Vikan


Vikan - 10.06.1943, Blaðsíða 11

Vikan - 10.06.1943, Blaðsíða 11
VIKAN, nr. 23, 1943 11 „Nei, ekki býst ég við því. Nema þá þvi að- ■eins að mér yrði boðið það mikið fé fyrir það, •að það væri heimskulegt að hafna því.“ „Rétt.“ „Ég vil ekki selja það, af þeirri einföldu ástæðu að ég elska þennan stað, skal ég segja yður.“ „Alveg rétt. Ég skil það.“ Nick gekk hægt í áttina til dyranna. „Á meðan ég man, það á að fara fram flug- eldasýning í kvöld. Viljið þér koma? Við borð- um klukkan átta. Flugeldamir hefjast klukkan hálf níu. Þér getið séð þá prýðisvel frá garðinum, þaðan sem sést úr honum út yfir höfnina.“ „Það verður hrífandi fögur sjón.“ „Þið komið auðvitað báðir," sagði Nick. „Ég þakka kærlega," sagði ég. „Það er ekkert sem endurlífgar mann jafn dásamlega, eins og veizlur," sagði Nick. Hún hló léttilega, kvaddi og fór. „Svo er nú það,“ sagði Poirot. Hann tók hatt sinn og burstaði af mikilli ná- kvæmni örlítið ryk, er sest hafði á hann. „Erum við að fara út?“ spurði ég. „Já, við höfum ýmsum lögfræðilegum atriðum að sinna, vinur minn.“ „Auðvitað. Ég skil.“ „Gáfumenni eins og þér, Hastings, getur ekki ýfirsést slíkt." Skrifstofur herra Vyse, Trevannion & Wynn- ard, voru við aðalgötu borgarinnar. Við héldum upp stíginn, upp á fyrstu hæð og komum þar Inn í skrifstofu, þar sem ungur maður sat og vann í ákafa. Poirot bað um að fá að tala við herra Charles Vyse. Maðurinn sagði nokkur orð í síma og fékk að ■örlitilli stundu það svar, að við gætum komið inn til herra Vyse nú þegar. Hann fylgdi okkur eftir ganginum, barði þar að dyrum og vék sér til hliðar svo að við gætum gengið inn. Herra Vyse sat við stórt borð, þakið allskonar Bkjölum. Hann stóð upp og heilsaði um leið og Við komum inn. Hann var ungur, hár maður, frekar fölur yfir- litum og andlitsdrættimir sem lokuð bók. Hann var að byrja að verða örlítið sköllóttur yfir gagnaugunum og hafði gleraugu. Framhaldssaga: --------------------8-------------------------- Forsaea ; Poirot og Hastings vinur ® * hans eru nýkomnir tii St. Loo í sumarleyfi. Þar kynnast þeir ungri stúlku, Nick Buckley að nafni, er býr alein í húsi sínu, Byggðarenda. Þeir komast að þvi, að hún hefir fjórum sinnum á skömm- um tima lent I lífsháska og vekur þetta forvitni Poirots. Þegar hún fer, skilur hún eftir hattinn sinn, en í barði hans er gat eftir skammbyssukúlu. Þeir ákveða að heimsækja hana að Byggðarenda. Er þangað kemur láta þeir Nick segja sér ítarlega frá með hvaða hætti hún hefir komizt I lifsháska, og sýna henni kúluna, er fór í gegnum hattbarð hennar. Hún segist eiga byssu, þeirrar tegundar, sem kúlan er úr. En er hún ætlar að ná i byss- una, er hún horfin. Poirot lætur hana nú segja nákvæmlega frá atburðum síðustu daga og hverjir séu vinir hennar. Nick er þeirrar skoðunar, að þetta séu allt tilvilj- anir, er fyrir hana hafa komið. Poirot hvetur hana til þess að fá einhvem vina sinna til þess að búa hjá sér og það verð- ur úr, að hún segist skulu fá frænku sína frá Yorkshire. Poirot grunar, að Nick leyni þá einhverju. Poirot og Hastings fara á laun að Byggðarenda og hitta þar ókunnan mann, Croft, nábúa Nick, og fara heim með honum. Kona hans er veik, en lætur sér mjög ínjög annt um