Vikan


Vikan - 17.06.1943, Blaðsíða 7

Vikan - 17.06.1943, Blaðsíða 7
VIKAN, nr. 24, 1943 7 Fiskifélag íslands Framhald af bls. 3. Sigurðsson skipstj., Jón Magnússon fiski- matsmaður, Magnús Magnússon skipstjóri, Matthías Þórðarson útgerðarm., en fyrsti varaforseti var Tryggvi Gunnarsson banka- stjóri. Dr. Bjarni Sæmundsson sat í stjórn félagsins á þriðja áratug og var heiðurs- félagi þess. Aðrir heiðursfélagar eru Svein- björn Egilson, Geir Sigurðsson, skipstjóri, Magnús Sigurðsson bankastjóri, Á. Vedel Táning, dr. phil., Kaupmannahöfn. Fyrsta fiskiþingið var háð 1913. Hér fer á eftir lýsing á starfsemi Fiski- félagsins eins og hún er í meginatriðum: Fræðslustarfsemi: Félagið heldur uppi kennslu í meðferð mótorvéla. Er kennslan í námskeiðsformi og eru haldin meiri og minni námskeið. Meiri námskeiðin eru haldin í Reykjavík, þar sem félagið hefir í húsi sínu mjög fullkominn vélasal til kennslunnar. Minni námskeiðin eru haldin bæði í Reykjavík og úti um landið í hin- um ýmsu veiðistöðvum. Eru að jafnaði haldin 3—4 minni námskeið á vetri hverj- um, þar af eitt í Reykjavík og eitt meira námskeið. Þátttaka í námskeiðunum hefir farið mjög vaxandi á undanförnum árum. Auk beinnar kennslu í mótorfræði held- ur vélfræðiráðunautur félagsins uppi leið- beiningastarfsemi um allt það, er við kem- ur viðhaldi og hirðingu mótorvéla. Leita bátaeigendur við Faxaflóa mjög 'mikið til hans um allt það, er þessu viðkemur. Einnig ferðaðist hann milli veiðistöðva í öðrum landshlutum til þess að leiðbeina mönnum. Auk þess, sem félagið hefir hald- ið mótornámskeið, hefir það styrkt önnur námskeið fyrir sjómenn, svo sem sjóvinnu- námskeið, haldið matreiðslunámskeið fyrir matsveina á fiskiskipum o. s. frv. Þorsteinn Loftsson er vélfræðiráðunautur félagsins. Rannsóknarstarfsemi: Á vegum fé- lagsins er starfandi rannsóknarstofa á sviði fiskiðnaðar. Starfa þar fiskiðnfræð- ingur og 2 efnafræðingar. Eru þar reknar hagnýtar rannsóknir á framleiðslu sjávar- útvegsins, svo og á nýtingu og viðhaldi Amór Guðmundsson réðst á skrifstofu Piski- félagsins árið 1925 og hefir verið skrifstofustjóri þess síðan 1935. veiðarfæra. Forstöðumaður rannsóknar- stofunnar er Þórður Þorbjarnarson. tltgáfustarfsemi: Félagið gefur út mánaðarritið Ægi. Eru þar birtar skýrsl- ur um aflabrögð og útgerð, auk ýmislegs annars er viðkemur sjávarútveginum. Sömuleiðis birtast í ritinu fræðilegar grein- ar um ýms efni viðkomandi sjávarútveg- inum. Lúðvík Kristjánsson kennari hefir verið ritstjóri Ægis síðan 1937. Félagið gefur einnig út Sjómannaalma- nakið. Ennfremur gefur félagið út kennslu- bækur þær, sem notaðar eru við kennsl- una á mótornámskeiðunum. Loks hafa verið veittir styrkir til út- gáfu ýmissa bóka og bæklinga, sem varð- að hafa sjávarútveginn. Skýrslusöfnun: Aflaskýrslusöfnun hef- ir félagið haft á hendi, samkv. lögum síð- an 1925. Með lögum var félaginu falin 1941 enn víðtækari söfnun skýrslna um allt það, er útveginum viðkemur. Skal félagið láta Hagstofunni í té allar þær skýrslur, sem það safnar. Upplýsingastarfsemi: 1 1. lið 2. gr. laga félagsins segir svo um það, hver til- gangur félagsins sé og hvernig það hyggst að ná þessum tilgangi: „------— að vera leiðbeinandi sambandsliður milli ríkisst jórn- arinnar og sjávarútvegsins, honum til efl- ingar.“ Þessi leiðbeiningar- og upplýsinga- starfsemi félagsins byggist fyrst og fremst á tvennu. I fyrsta lagi hefir félagið gegn- um skýrslusöfnun sína stöðugt upplýsing- ar um allt, sem aflabrögðum viðkemur, svo og útgerð og útflutningi sjávarafurða. 