Vikan


Vikan - 10.06.1943, Blaðsíða 4

Vikan - 10.06.1943, Blaðsíða 4
4 VTKAN, nr. 23, 1943 AST cC5//!(/5(/ga eftzr 55. rff~ OTTO yfirdómari sat við skrifborð sitt, sem þakið var márgskonar skjölum. Út í gegnum gluggann sá hann gráan haust-himininn og það var skuggsýnt í skrifstofunni. Hann var með sendibréf fyrir framan sig og virtist í þungum þönkum. Hann stóð upp og gekk að glugganum. Niðri á götunni erjaði fólkið aftur og fram, sumir töluðu og hlógu, aðrir þögðu og virt- ust einmana í hávaða stórborgarinnar. „Leiðinda þoka,“ nöldraði hann við sjálf- an sig, um leið og hann settist við skrif- borðið og hóf vinnuna að nýju; en hann gat það ekki og kastaði loks pennanum á borðið. Gat það verið í sambandi við bréfið, að hann var svo órólegur? Hvaða kjáni gat hann verið, að vera svona tilfinningasam- ur! En, þrátt fyrir það, var það ekki undar- legt, að æskuvinur skyldi allt í einu minn- ast hans og skrifa honum? Það mundi verða gaman að sjá Albert aftur, vininn frá hinum skemmtilegu stúdentsárum. Þeir höfðu verið mjög góðir vinir og borið hvors annars birgðar og glaðzt hvor með öðrum og horft með bjartsýni æskumannsins til möguleika framtíðarinnar. Hann mundi það allt svo glöggt, þrátt fyrir að langt væri um liðið og starf hans krefðist annars en að vera með heilabrot um æskuárin. En svo hafði það skeð, sem gerði það, að Ling var ekki lengur vinur Alberts. Það var þegar þeir fóru saman í sumarleyfi til skólasystur Lings. Ling hafði í þá daga verið hraustur, lífs- glaður stúdent — hrókur alls fagnaðar — og hún lagleg, glaðvær og ástúðleg og féll honum vel í geð. Og eftir nokkra kynningu, sá hann, að með henni og engri annari yrði hann hamingjusamur og þá mundu draum- ar hans rætast. Og þegar hann leit í geisl- andi augu Karenar Belling, var sem opn- aðist fyrir honum nýr og óþekktur heimur. En þá varð það eins og oft vill verða. Vinur hans felldi ástarhug til hennar líka, því, að aldrei varð málrómur hans eins þýður og augu hans skær, og þegar hann talaði um Háuskóga, heimili hennar. Þá hafði Ling hugsað um hver mundi sigra. Og hann hafði lesið svarið í augum hennar. — Hún hafði kosið Albert. Eftir það kom annað áfallið. Faðir hans dó, án þess að skilja nokkuð eftir sig og búið var fengið málafærslumönnunum og gert upp. Þá varð Ling, upp á eigin spýtur, að vinna fyrir sér. Og, án nokkurs fyrirvara, skilja við draumórana og hamingju þá sem hann hafði orðið aðnjótandi í návist Kar- enar. Og hann var ákveðinn í, að gefast ekki upp — vinna miskunnarlaust — og eftir að hafa fengið viðurkenningu í stöðu sinni, ætlaði hann að fá hana fyrir eiginkonu, en fyrr ekki. Og hann lifði við þröngan kost, en í öll- um erfiðleikunum var hún einasti ljósgeisl- inn.. Leiðirnar skildu, þegar hann fór að vinna fyrir sér. En Albert varð eftir heima og bjó sig undir kandidatspróf í læknis- fræði. Eftir það misstu þeir sjónar hvor á á öðrum. Og einn dag — Ling mundi, að það var eins og drægi fyrir sólu í huga hans — frétti hann, að vinur hans, Albert væri gift- ur ungfrú Belling. Otto Ling vann eftir það með margföld- um dugnaði — en innra með honum var eins og hefði brostið viðkvæmur strengur. Takmarkinu, að fá gott lögfræðipróf, náði hann og honum var spáð mikillar fram- tíðar. En eftir það varð hann takmarka- laus kvenhatari, var sagt, og hann var hreykinn af því. Ling sá oft fyrir hugskotsjónum sínum andlit fagurrar stúlku með blikandi augu, en hann reyndi að útrýma henni úr hjarta sínu. Nú var Albert læknir í nágrenninu, og hafði fengið, í gegnum gamla skólabræður, heimilisfang Lings og strax skrifað og boð- ið honum að heimsækja sig. Og þetta var bréfið, sem hafði sett yfirdómarann úr jafnvæginu. Hatrið til æskuvinar hans, sem hann ..........