Vikan


Vikan - 10.06.1943, Blaðsíða 5

Vikan - 10.06.1943, Blaðsíða 5
VIKAN, nr. 23, 1943 5 Ný framhaldssaga 2 Konan í Glenns'kastala -ASTASAQA- Frú Burton leit hvast á hana. „Hann er nú víst meira en vinur þinn, Barbara — ó, kæra bam, ég veit — ---------,“ hún þagnaði skyndilega, er hún sá þóttasvipinn á ungu stúlk- unni. Hún fann, að hún hafði gengið full langt. Svo bætti hún við, lágri og áhyggjufullri röddu: „Ég fer til London á morgun með Cecily. Mér geðjast illa að þessum hósta í henni, og nú hefi ég ákveðið að tala við sérfræðing! Ég ætlaði ein- ungis að bíða, þar til Howard væri farinn, svo að hann yrði ekki hræddur. — Þú veizt, hvað honum þykir vænt um systur sína.“ Barbara kinkaði kolli fljótlega. Að heyra minnst á Howard pína hana. ,,Já,“ svaraði hún, „— ég vona að læknirinn finni ekkert alvarlegt að henni, en það er lang- bezt að láta athuga þetta vel.“ Hún laut niður og kyssti frú Burton lauslega á kinnina. Kvaddi síðan og hljóp af stað heim. Hún fann, er hún gekk niður aðalgötuna að kinnarnar voru heitar af reiði og blygðun. Henni var það ljóst, að frú Burton áleit, að hún væri frávita af ást til sonar hennar, og að öllum likind- um var þetta almennt álit manna í þorpinu. Það var henni léttir, að gamli Coles flota- foringi var fjarverandi, því hann var alltaf van- ur að stríða henni með Howard. Og Grey hers- höfðingi lá veikur af gigt. En frú Rendel var úti í garði að vökva blómin og hjá henni stóðu Spindlersysturnar. Það var sennilegt að þær hefðu dmkkið te saman, og umræðuefnið hafði án efa verið brottför Howards, og hvernig Bar- böm hefði orðið við. Hún fann glöggt, hvemig þær sném sér allar við og horfðu á eftir henni. „Það er óþolandi að búa í þessum litlu bæjum, þar sem allir þekkja hvem annan,“ hugsaði Bar- bara, um leið og hún hraðaði göngu sinni, svo að hún yrði sem fyrst komin heim og upp í her- bergi sitt. „Ég vildi bara óska þess, að ég fengi tækifæri til að sýna þeim, að ég er ekki niður- brotin, eins og þau öll virðast álíta. Tilfinningar mínar hafa breyzt við framkomu hans gagnvart mér. Hvemig á ég að geta elskað mann, sem hefir orðið þess valdandi, að allir kunningjar mínir aumkva mig!“ Hún hnyklaði brúnimar og beit á vörina. „Ó, að það kæmi einhver annar, sem gæti þótt vænt um mig —■ — ó, hversu þakklát mundi ég ekki verða ef slíkt kæmi fyrir! Það yrði rétt mátuleg hefnd á Howard!“ Hún brosti beiskjulega og flýtti sér áleiðis heim. Hús ungfrú Carvels var dálítið fyrir utan bæinn, stóð þar bak við hæð. Venjulega var þama allt mjög friðsælt og rólegt, en er Barbara kom niður hæðina var hún þess vör, að i dag var þar eitthvað um að vera. Það var fjöldi fólks hjá garðshliðinu, og er hún kom nær, sá hún fljótt, hver ástæðan var. Þama hafði bersýnilega orðið bifreiðarslys. Stór hvit bifreið lá á hliðinni, utan við veginn; það leit einna helzt út fyrir að hún hefði ekið á girðinguna. „Hvað er hér um að vera? Hefir einhver meiðzt? Barbara beindi orðum sínum að gömlum fjár- hirði, er var að fara, og gamli maðurinn kinkaði kolli alvarlegur á svip. „Já, ungfrú," svaraði hann. „Bifreiðin kom með geysi hraða niður brekkuna, og minnstu munaði, að hún æki á bamahóp, sem var að koma heim úr skólanum. En til þess að forðast það ók hann bifreiðinni á girðinguna. Það var fallegt af hon- Forsaea ! Howard Burton kemur að ** * kveðja Barböm Carvel. Hann er að fara til Suður-Afríku. Hún bjóst við, að hann mundi biðja sín og varð fyrir miklum vonbrigðum, er hann gerði það ekki. Þegar hann er farinn heimsækir Barbara móður hans. um, ungfrú! Bifreiðin þaut á fleygiferð á girðing- una, en börnin frelsuðust." „Og maðurinn, sem ók bifreiðinni — hvað varð um hann? Hann hlýtur að vera hugdjarfur," hrópaði Barbara með tindrandi augu. „Já, maðurinn, sem var í vagninum meiddist illilega. Þeir segja, að hann hafi farið úr liði á annari öxlinni — og svo er hann víst allur meira og minna lemstraður. En ungfrú Ann sá þetta allt saman, og hún lét bera hann inn til sín.“ „Er hann inni hjá okkur? Það var spennandi! Ég verð að fara inn og sjá hann!