Vikan


Vikan - 17.06.1943, Blaðsíða 6

Vikan - 17.06.1943, Blaðsíða 6
6 VIKAN, nr. 24, 1943 er heiðarlegheitin sjálf, og mundi aldrei láta sér til hugar koma, að blekkja nokkurn mann —• aldrei!“ ,,AUt þetta segir þú eingöngu af því að þú ert ástfangin af honum, eða álitur, að þú sért svo. En það vil ég segja þér, Barbara, að það er ekki rétt gert af Maloney, að reka svo mjög á eftir þér, og gefa þér engan tíma til að hugleiða þetta mál! Þú hefir aðeins þekkt hann i þrjár vikur, og hvaða hugmynd getur þú haft um hans sanna eðli. Þú kaupir köttinn í sekknum, barnið mitt! Það er einmitt það, sem þú gerir, og ég vil ein- dregið ráða þér til að fresta brúðkaupinu í nokkr- -ar vikur, svo að okkur geti gefist tækifœri til að grennslast um herra Maloney og fjárhags- ástæður hans; til þess yfir höfuð, að vinum þín- um gefist kostur á að kynnast manninum nánar." Barbara þagði. Hún varð að viðurkenna, að liðsforinginn hafði á réttu að standa. Hvað vissi hún um Pierce? Hvaða sannanir hafði hún fyrir því, að allt, sem hann sagði henni, væri satt? Ef rétt var á litið, þá var hún í þann veginn að taka stökk út í hið óvissa — hræðilegt stökk ef til vill — og í fylgd með manni, sem hún vissi sáralitil deili á. Hún treysti Pierce Maloney i blindni — en var það rétt af henni — og var það skynsamlegt ? Hún strauk sér um ennið. Skyndilega hafði hún fengið höfuðverk og hún fann, að hún var hrædd. En allt í einu barst að eyrum hennar hljóð, hljóð, sem olli því, að hún hrökk við og nötraði öll og skalf. Kirkjuklukkurnar voru byrj- aðar að hringja — brúðkaupshringingu hennar. Nú var of seint að draga sig í hlé, allt of seint. Allir þorpsbúar voru nú saman komnir i kirkjunni til þess að horfa á hjónavígsluna, gamli prestur- inn var þar, hann, sem háfði fermt hana. Og Pierce sat þar og beið hennar! Nei, hún gat ekki dregið sig í hlé úr því sem komið var. Fólkið hafði nú þegar talað nægilega mikið um þessa skynditrúlofun, allt þorpið hafði verið á öðrum endanum, og hvað mundi þá ekki, ef brúðkaup- inu yrði nú frestað! Og hvað mundi Pierce hugsa? Hann mundi aldrei fyrirgefa henni slíkt vantraust •— aldrei! Barbara dró slörið fyrir andlit sér. Hún vildi ekki láta gamla liðsforingjann sjá, hve föl hún var. „Hlustið þér!“ hrópaði hún. „Heyrið þér kirkju- klukknahljóminn ? Haldið þér, að ég gæti snúið við nú, jafnvel þó að ég vildi? Það er of seint, Coles liðsforingi — of seint!“ Hún gekk til dyranna. Eftir nokkrar mínútur var von á vagninum til þess að sækja hana, og ennþá átti hún eftir að festa nokkrum blómum á kjólinn sinn. „Barbara, kæra barn, flanaðu nú ekki að neinu, heyrir þú það! Það er nægur timi til þess að hætta við þetta, ef þú bara vilt! Mundu það, að öll lífshamingja þín er í veði — allt líf þitt! Þú ætlar nú að giftast manni, sem þú þekktir ekki neitt fyrir þrem vikum! Þetta er hræðileg vogun, Barbara!“ Það kom hik á Barböru. Var ennþá tími til að draga sig í hlé, gat það verið ? Mundi Pierce verða mjög reiður, ef hún frestaði brúðkaupinu í nokkr- ar vikur? Það yrði hann auðvitað! Hún leit um öxl, og horfði á gamla liðsforingj- ann með þrjóskusvip. „Ég vil ekki fresta brúðkaupinu mínu!“ sagði hún. „Ijg treysti Pierce, treysti honum algjörlega. Ég hefi lofað að giftast honum, og það loforð mun ég efna“! 