Vikan


Vikan - 10.06.1943, Blaðsíða 2

Vikan - 10.06.1943, Blaðsíða 2
2 VIKAN, nr. 23, 1943 Pósturinn Reykjavík, 31. maí. Kæra Vika mín! Viltu gera svo vel og segja mér, hvað ég get gert, ég fæ svo oft ábiástur á varirnar. Fyrirfram þakklæti. 56 X 24 X 16. Svar: Á áblástur á aldrei að bera smyrsli, heldur á annaðhvort að strá á hann talkúmdufti eða pensla hann með ,,kollódíum“, en það fæst í lyfja- búðum. Svar til „Kvikmyndahúsgests": — Því miður sjáum við okkur ekki fært að verða við beiðni yðar. En við höf- um tekið eftir því, að það kemur fyrir, að í auglýsingum frá kvik- myndahúsunum stendur, að þessi eða hin myndin sé sýnd vegna fjölda áskorana. Það væri því ef til vill reynandi fyrir yður, að safna undir- skriftum undir eitt slíkt áskorunar- skjal, og senda Gamla Bíó. Heimilisblaðið Vikan! Geturðu sagt mér, hvort orðið boldang sé íslenzkt. Ennfremur lang- ar mig til að vita, hvað það þýðir. Óska eftir svari i næsta tölublaði. , Klemmi. Svar: Að minnsta kosti er það i orðabók Blöndals og ekki merkt við það á nokkurn hátt sem óíslenzkt orð: boldang = Bolster (bólstur, hægindi, rúm, sængurdúkur eru þýð- ingar Freysteins á þessu danska orði). boldangsbuxur = Bukser af Bolster. Svar til „Huldu“: 1. Við þessu kunnum við ekkert ráð, en reynandi væri fyrir yður að spyrja hárgreiðslu- konu. 2. Þessi spurning er enn al- varlegri og verra að svara, þegar ekkert er vitað um aðstæður. Það er að sjá, að maðurinn sé hreinskilinn og ekki illa innrættur, og það eru óneitanlega kostir, sem geta orðið að góðu gagni i sambúðinni, þó að svona sé til hennar stofnað — og svo vænt getur stúlkunni þótt um manninn, að hún vilji taka þessum kosti, þrátt þrátt fyrir varnaglann. Steegman listfræðingur, er kom með myndirnar og heldur fyrirlestra um brezka list. Brezk list- og bókasýning „The British Council" heit- ir brezk stofnun, sem hefir það starf með höndum „að styrkja menningarsamband- ið milli Bretlands og ann- arra landa, og kynna öðrum þjóðum brezka lífsháttu og menningu“. Á vegum þess- arar stofnunar er nú 1.—11. þ. m., haldin listmynda- og bókasýning í sýningarskála myndlistamanna. Eru þar sýndar um 500 bækur, sem gefnar munu verða til bóka- safna hér, eftir sýninguna, og 95 myndir, og er í sýn- ingarskránni gefin svofelld skýring á vinnuaðferðum við þær: Etching: Mynd rissuð með nál á kopar- plötu. Myndin er fest á plötuna með því að stinga henni ofan í sýru-upplausn. Dry-point: Mynd rissuð á koparplötu með nál. Engin sýra notuð. Wood-engrav- ing: Mynd, sem skorin er í tré. Lino-eut: Mynd, sem skorin er í linoleum. Litho- graph: Mynd, sem teiknuð Vegurinn til Carlisle eftir Clifford Webb. Þetta er tréskurðarmynd. er á hellustein með sérstak- lega gerðri krít. Line-engraving: Mynd, sem höggvin er beint í koparplötu. — Dr. Cyril Jackson hefir séð um undirbúning sýningarinnar hér, en list- fræðingurinn Steegman kom með myndimar, sá um niðurröðun þeirra og heldur fyrirlestra í Háskólanum og víðar um brezka list. Sýningin er mjög skemmtileg og þarft verk að koma henni hér upp, og hefði helzt þurft að sýna hana víðar um land. Hestamannalélagið Fákur efnir tii kappreida á Skeiðvellinum við £ Elliðaár annan Hvitasunnudag 14. júní £ klukkan 3. e. h. Reyndir verða fjaldi nýrra gœðinga. Veðbankinn starfar. Hann hefir gefið »J hœst kr. 300.00 fyrir kr. 10.00 £ »>»»»»»»»»»»»»»»:♦>»»>»»»»>>>»»»»»>»»»»»»»»»»»»»»»»»»»>>»»»:. Útgefandi: VIKAN H.F., Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón H. Guðmundsson, Kirkjustræti 4, sími 5004, pósthólf 365.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.