Vikan


Vikan - 17.06.1943, Blaðsíða 2

Vikan - 17.06.1943, Blaðsíða 2
2 VIKAN, nr. 24, 1943 Þú reynir að koma þessu til réttra aðila, og vona ég, að þetta verði tek- ið til greina. Það eru eflaust margir, sem þurfa að sjá þessar myndir. „Maðurinn lifir ekki á brauðinu einu saman“. Bíófífl. Svar: Þetta látum við ganga áfram til réttra hlutaðeigenda, en spurningii vinar yðar verðum við að svara neitandi. Svar til „Öskubusku“: 1. Það er Hafnarstræti 100. 2. Ekki svo við vitum, nema þá á túnum góðviljaðra manna. 3. Kvæðið heitir „Brúðarskórnir" og er eftir Davíð Stefánsson. Það hljóðar svona: „Alein sat hún við öskustóna. — Hugurinn var frammi á Melum. Hún var að brydda sér brúðarskóna. — Sumir gera allt í felum. Úr augum hennar skein ást og friður. — Hver verður húsfreyja á Melum? Hún lauk við skóna og læsti þá niður. — Sumir gera allt í felum. . . . Alein grét hún við öskustóna. — Gott á húsfreyjan á Melum. 1 eldinum brenndi hún brúðarskóna. — Sumir gera allt í felum." Umiak með 49 Eskimóa innanborðs. Umiak að innanverðu. P ósturinn Kæra Vika! Ég sá í nýútkominni bók kvæði Stefáns frá Hvitadal Klerkurinn í Möðrudal. Þar er seinni hluti annars erindis þannig: er svartidauði yfir landið gekk. Er þetta rétt? Ég hefi lært það öðruvísi. Nói. Svar: 1 „Óði einyrkjans" eftir Stefán stendur: er svartidauði um sveitir gekk. Kæra Vika! Geturðu fengið að vita það, hvort Nýja Bíó hafi enn i sínum vörzlum kvikmyndirnar Hrói Höttur, Ben Húr og Merki Zorroz, og Gamla Bíó Hueklebury Finn ? Ef svo er, finnst mér, að kvik- myndahúsin ættu að sýna þessar myndir, svo og margar fleiri góðar myndir, sem ég man ekki eftir, ein- hvem tíma á næstunni, t. d. næsta vetur, en helzt ekki í sumar, því að fjöldi manna fer úr bænum um sum- artímann, og missir þá tækifærin til að sjá þessar góðu myndir. Tlrvaí 3. hefti, er komið í bókabúðir. Leynilpg sendiför til Norður-Afríku . Reader's Digest Bíll framtíðarinnar . . Better Homes and Gardens E. P. frændi.............. This is My Best“ Endalok „Arnarins".......American Mercury Laxagöngur og Ijósadýrð . Coronet og Saturday Evening Post Fyrsta barnið......„ We took to the Woods“ Hversu glögg er tónvísi þín ? Hallgrímur Helgason Leiðin til varanlegs friðar .... Reader's Digest Nýr sjúkdómur?..........Amerícan Mercury Orsakir andremmu..........Magazine Digest Prófsteinn á þröunina .... The Atlantic Monthly Leið til skírlífis.........Reader's Digest Tími er til kominn The Journal of Calendar Reform Einn dagur í aðalbækistöð Hitlers .... „7 Jour“ Töfrasprotinn.............Jean- Christophe“ Hvernig Hitler hyggst að sigra The American Legion Þyngstu höggin...........The Evening News Hversvegna gefast Rússar aldrei upp? American Magazine Saga um storm . . . eftir George R. Stewart Ultima Thule og skinnbátarnir. Vilhjálm Stefánsson þarf ekki að kynna fyrir íslendingum, hvert mannsbarn hefir heyrt hans getið meira eða minna. ÁrsæH Árna- son hefir þýtt enn eina ágæta bók eftir hann: „Ultima Tliule. Torráðnar gátur úr Norðurvegi.“ Vér birtum hér þrjár myndir úr henni og útdrætti úr frásögnum Vilhjálms um skinnbátana. „Vér tökum gilda þá tilgátu, að um eða fyrir 325 f. Kr. hafi bátar íbú- anna á Skotlandi og Irlandi verið úr skinni, er strengt hafi verið á reyr- grind, og athugum, hve færir þeir hafi verið til sjóferða. Af skinnbátum eru til þrjár gerðir, sem vitað er um að frumstæðir menn hafi notað til sjóferða úti á rúmsjó, þar sem er allra veðra von. Þar má fyrst nefna húðkeip (kajak) Eski- móa, sem alveg er þakinn skinni, svo að sjór kemst hvergi inn, og er líkur kappróðrabát að lögun. Þá er umiak (kvennabátur) Eskimóa, sem líkist flutningabát. Loks er irski skinnbát- urinn, curragh, sem bæði samkvæmt fyrirmyndum, nokkumveginn frá þeim tima, er Pýþeas var uppi, svo og þriggja alda gömlum teikningum, líkist Algonquin-bátnum að lögun. Þessar þrjár gerðir báta eru úr ógörfuðum skinnum, er saumuð eru Framhald á bls. 15. .Rúnasteinninn. Á honum standa nöfnin Erlingr Sighvatsson, Bjami Þórð- arson og Einriði Oddsson, dags. laugardaginn fyrir gangdag (25. apríl). Steinninn er 10 cm. á lengd, aðeins einum cm. lengri en myndin. — Um 450 milum (ca. 720 km.) fyrir norðan heimsskautsbauginn hefir fundist steinn höggvin rúnum. Það er nyrzti staðurinn, sem vitað er um með óyggjandi vissu að norrænir menn hafi dvalið á — nálægt 20 mílum norðar en það, sem nú heitir Upemivik. Undir áletruninni eru nöfn þriggja manna, og hún er dagsett i apríl, sem sýnir það, að þessir menn hafa verið þama að vetrinum eða þar i nánd. íbúar Grænlands hafa þvi sótt að minnsta kosti þetta langt norður um 1300." Útgefandi: VIKAN H.F., Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón H. Guðmundsson, Kirkjustræti 4, sími 5004, pósthólf 365.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.