býst við að ég komi til með að hafa það skemmtilegt í Rhodesia,“ sagði hann. „Þar er alstaðar ágætis veiðilönd, og svo er ég í raun og veru ánægður yfir að komast burtu héðan. Hér eru engin tækifæri fyrir ungan mann til þess að komast áfram. Vilji maður verða eitt- hvað hér, þarf maður að eiga peninga.“ Howard rétti fram höndina. Hann var ungur maður, hár, ljóshærður, sterklega byggður, herða- breiður, andlitsdrættimir ákveðnir, lýstu vilja- festu og augun skær og blá. Barbara var tölu- vert minni, þess gætti einkum, er hún stóð þama við hlið hans. Augu hennar voru brún og á hár hennar sló hlýjum, rauðleitum blæ, húð hennar var björt yfirlitum. Hún var mjög fátæklega klædd, í dökkbláu pilsi og hvítri blússu. Hún hafði stungið rauðri rós í beltið, en hún var tek- in að fölna, jafnhliða því að vonir Barböm sjálfrar dóu. „Jæja, vertu þá sæll, Howard, og góða ferð!“ Þetta var alit sem Barbara sagði, er hún skömmu seinna kvaddi þennan unga mann, sem átt hafði svo mikinn þátt í lífi hennar til þessa. En hún hafði á tilfinningunni, að eitthvað stæði fast í hálsinum á sér, sem þá og þegar mundi kæfa hana, og hún varð að taka á öllu, sem hún átti til, til þess að dylja tárin. Howard mátti undir engum kringumstæðum sjá, hversu hrygg hún var. „Viltu lofa mér því, Barbara, að líta til henn- ar mömmu á morgun, þegar ég er farinn ?“ bað hann. „Ég veit að hún hefir gaman af því. Og viltu svo vera góð við Cecily litlu? Hún er með slæmt kvef, greyið litla. Ég er hræddur um að hún muni sakna mín. Við höfum alltaf verið svo góðir vinir." Howard talaði hratt, í stuttum, sundurslitnum setningum. Hann var annars vanur að láta í ljósi hugsanir sínar, með ró og festu, en dagur- inn í dag var líka að öllu leyti frábrugðinn öll- um öðrum dögum. „Já — ég skal fara þangað á morgun. Og ég skal líka lita til Cecily, eftir því sem ég get.“ Barbara dró andann þungt. Því í ósköpunum fór hann ekki? Þetta fór að verða óbærilegt! Og Ann frænka, sem hafði flýtt sér að kveðja fyrr um daginn og farið út í garð, til þess að þau gætu verið tvö ein, hvað mátti hún ekki halda! Hún bjóst auðvitað við því að nú væri Howard að biðja hennar! „Þakka þér fyrir, Barbara!" Howard þagði andartak og gekk því næst örlítið nær henni. „Ég lofa að skrifa þér. Og þú ætlar ekki að gleyma mér, Barbara?" Rödd hans titraði örlítið. „Ég mun nú hefja baráttu til þess að skapa mér lífsafkomu og það væri ekki rétt af mér ef ég — ef ég---------,“ hann þagnaði og lauk ekki við setninguna. Barbara leit upp og blóðroðnaði. 1 mörg ár, allt frá því að hún varð 16 ára, höfðu allir hennar draumar og allar vonir, verið bundnar við Howard Burton. Hún hafði alltaf trúað því og beðið eftir því, að hann mundi einhvern daginn koma og biðja hana að giftast sér. Og nú voru þessir draumar orðnir að engu. Nú hvarf hann úr lífi hennar, út í heiminn í æfintýraleit, og skyldi hana eftir, með sundurkramið hjarta. Ef hún bara þyrði að segja honum, að hún skyldi bíða hans, hversu lengi sem það yrði, ef hann aðeins bæði hana þess! En stolt hennar fyrirbauð henni að gera slíkt. Það sagði henni að vera rólegri og að dylja ást sína. Hún mundi aldrei bjóða nokkrum manni ást sína. Svo rétti hún Howard höndina án þess að mæla orð, og litlu siðar sá hún hann ganga föstum, rólegum skrefum út úr stofunni. Hann bar höfuðið örlítið hærra en venjulega. „Ég skal skrifa þér, og ég vona að þú gleymir mér ekki.