Vikan


Vikan - 03.06.1943, Blaðsíða 10

Vikan - 03.06.1943, Blaðsíða 10
10 VIKAN, nr. 22, 1945 ucimii m n c i iii i l ■ u Matseðillinn. Gulrótasúpa. 2 1. þunnt kjötsoð, 500 gr. gul- rætur, 20 gr. smjörlíki, 20 gr. hveiti. 1—2 eggjarauður, salt, pipar. Gulrætumar em þvegnar og flysj- aðar, soðnar í kjötsoðinu þar til þær eru meyrar. Soðið siað, smjörlíkið brúnað, hveitið sett út í, þynnt út með heitu soðinu. Látið sjóða nokkr- ar mínútur. Eggjarauðumar em hrærðar vel, og súpan að lokum jöfn- uð með þeim. — Salt og pipar sett út í eftir bragði. — Gulrætumar em skomar í smábita og settar út í siðast. Steiktir kjúklingar. 4 kjúklingar, 50 gr. smjör, 50 gr. flesk, y2 1. soð, 2% dl. rjómi. 1 tesk. salt, svolítið af pipar. Kjúklingarnir em reyttir og síðan sviðnir yfir logandi brennsluspritti, sem hellt hefir verið á\matarsalt. Haus og fætur skorið af. Rist þvert yfir, fyrir aftan bringuna, þvi hún verður að vera heil, og öll innýflin tekin burtu. Þvegnir vel og þurrk- aðir bæði utan og innan. Saltinu og pipamum nuddað innan í. Fleskið skorið í ræmur, og því velt upp úr salti, síðan stungið á við og dreif í fuglinn. Smjörið brúnað í potti og fuglamir settir þar í og brúnaðir vel. I>á er sjóðandi soðinu hellt yfir. Ef ekki er til soð, þá heitu vatni, og látið sjóða ca. 1 klst., við hægan hita. Sósan. 3 dl. soð, 2 y2 dl. rjómi, 25 gr. smjör, 15 gr. sagomjöl, 1 mat- skeið tómatsósa, 1 matskeið af rjómanum þeytt. Sagómjölið er hrært út með rjóm- anum, nema því, sem tekið er frá til þess að þeyta, hellt út í soðið og sett í pott og látið sjóða, ásamt tómatsósunni. Smjörið síðan látið út i og salt, ef með þarf. Þeytti rjóminn látinn i sósukönnuna um leið og sós- an er borin fram. Ef vill má setja rifshlaup í sósuna. Nú er sumarið komið og allar ungar stúlkur vilja vera léttklæddar. Þessi kjóll er mjög hentugur fyrir þær stúlkur, sem eru mikið úti. Munið, að þvo og þurrka brauð- kassann yðar ekki sjaldnar en viku- lega. Þvoið ullarábreiður úr veiku sápu- vatni; sterkt sápuvatn getur orsakað það, að ábreiðumar hlaupi. IIIIBréf frá húsmóður. Eftir CLEVERLAND MYERS Ég hefi oft haldið þvi fram í þess- um greinum mínum, að ungir feður og húsbændur, sem hjálpuðu til við heimilisstörfin og við að líta eftir börnunum, leggðu með því grund- völl að gæfuríku heimilislífi í fram- tíðinni. Hér fylgir á eftir skemmti- legt bréf: „Kæri Myers: Fyrir nokkm birt- uð þér bréf frá ungri móður, sem sagði, að sér þætti það hlægilegt, að sumar konur vildu, að mennimir þeirra hjálpuðu þeim, eftir að þeir hefðu unnið úti allan daginn, og, að það væri eingöngu tilkomið af þvi, að þær nenntu ekki að vinna sjálfar. Nú langar mig til að segja frá minni reynslu í þessu máli. Maðurinn minn er skólakennari, og fær 100 dollara í laun á mánuði. Við eigum fimm börn — það elzta níu ára og það yngsta átta mánaða — og við búum í húsi, sem er frekar