5. KAFLI. „Til hamingju frú Maloney, hjartanlega til hamingju!" Barbara roðnaði, þegar gamii þorpsiæknirinn í fyrsta skipti ávarpaði hana með hinu nýja nafni, sem ennþá var henni svo óþekkt. En það var engu líkara en að ávarp dr. Malcolms, hefði verið eins- konar merki til allra hinna gestanna, er þarna voru samankomnir í dagstofu Ann frænku, því að nú ávörpuðu allir hana frú Maloney. Barbara varð að líta við og við á spánnýjan giftingarhringinn á fingri sér, til þess að full- vissa sig um, að hún væri vakandi. Svo leit hún í laumi á manninn sinn. En hvað hann var fall- egur og fyrirmannlegur í brúðgumafötunum! Hann stóð brosandi á miðju gólfi, og talaði við gestina með sínum skemmtilega írska hreim. Coles gamli liðsforingi kom til brúðurinnar, og þrýsti kossi á kinn hennar. En Barbara brosti ekki til hans, eins og til allra hinna, hún gat ekki fyrirgefið honum, að hann hafði gert hana hrædda og efablandna, rétt áður en hún fór til kirkjunnar. Þetta var ekki fallega gert af liðsforingjanum; það er ekki rétt að hræða brúði. Barbara blygð- aðist sin fyrir að hafa hlustað á það, sem hann sagði, og i ofanálag að hafa trúað nokkru af því. Gat það verið, að henni hefði komið til hugar að fresta brúðkaupi sínu ? Hversu heimskulegt hefði slíkt ekki verið! „Guð blessi þig, stúlka mín!“ Það voru tár í augum gamla liðsforingjans. Svo sneri hann sér snögglega að Pierce. „Verið þér góður við hana, herra Maloney. Hún er aðeins barn ennþá, og hún treystir yður í blindni. Sýnið, að þér séuð þessa trausts verðugur!" Svipur gamla sjómannsins var hálf hörkulegur, en Pierce svaraði honum brosleitur. „Kæri liðsforingi," sagði hann, „það er enginn til, sem ekki mun verða góður við Barböru! Hvað mig snertir, þá er ég þræll hennar, — hún ræður yfir mér til hinztu stundar minnar!“ Það fylgdi svo mikil hlýja orðum hans, og enginn gat efast um, að þau komu frá hjartanu. En gamli liðsforinginn svaraði engu, heldur snéri við, og gaf sig að hinum gestunum. Barbara hélt áfram að taka á móti árnaðaróskum og að rétta fram mjúka kinnina til kossa. Henni fannst hún vera ósegjanlega hamingju- söm.' Nú var enginn framar, sem gat aumkvað hana — veslings stúlkuna, sem Howard Burton yfirgaf. Það var ekki laust við, að hún yrði hrokafull, og hún margsagði við sjálfa sig, um leið og hún strauk hvíta, mjúka kjólinn sinn, að hún hefði verið lánsöm. Allt hafði gengið henni í vil. „Heldurðu ekki, að þú ættir að fara upp og hafa fataskipti, Barbara litla? Það er víst orðið nokkuð áliðið." Það var Ánn frænka, sem læðzt hafði til lienn- ar, og hvíslað þessum orðum í eyra hennar — Ann frænka, brosandi út undir eyru af fögnuði. Barbara hló og hristi höfuðið. „Ég verð þó fyrst að skera brúðarkökuna! Eigum við ekki að fara inn i borðstofuna? Pierce og ég í fararbroddi!“ Ann frænka hneigði höfuðið samþykkjandi og nokkrum mínútum síðar, var Barbara önnum kafin við hið hátíðlega starf, að skera brúðar- köku sina. Síðan var drukkin skál hennar og Pierce. Það heyrðust smellir, er kampavínsflösku- tappamir þutu hátt í loft upp, ræður voru flutt- ar, og glaðvært tal og hlátrar kváðu við hvar- vetna. En að lokum var Barbara tilneydd að fara upp, því að klukkan var orðin svo margt. Hana langaði að vera miklu lengur, það var svo gaman að vera sú, er athygli allra beindist að, og hún vissi líka, að hún var mjög lagleg brúður. Hún hafði ákveðið, að hún vildi engan hafa til þess að hjálpa sér, á meðan hún hefði fata- skipti. Það mundi aðeins verða henni til óþæginda, að hafa fullt af fólki inni hjá sér. Hún varð mjög undrandi, er drepið var hægt á dymar, um leið og hún var að Ijúka við að hafa fataskipti. Erla og * unnust- inn. Oddur: Ég ætla að reyna að ná í Erlu í símann; ég Erla: Ó — nú verð ég að hringja í elsku strákinn — halló — vona, að hún vilji tala við mig — það er svo vitlaust af hvað segið þér? Er númerið á tali? okkur, að vera reið hvort við annað — Halló — halló! Oddur: O, svei — síminn hjá henni er upptekinn — ætli hún sé ekki að tala við einhvem yfirmann úr land- hernum eða flotanum!! Erla: Síminn hans er á tali — ég er viss um, að Oddur: Úhú! Hún er hjartalaus — því skyldi hún hann er að tala við einhverja stelpu. — Því skyldi ekki hringja? hann ekki hringja til mín?

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.