“ Barbara kinkaði vingjarnlega kolli til gamla mannsins og flýtti sér inn í garðinn. Hún var ekki eldri en svo, að allt sem var óvænt og æfintýralegt heillaði hana. Þar að auki dáði hún allt það, er sýndi hugdirfsku — eðli hennar var þannig — og frásögn gamla mannsins hafði vakið hugmyndaflug hennar. Hún hlakkaði mikið til að sjá þennan ókunna mann, er af frjálsum vilja hafði ekið á girðinguna. Um leið og hún kom inn, heyrði hún manna- mál í dagstofunni. Hún ætlaði að ganga rak- leiðis inn, en nam skyndilega staðar á þrep- skildinum, og starði inn í dökk augu, er horfðu á hana frá legubekknum. Ókunnur maður lá þar, — augsýnilega slasaði maðurinn úr bifreið- inni. Hann lá hreyfingarlaus og starði á hana, eins og hann vildi njóta þess að horfa sem lengst á hana, teyga að sér fegurð hennar og yndisleik — eins og hann, af ósýnilegum öflum vSéri dreg- inn að henni. Ungfrú Ann stóð hjá legubekknum og hélt á sárabindi. Um leið og hún kom auga á frænku sína, benti hún henni að koma til sín. „Það varð slys hérna rétt fyrir utan, sagði hún. „Þessi maður heitir Maloney. Mér hefir tekizt að fá hann til þess að biða hér, þangað til læknirinn kemur. Ég er hrædd um að hann sé Konan í Glenns-kastala, nýja fram- haldssagan, sem hófs í síðasta blaði, mun verða skemmtileg dægra- stytting fyrir lesendur Vikunnar. Einn af kostiun hennar er sá, að hún kennir fólki þau lífssannindi, að mennirnir höndli gæfuna fyrr eða síðar, ef þeir leita hennar á réttan hátt — leita hennar af skyldurælmi, réttsýni og eins og hjarta þeirra býður þeim. Aðalsöguhetjan, Bar- bara, er mjög falleg kona, en ákaf- lega mannleg og verður að reyna mikið áður en hún öðlast hina sönnu gæfu. Vmsar aðarar persónur, sem koma mjög við sögu, taká lesandann föstum tökum. illa meiddur í öxlinni. Maloney, má ég kynna yður fyrir frænku minni — ungfrú Barbara Carvel." Pierce Maloney brosti til Barbörú. Hann var magur og skarpleitur í andliti, mjög dökkur á hörund og með skær, brún augu. Hann var vel vaxinn, grannur og stæltur; i raun og veru falleg- ur, og allt benti til þess að hann væri sterkur og djarfur, og hefði yndi af að reyna krafta sína. Það var eitthvað í fari hans, sem minnti á villt dýr — í stuttu máli, hann var fullkominn Irlendingur. „Ég sagði áðan, að þetta hefði verið leiðinlegt óhapp, sem fyrir mig kom,“ hrópaði hann. „Já, ég var vist meira að segja að harma það, að bifreiðin skyldi hafa oltið héma rétt við dyrnar hjá yður? En nú álit ég þvert á móti, að guð- imir hafi einmitt haft hönd í bagga með þessu og viljað mér vel. Þetta hefir orðið til þess að ég hefi kynnzt ungfrú Barböm Carvel!" Hann reyndir að setjast upp, en riddaraskapur hans var honum dýrkeyptur, því hann hneig sam- stundis stynjandi niður í legubekkinn og féll í ómeginn. Barbara, sem hljóp til og tók undir höfuð hans, sá að það voru blóðblettir á jakk- anum hans, og vissi, að hann hlaut að hafa fundið mjög mikið til, enda þótt hann léti sem ekkert væri, er hann var að tala við þær. Hún var þess strax fullviss með sjálfri sér að Pierce Maloney væri hetja, vasklegasti og hugdjarfasti maðurinn, sem hún hefði séð til þessa! Hún vissi ekki, að Irlendingum finnst jafn sjálfsagt að vera hugdjarfur, eins og að verða ástfanginn — hvom tveggja hversdagslegt í þeirra augum. „Ó, Ann frænka,“ hvíslaði hún hrædd, „heldur þú að hann sé mikið særður?“ Þær stóðu báðar við legubekkinn og hagræddu sjúklingnum, en þjónustustúlkan kom hlaupandi með flösku af ilmsalti. „Ég veit það ekki,“ svaraði ungfrú Ann, „ég vildi bara óska að Cowper læknir kæmi sem fyrst, -— við emm búin að senda eftir honum.“ En nú lauk Pierce Maloney upp dökku augun- um, og Bárbara sagði með miklum létti: „Nú líður yður betur — guði sé lof!“ „Þakkið þér guði mín vegna?" hvíslaði Pierce Maloney. „Það er sannarlega of mikið. Það væri ég, sem ætti að þakka forsjóninni fyrir að hún skyldi flytja mig hingað í návist yðar!“ III. KAFLI. „Ég veit svei mér ekki, hvemig ég á að biðja þig að fyrirgefa mér, Dick. Ég fullvissa þig um, að ég hefi ekki grun um það! Ég hefi eyðilagt finu bifreiðina þína, og valdið þér bæði óþægind- um og útlátum. Hvernig gaztu líka látið þér koma til hugar að lána öðrum eins óbetrandi fábjána og Pierce Maloney hana — ha?“ Pierce Maloney lá enn þá sjúkur i stofu ung- frú Ann. Hann hallaði sér aftur á bak í rúminu og brosti örlítið; en hái, alvarlegi maðurinn, sem komið hafði að heimsækja hann, svaraði aðeins með þvi að hnykla brúnimar. „Vertu ekkert að hafa áhyggjur út af bifreið- inni, Pierce,“ sagði hann, „hún var vátryggð, og þótt svo hefði ekki verið, þá mundi ég heldur ekki taká það nærri mér. Það eina, sem ég hefi verið að hugsa um, er með hversu dásamlegum hætti þú hefir bjargast, Pierce! TJtlit þitt er reyndar ekki sem bezt, eins og stendur." „Það munaði heldur ekki miklu, að þetta yrði

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.