Vikan


Vikan - 10.06.1943, Blaðsíða 14

Vikan - 10.06.1943, Blaðsíða 14
14 VIKAN, nr. 23, 1943. Vísur eftir Káinn. ÞJÓÐERNI. Nú er til vor kominn Kjartan prestur, kennimaður heima’ á Fróni meatur. Bjaldan hefir hingað komið vestur hugðnæmari vetursetu-gestur. Nú er líka hræðslan frá mér flúin, farin strax að vakna bamatrúin. En því var ég svo þreyttur oft og lúínn, að þjóðerninu sýndist hætta búin. Nú spái’ ég því, er þrýtur vetur þenna, að þjóðemi við höfum til að brenna. Það verður ekki kvenfólkinu að kenna, ef karlmennirnir bara þora og nenna. Þessi unga stúlka er fyrsti kvenvarðmaðurinn, við birgðastöðvar hersins í Filadelfíu. Með henni á myndinni er vel taminn lögregluhundur. AST. Framhald af bls. 4. 186. Vikunnar. Lárétt skýring: 1. gleðskaparlöngunin. — 13. flóa. —. 14. stafir. — 15. sagnfræðing. — 16. atviksorð. — 18. vöntun. — 20. tröppugangur. — 23. líffæri. — 25. hamingja. — 27. sneru. — 29. trjá- tegund. — 30. á burknum. •— 31. trú. — 32. grobb. — 34. ófullkomna. — 36. gleðja. — 37. keipa. — 39. úr- valsefni í dúka. — 41. fullkomið. — 42. teymdi. — 44. kvistir. — 46. tómri. — 49. tungl. -— 51. neðsti hluti jurtarinnar. — 53. bára. — 55. krap. — 56. skæð veiki. — 57. gái. — 58. hlýja. — 60. þagmælskar. — 62. skvetta. — 63. blóm. — 65. lækir. — 67. laut. — 68. enda. — 70. megnum. — 72. hnýta. —• 75. tækifærisbúningur. Lóðrétt skýring: 1. gyltu. — 2. tenging. — 3. hreyfa. — 4. skóg- ur. — 5. söngur án orða. — 6. forsetning. — 7. sting. — 8. holduga. — 9. meinbægni. — 10. kváðu. — 11. tala. — 12. taka. — 17. hverfi. — 18. sonur Guðrúnar Gjúkadóttur. — 19. sjóna. — 20. viði. — 21. ágæt. — 22. árstíð. — 24. fiskur. — 26. skot. — 28. samtiningur. — 33. ritfæri. — 34. sýður. — 35. tími. — 36. hrífa. — 38. eyðslu, — 40. grjót. — 43. lykkju. 44. hryggð. — 45. mænir. — 46. fjármunir. — 47. slæmur. — 48. fjáir. — 50. strengur. — 52. blekking. — 64. ósýnileg vera. — 59. kyrr. — 60. sver. — 61, umgangurinn. — 62. verðmæta. — 64. heybaggi, — 66. viðvarandi hljóð. — 69. tré. — 70. þyngdar- einging. — 71. skammst. — 72. íbúð. — 73. teng- ing. — 74. væta. Lausn á 185. krossgátu Vikunnar. Lárétt: 1. framleiðslutæki. — 13. fjöll. — 14. mínar. — 15. ógn. — 16. nað. — 18. ólgar. •— 20. auðar. — 23. mökk. — 25. rætur. — 27. nota. — 29. uxu. — 30. fór. — 31. sól. — 32. gina. — 34. ólmar. — 36. stal. — 37. nudda. — 39. reipi. — 41. sáu. — 42. kló. — 44. margs. — 46. öklar. — 49. hein. — 51. skífa. — 53. refi. — 55. ærn. — 56. all. — 57. irr. — 58. fund. — 60. staup. — 62. prúð. — 63. aukna. — 65. garri. — 67. slæ. — 68. KEA. — 70. stóru. — 72. ækinu. — 75. útfararhringing. Lóðrétt: 1. fá. — 2. af. — 3. mjólk. — 4. lögg. — 5. elnar. — 6. il, -— 7. s. m. — 8. línur. — 9. unað. — 10. taðan. — 11. ær. — 12. IX. — 17. smugu. — 18. ókunn. — 19. ræfla. — 20. aurar. — 21. rosti. — 22, salla. — 24. öxi. — 26. tóm. — 28. tóa. — 33. ausan. — 34. ódugs. — 35. rekka. — 36. spóar. — 38. dár. — 40. ill. — 43. óhæfa. — 44. minna. — 45. skata. — 46. öflug. — 47. reiri, — 48. hirða. — 50. eru. — 52. íla. — 54. frú. —. 