Vikan


Vikan - 17.06.1943, Blaðsíða 1

Vikan - 17.06.1943, Blaðsíða 1
FISKIFÉLAG ÍSLANDS 20. febrúar 1911 er merkisdagur í sögu fiskimálanna hér á landi, pá var Fiski- félag íslands stofnað. Starfsemi pess er hin mikilsverðasta fyrir pjóðarbúskapinn, pví að sjórinn er sú gullnáma, sem íslendingar hafa sótt í auðæfin til að byggja upp land sitt eftir hnign- un og kyrrstöðu margra undanfarinna alda. að er svo um stofnun Fiskifélagsins eins og mörg önnur. þjóðnytjamál, að nauðsyn hennar var hreyft löngu fyrr en úr framkvæmdum varð. Rannsóknir náttúrufræðinga á lífi nytjafiska, klaktil- raunir, og bættar samgöngur á sjó og landi tóku á síðari hluta nítjándu aldar að greiða mjög fyrir fiskverzlun og stuðla að því, að fiskafurðir hækkuðu í verði. Þá vaknaði á Norðurlöndum og víðar mikill áhugi á að hagnýta hina nýju þekkingu og bundust því fiskimenn og aðrir þeir, sem við fiski- veiðar voru riðnir, samtökum til þess að gera sér atvinnuveg þennan meira arðber- andi og fullkomnari en áður var. Um að- draganda stofnunarinnar segir m. a. í „Aldarfjórðungsminningu“ félagsins: „Þegar Fiskifélag fslands var stofnað, var það ekki ný hugmynd, sem verið var að koma í framkvænd. Það má í sjálfu sér segja, að hún hafi legið í loftinu, eins og kallað er, um langt Skeið, og það er eðlilegt, þar sem annar aðalatvinnuvegur landsmanna, landbúnaðurinn, var fyrir löngu búinn að koma sér upp svipuðum félagsskap . . . Þegar íslenzkur útvegur fór að þroskast til muna, fór hann auðvitað að sínu leyti að hafa svipaðra sameigin- legra hagsmuna að gæta eins og landbún- aðurinn, og var þá ekki önnur leið til þess líklegri í bili, en að fara að hætti landbún- aðarins og koma upp sameiginlegum fé- lagsskap í því skyni, en það var þeim mun auðveldara sem fyrirmyndin var þegar til. Það má því líka segja, að það hafi ekki þurft neitt ýkjamikið hugmyndaflug til þess að detta ofan á þessa lausn málsins. Það er þó ekki ómerkilegt, að laust eftir Frh. á bls. 3.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.