1 öðru lagi hefir félagið gegnum f jórðungs- erindreka sína, trúnaðarmenn í hverri veiðistöð á landinu og deildir sínar víðs- vegar um landið, mjög góð skilyrði til þess að fyigjast með öllu því, sem gerist á sviði útvegsins víðvegar um landið og góð tök á að kynnast óskum og þörfum útvegsins á hverjum tíma. 1 húsi félagsins eru, auk skrifstofu fé- lagsins, vélasalur, þar eru mótornámskeið- in haldin, og rannsóknarstofur, þar sem fiskiðnrannsóknirnar eru reknar. Núverandi stjórn Fiskifélagsins skipa: Davíð Ólafsson forseti, Emil Jónsson vitamálastjóri og Sigurjón Jónsson, fyrrv. bankastjóri. Davíð Ólafsson er fæddur 25. apríl 1916, í Borgarfirði eystra, sonur Ólafs heitins Gíslasonar, síðast framkvæmdastjóra í Viðey, og konu hans, Jakobínu Davíðs- dóttur, Ketilssonar kaupmanns á Akur- eyri. Davíð varð stúdent frá Menntaskól- anum í Reykjavík árið 1935. Sigldi þá um haustið til Þýzkalands og stundaði nám í hagfræði við háskólana í Miinchen og Kiel og tók próf þaðan 1939. Kom þá heim og tók við forsetastörfum í Fiskifélaginu í marz 1940. Davíð er kvæntur Ágústu Gísla- dóttur, Jónssonar prests á Mosfelli í Grímsnesi. Hillingar. Við rökræður um landafundi má ekki gleyma því, að Island er fjöll- ótt og að hillingar í norðanverðu Atlantshafi eru greinilegar. A síðari árum hefir þess iðulega verið getið, að fjöllin á sunnanverðu Islandi hafi sést í hillingum i meira en hundrað mílna fjarlægð, sjaldnar í tvöhundruð og einu sinni í meira en þrjúhundruð mílna fjarlægð. Eftir þessu er það hugsanlegt að ibúamir í Pæreyjum sæju öðru hverju til Islands, yfir sundið þar á milli, sem er 240 mílur á breidd. Þó að hillingar séu ekki eins skýrar þegar sunnar dregur, er ekki ólíklegt að Færeyjar gætu sést frá Shetlandseyjum eða Orkneyjum, úr 160 og 80 mílna fjarlægð, eftir því, við hvom staðinn er átt. Mestu hillingar, sem þekktar eru viðvikjandi Islandi, vel staðfestar, vom athugaðar sumarið 1939 af hin- um þekkta ishafsskipstjóra og land- könnuði Robert A. Bartlett, (var skipstjóri á leiðangursskipi Vilhjálms, „Karluk," 1913) frá skipi hans „Effie M. Morrissey". Bartlett var að horfa í norðaustur, í áttina til Suðvestur- Islands, eins og Pæreyingar gætu horft i norðvestur, í áttina til Suð- austur-íslands, þar sem fjöllin eru tiltakanlega há. Prófessor William H. Hobbs, sem einnig er frægur fyrir rannsóknir í Norðurvegi og vel heima í bókmenntum um þau efni, skýrir frá athugunum Bartletts í bréfi til „Science'1, sem birtist þar 1. des. 1939. „Hinn 17. júlí var sólarhæð tekin um hádegið og var skipið þá statt á 63° 38' n. br. og 33° 42' v. 1. Á skip- inu vom þrír kronometrar og höfðu þeir verið nákvæmlega athugaðir daglega af athugunarstöð flotans, veður var kyrrt og sjór sléttur. Kl. 4 e. h„ er sól var i suðvestri, birtust merkilegar hillingar í stefnu að Suð- vestur-lslandi. Snæfellsjökull (1446 m.) og önnur kennileiti á landi, er skipstjóri og stýrimaður þekktu vel, sáust glöggt, eins og fjarlægðin þangað væri ekki meiri en 25 eða 30 sjómílur, þó að raunvemleg fjarlægð, samkvæmt legu skipsins, væri 335— 350 löggiltar mílur. Aftur var tekin sólarhæð, til samanburðar, kl. 6 síðd. og var staðurinn þá 63° 42' n. br. og 32° 32' v. 1. Hlýtt var í veðri og rign- ing. Veðrið hafði yfirleitt verið kyrrt og sjór sléttur. Bartlett skipstjóri ritar: „Ef ég hefði ekki verið viss um staðinn, sem skipið var á, og verið á leið til Reykjavíkur, hefði ég búist við að koma þangað eftir fáa klukkutima. Yztu brúnir í landslag- inu og hvitur kollurinn á Snæfells- jökli sáust greinilega og sýndust vera ótrúlega nálægt'." [Úr: Vilhj. Stefánsson: Ultima Thule. Ársæll Ámason þýddi]. Trúleg lygasaga! Ég fór eitt sinn út að fiska með Bob bróður mínum, og þó að hann fengi hvern laxinn á fætur öðmm varð ég ekki var. Daginn eftir fórum við aftur á sama staðinn, og allt fór á sömu leið. Þriðja daginn læddist ég út á undan honum, og rendi í sama hylinn, sem hann hafði fengið mest i. En allt kom fyrir ekkert, ég varð ekki var. Ég var búinn að setja niður öll veiðiáhöldin og var á heimleið, þegar stór lax stakk höfðinu upp á yfirborðið og sagði: „Hvar er hann bróðir þinn í dag?“ Bing Grosby.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.