59. dusta. —• 60. snæra. — 61. pakki. — 62, prang. -— 64. klór. — 66. rein. — 69. nú. —■ 70, S.F. — 71. ur. — 72. ær. — 73. u-i. — 74. og. Lillí! — Það var eins og ljós rynni upp fyrir Ling. Nú þekkti hann hana. — Hún var yngri en Karen og þær voru alsystur, en hann gat varla sagt, að hann hefði séð hana áður „Er eitthvað að?“ spurði læknirinn. Ling fölnaði og sagðist hafa fengið að- svif, sem hann ætti vanda til. Og þegar inn í hina vel búnu stofu kom, reyndi hann að leyna geðshræringu sinni, en átti erfitt með það. Oft reyndi hann að spyrja einhvers, en gat það ekki. Það var eins og kökkur í hálsi hans. Loks batt frúin enda á þján- ingarnar með því að spyrja mann sinn: „Býzt þú við Karen næstu daga? Ling þekkir hana frá leyfunum í gamla daga. Hún mun áreiðanlega gleðjast yfir að hitta yður aftur,“ sagði hún um leið og hún beindi tali sínu að yfirdómaranum. „Hvernig líður ungfrú — — fröken Karen núna?“ „Hún er mjög breytt. Hin glaða, unga Karen frá Háuskógum er nú orðin alvöru- gefin kennslukona, ekkert tilgerðarleg, eins og piparmeyjum hættir til að vera, og það veit hún líka. Hún er nú rúmlega þrítug,“ sagði hin einlæga, barnalega kona og lét dæluna ganga þangað til blítt bros á and- liti yfirdómarans vakti undrun hennar. Ling yfirdómari gekk í leiðslu þetta kvöld. Gat verið að hún mundi eftir hon- um? Hann gat ekki beðið í vonleysi eftir svari. Koma Karenar Belling varð fyrri en búizt var við, því hún kom morguninn eftir. Ling var þreyttur eftir ferðina og svaf fram á dag. Og þegar hann vaknaði gekk hann út að glugganum. Ot í garðinum var kvenmaður á gangi — hún og engin önnur. Eftir nokkur augnablik var Ling kom- inn til hennar og þau voru lengi saman — tvö ein. Og þegar þau leiddust upp að hús- inu, var vantrú Lings yfirdómara á ástinni horfin eins og dögg fyrir sólu. Það hafði verið bætt fyrir þann mis- skilning, sem svo lengi hafði verið og þau voru hamingjusöm. Ári síðar var Karen Belling búin aö skipta um nafn. Heimurinn átti einum kvenhatara færra og Ling yfirdómari fann á hverjum degi að eitthvað er til, sem kall- að er ást. Svör við orðaþraut á bls. 13. SELFJÖLL. SÓL AR EFINN LAKUR F ALD A JETUR ÖFLUG LEKUR LOKUR Ævintýri Georgs. Skeytið hljóðaði þannig: Nú er aðeins einn á verði. Gengnr kringnm kofann. Georg. Svör við spurningum á bls. 4: 1. Guðmundur Ágústsson er nú glímukonungur, Hann ber líka „glímusnillings” nafnið. 2. Hálent. 3. Eftir Einar P. Jónsson, vestur-íslenzkt skáld, í kvæði til Þorsteins Erlingssonar á fimm- tugs afmæli hans. 4. Ur Rigoletto eftir Verdi. 5. 212 km. 6. Biti af forboðna ávextinum á að hafa staðið fastur í hálsi Adams! 7. 1.384.500 kílómetrar. 8. Magellan, portúgalskur landkönnuður (1480— 1521). 9. 73.441.960 ferkílómetrar. 10. Frá Kína.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.