■•■l•ll■■llll■l■•llllllllllllllllllllllllll■l|lml■l■l■lllllllll■■ll■l■•■M»a | VITIÐ ÞÉR ÞAÐ? \ 1. Hvað heitir glímukonungur Islands og = = hver ber nú sæmdarheitið „glímusnill- 1 ingur Islands" ? i : 2. Er Japan hálent eða láglent? = 3. Eftir hvern er þetta erindi: i Syngdu vinur, syngdu skært, § | syngdu hátt og lengi. | Þú hefir ekki list þá lært E að leika á falska strengi. = 4. Hr hvaða óperu er arían „La donna = i e mobile“? = 5. Hvað er langt frá Reykjavík til Búðar- i i dals ? | : 6. Af hverju er nafnið „Adamsepli" = dregið ? i | 7. Hve mikið er þvermál sólar? 1 8. Hver gaf Kyrrahafinu nafn? i 9. Hve mikið er flatarmál Indlandshafs ? i = 10. Hvaðan eru gullfiskamir komnir? Sjá svör á bls. 14. hafði lengi borið í brjósti, var nú horfið og hann ætlaði að mæta Albert alveg ró- legur. En að sjá hana nú aftur! — Albert skrifaði, að hún væri hamingja lífs síns. Svona voru þær allar — fátækur lögfræði- nemi, sem átti lífshamingju sína undir heppni, var aðeins leikfang hennar, um hann var ekki meira hugsað, hann var gleymdur, þegar læknir með trygga fram- tíð og af góðum ættum, var annars vegar. Þau hjónin voru víst búin að gleyma þessu öllu. Og Ling var ákveðinn að heim- sækja þau og sýna henni með því, að liún hefði verið honum aðeins félagi á hinum glaðværu æskuárum. Hann hlakkaði til að þrýsta hönd Alberts æskuvinar síns, heyra hans glaðværa hlátur og rif ja upp gamlar endurminningar frá samverustundum æskuáranna. * * Járnbrautin rann út af stöðinni. Hinn hái fyrirmannlegi maður við gluggann, las morgunblöðin, á mjög einkennilegan hátt, hugsaði gamla konan fyrir aftan hann. Hann hélt þeim fyrir framan sig, en fylgdist þó vel með landslaginu og ökrun- um, sem fram hjá var farið og hugurinn virtist langt burtu. „Ást! Hvaða rugl,“ sagði hann allt í einu við sjálfan sig. „Bréfið frá Albert var skrifað af jafn mikilli tilfinningu og það hefði verið frá skólatelpu. Sagði hann ekki, að hann óskaði að hinn einstaki vinur fengi að njóta hamingju ástarinnar þar. Alveg eins og Albert héldi því fram, að til væri nokkuð í heiminum, sem kallast gæti trygg ást. En ég er á annari skoðun. Það er gott að vera búinn að yfirstíga slíka vitleysu," og gamla konan sat gapandi af undrun. Vagninn stöðvaðist og Otto Ling fór út. Maður gekk í móti honum og hinir lengi aðskildu vinir þrýstu hvors annars hönd hrærðir við endurfundina. „Mikið hefir þú elzt,“ sagði Albert og virti alvarlegt andlit vinar síns fyrir sér. Ling hló. „Einhver er eldri, kæri vinur. En þú ert lítið breyttur.“ Og þeir stigu upp í vagn og óku af stað áleiðis heim til læknisins. Eftir nokkra þögn, sagði Albert: „Þarna sérðu Háu- skóga, Lilli kallaði það eftir ættaróðalinu," og hann áttaði sig varla á hinu undarlega brosi, sem lék um varir Lings, er hann heyrði nafnið. Lillí, það var undarlegt gælunafn, hvers- vegna gat Albert ekki kallað konu sína feg- ursta nafni veraldarinnar — Karenu. Og Ling fann til undarlegrar kenndar, sem hann hafði ekki fundið til síðan á skólaárunum. Það líktist hjartslætti. Þarna kom hún. Guð hjálpi honum. Hvernig gat þetta verið ? Fínleg kona, með gula lokka og blá, barnsleg augu, kom á móti þeim, og rétti út höndurnar til að bjóða þá velkomna áður en læknirinn fengi tíma til að kynna þau. „Þið þekkizt auðvitað," sagði hann. „Lillí var heima í eitt skipti, þegar þú komzt í Háuskóga.“ Framhald á bls. 14.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.