gamaldags. Síðastliðið ár hefi ég soð- ið niður 600 fjórðunga af ávöxtum og kartöflum. Ég þvæ sjálf alla þvotta, og geri öll heimilisstörfin. Ef þarf að mála eða veggfóðra, þá geri ég það líka. Ég sá alveg um garðinn í sumar, af því að maðurinn minn stundaði vinnu langt í burtu frá heimilinu. Ég sauma allt sjálf, þar á meðal buxur og skyrtur á dreng- ina mína, og legg aldrei neitt frá mér óviðgert. Mér gefst tími til að lesa eina og stundum tvær sögur fyrir krakkana á hverju kvöldi. Ég kenni tveim elztu telpunum mínum að spila á píanó, og tveim öðrum telpum úr nágrenninu. Ég er skrifari sunnudagaskólans, sem maðurinn minn hefir umsjón með. Ég hefi haldið dagbók siðan ég var tólf ára, og aldrei haft svo mikið að gera, að ég gæfi mér ekki tíma til þess að skrifa í hana á hverjum degi. Ég les dagblöðin og fylgist vel með öllu eftir þvi, sem efni leyfa. Með öðrum orðum, ég lifi, ég elska, ég hlæ, ég vinn og skemmti mér með manni mínum og fjölskyldu. Auðvitað þurfum við að spara, við verðum að halda vel utan að hverj- um eyri, nota kápur og önnur föt í ár, sem eru frá því í fyrra. Ég liða sjálf hár mitt og stoppa sokkana mína. Og með þessu móti komumst við af. Við erum yfirleitt ekki ver klædd en gengur og gerist. Um hver mánaðamót ákveðum við, hversu margar krónur skuli fara í þetta eða hitt. Bömin, þó þau séu ekki eldri, vita hvaðan peningamir koma og hvert þeir fara. Þau vita, hvers vegna þau geta ekki fengið peninga fyrir sælgæti, eða fengið að fara í kvik- myndahús. Ég læt börnin öll læra að vinna. Telpumar hjálpa mér í húsinu, þvo af diskum, búa upp rúm. Drengurinn, sem er níu ára, sækir spýtur og kol og kveikir í arineldinum. Samt sem áður, þveröfugt við kon- una, sem hélt sig hafa svo mikið að gera, þá bið ég manninn minn oft að . hjálpa mér. Hann hugsar að mestu leyti um garðinn, og allar við- gerðir utan húss. Ef hann kemur þreyttur heim frá vinnu og sér, að ég er önnum kafin við að ljúka heimilisstörfunum, þá hjálpar hann mér óbeðinn. Oft höfum við til dæm- js unnið fram að miðnætti, við niður- suðu eða eitthvað þess konar.“ Heimili sem það, er að ofan greinir, eru hjarta sérhvers þjóðfélags. Okk- ur mundi öllum þykja skemmtilegt að vera velkomin inn á slíkt heim- ili, sem þessi kona lýsir. Húsráð. Ef þér ætlið að sjóða egg, sem hefir sprungið, er ágætt að smyrja með smjöri yfir sprunguna. N0TIÐ eingöngu LINIT PERFECT LAUNDRY STARCH ÆMIíl Ji. iíli- ÍHHnMJMZ ; COnOH LOOK AKO FEEL UKEjt STÍFELSI Heildsölubirgðir: GUÐMUNDUR ÓLAFSSON * CO. Swaw rakkrem mýkir og styrkir húðina og gerir raksturinnað ánægju. t i Heildsölubirgöir: Agnar Norðfjörð & Co.h.f. Sími 3183. Dömur! Hjá okkur getið þér fengið J A K K A prjónaða eftir máli, og valið sjálfar um liti og snið. PRJÓNASTOFAN IOPI & GARIU Skeggjagötu 23. Sími 5794. Austurstræti 14. Sími 5904.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.