“ Barbara hvíslaði þessum orðum, um leið og dyrnar lukust aftur, að baki Howards — síðan byrjaði hún að hlæja. En það var beiskur upp- gerðar hlátur, og augu hennar gneistuðu af reiði. „Hann hefir komið illa fram við mig — hann veit, að ég elska hann — hann hlýtur að vita Konan í Glenns-kastala, nýja fram- lialdssagan, sem hefst á þessari blað- síðu, mun verða skemmtileg dægra- stytting fyrir lesendur Vikunnar. Einn af kostum liennar er sá, að hún kennir fólki þau lífssannindi, að mennirnir höndli gæfuna fyrr eða síðar, ef þeir leita liennar á réttan hátt — leita liennar af skyldurækni, réttsýni og eins og lijarta þeirra býður þeim. Aðalsöguhetjan, Bar- bara, er mjög falleg kona, en ákaf- lega mannleg og verður að reyna mikið áður en hún öðlast liina sönnu gæfu. Ýmsar aðarar persónur, sem koma mjög við sögu, taka lesandann föstum tökum. það! En ég skil hann vel; hann vill ekki binda sig, hann vill vera frjáls!" — Hún stóð kyrr og hugsaði. „Ef til vill álítur hann sjálfur, að framkoma sin hafi verið mjög réttmæt og heiðar- leg, að það sæmi ekki fátækum manni að biðja unga stúlku að bíða sín svo árum skipti. En sú skoðun stjórnaðist af eigingirni, og þannig mundi engin kona hugsa." Barbara gekk órólega fram og aftur um stof- una. Hún gat ekki setið kyrr, og hún gat heldur ekki fylgt Howard út. „Hann kærir sig ekkert um mig, það er ber- sýnilegt. Hann hefir leikið sér að mér í öll þessi ár. Ó, ég gæti næstum hatað hann! Hvað mun ekki fólkið segja! Það hafa allir talið það sjálf- sagt að við Howard mundum giftast!" Barbara andvarpaði. Hún kveið fyrir að hitta nágranna og vini, alla gömlu, góðu, eldri menn- ina og konur þeirra, sem hún hafði þekkt frá barnæsku, og sem höfðu gengið út frá því sem gefnu, að hún og Howard yrðu hjón. Það virtist sem allt þetta góða og gamla fólk hefði hins vegar gleymt því, að Howard átti enga peninga og var ekki annað en elskulegur, ungur maður, sem ekkert starfaði. Hann var einkasonar prestsins sáluga í Sandstone, og hafði frá þvi fyrsta viljað fara í herinn, en móðir hans, sem var fátæk, hafði ekki haft efni á þvi. Nú hafði frændi hans einn í Rhodesíu boðið að hjálpa Howard til þess að komast áfram úti þar, og ungi maðurinn tók þessu boði af mikilli ánægju. Honum hafði lengi sviðið að þurfa að vera móður sinni til byrði. Barbara átti heldur ekkert af þessa heims auð- ævum. Foreldrar hennar höfðu verið bláfátæk, er þau dóu úr kóleru austur í Indlandi. Ógift föðursystir hennar, Ann Carvel, hafði þá tekið hana að sér. Þær bjuggu í snotru húsi, skammt fyrir utan smábæinn Sandstone, og hér hafði Barbara nú átt heima i 23 ár, lifað rólegu og frekar tilbreytingarlausu lífi. Henni var ekki ætl- að annað starf, en að hugsa um garðinn og ann- ast eftirlætisgoð frænku sinnar, tvo hunda, gaml- an kanarífugl og fallega, gulbröndótta köttinn. Ungfrú Ann fór sjaldan út. Það komu töluvert margir að heimsækja hana, og tvisvar á ári leigði hún sér hestvagn, og ók út að endurgjalda þess- ar heimsóknir. Fjárhagur hennar leyfði ekki meiri umgengni við annað fólk. En þrátt fyrir það átti hún marga góða vini. 1 Sandstone var töluverður hópur fátækra eldri höfðingja, og þetta fólk umgekkst mikið hvað annað. Aftur á móti voru þeir færri, sem Barbara gat verið með. Það var fátt af ungu fólki í bæn- um, svo að það kom eins og af sjálfu sér, að hún væri mikið með Howard. Og nú fór hann í burtu, og Barbara varð að gera sér það ljóst sem fyrst, að hlutverki hans í lifi hennar væri lokið. Henni hafði aldrei dottið það í hug, að Howard mundi fara af landi burt. Hún hafði alla tíð búist við því, að hann fengi einhverja stöðu hér heima, svo þetta kom henni algjörlega á óvart. 1 sjálfu sér ásakaði hún Howard ekki, þó hann langaði út í heiminn, þegar henni, sem bara var stúlka, fannst lífið i Sandstone fram úr hófi leiðinlegt. Nei, Howard breytti fullkomlega rétt, að fara út í heiminn og leita gæfunnar. En það var rangt af honum að biðja ekki Barböru áður en hann fór. Framkoma hans gagnvart henni var ranglát!

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.