allt, er snertir Nick. Litlu seinna heimsækir Nick þá og viður kennir, að hún sé hrædd og að þessi stöðuga óvissa fari illa með taugar hennar. Talið berst að því, hvort hún muni vilja selja Byggöarenda. Poirot hafði komið undir það búinn að mæta erfiðleikum. Hann hafði með sér samning einn, og bað herra Vyse að ráðleggja sér eitt og ann- að honum viðkomandi. Vyse, er talaði mjög hátiðlega, tókst fljótt að veita Poirot umbeðnar upplýsingar, og að gera honum ýmsar greinar samningsins betur ljósar en áður var. „Ég er yður mjög þakklátur," sagði Poirot. „Þar sem ég er útlendingur, þá skiptir þetta miklu máli fyrir mig, eins og þér skiljið." Þá spurði herra Vyse hver hefði sent hann til sin. „Ungfrú Buckley," sagði Poirot strax. „Frænka yður, er hún það ekki? — Töfrandi stúlka. — Það vildi svo vel til, að ég minntist eitthvað á það í návist hennar, að ég væri í vandræðum, og hún ráðlagði mér að fara til yðar. Ég reyndi að ná í yður á laugardagsmorguninn — í kringum hálf eitt — en þá voruð þér úti.“ „Jú, ég man það. Ég fór héðan snemma á laugardagsmorguninn. ‘ ‘ „Ungfrúnni, frænku yðar, hlýtur að finnast þetta stóra hús mjög tómlegt. Hún býr þar ein, að mér hefir skilizt." „Alein, já.“ „Segið mér, herra Vyse, ef það er ekki frekt að spyrja, eru nokkrar líkur til að eign þessi fáist keypt?“ „Alls engar, er mér óhætt að segja.“ „Ég spyr ekki að ástæðulausu, skiljið þér. Ég hefi gilda ástæðu! Ég er einmitt að leita að fast- eign sem þessari fyrir sjálfan mig. Loftslagið hér fellur mér dásamlega vel í geð. Það er satt, að húsið lítur út fyrir að vera í niðurníðslu, hafa sennilega ekki verið miklir peningar fyrir hendi, til viðhalds á því, gæti ég trúað. Er ekki hægt að búast við, að ungfrúin mundi, undir þessum kringumstæðum, vilja selja, ef hún fengi verulega gott boð?“ „Ekki hinn allra minnsti möguleiki." Charles Vyse hristi höfuðið ákveðinn. „Frænka min til- biður þennan stað. Ekkert gæti fengið hana til að selja húsið, það veit ég. Þetta ér ættaróðal hennar." „Ég veit það, en—.“ „Það þýðir ekki um þetta að ræða. Ég þekki frænku mína. Það er enginn staður á jarðríki, sem henni þykir jafn vænt um.“ Nokkrum mínútum seinna vorum við komnir út á götuna aftur. „Jæja, vinur minn,“ sagði Poirot. „Hvemig áhrif hafði þessi Charles Vyse á þig?“ Ég hugsaði mig um. „Mjög neikvæð," sagði ég að lokum. „Hann er kynlega neikvæð persóna." „Ekki maður, sem tekið er eftir, meinarðu?“ „Nei, einmitt. Hann er af þeirri manntegund, sem þú mundir aldrei þekkja, er þú sæir hann aftur. Miðlungs rnaður." „Maður tekur sannarlega ekki mikið eftir honum. Tókstu eftir nokkru sérkennilegu í sam- ræðum okkar við hann?“ „Já,“ sagði ég hægt. „Það gerði ég. Er þú varst að tala um að kaupa Byggðarenda." Minnstu ávallt I mildu sápunnar | L c Regum tannpasta hreins- ar fágar og gerir tennurnar hvitar. Skilur eftir hress- andi og frískandi bragð. Heildsölubirgðir: Agnar Norðfjörð & Co.h.f. Sími 3183. NUFIX varðveitir hár yðar og auðveldar greiðsluna. Byðir flösu og hárlosi. Heildsölubirgðir: Agnar Norðfjörð & Co. h.f. Lækjargötu 4. Sími 3183. Avallt fyrirliggjandi. Elnkaumboð: Jóh. Karlsson & Co. Sími 1707 (2 línur).

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.