Vikan


Vikan - 17.06.1943, Blaðsíða 10

Vikan - 17.06.1943, Blaðsíða 10
10 VIKAN, nr. 24, 1943 upimii mn n E IIII i l i u áöAnunum garðyrkju Eftir Garry Cleverland Myers S.................. Matseðillinn. Nautakjötssteik. 2 kg. nautakjöt, 2 tesk. salt, 1 1. vatn. Kjötið er þvegið og þurrkað með heitum klút, saltinu nuddað vel inní. Þvi næst sett inn i vel heitan ofn, og vatninu hellt yfir, þegar kjötið er farið að brúnast. Hitinn verður að vera mjög jafn og gætið þess aS ausa yfir steikina á tiu mínútna fresti. Þegar kjötið er soðið, en það er eftir 2—2 y2 tíma, er soðið siað og froðan tekin ofan af. Sósan: 3% dl. soð, 25 gr. smjör eða smjörl, 25 gr. hveiti. Smjörið er brúnað, hveitið hrært út i, þynnt út með heitu soðinu. Látið sjóða 10—15 mín. Salt sett í, ef með þarf. Sveskjubúðingur. 250 gr. sveskjur, % 1. vatn, 25 gr. sykur, 2 d. rjómi. Sveskjumar eru lagðar í bleyti i vatninu og sykrinum yfir nóttina. Soðnar þar til þær eru meyrar, en þó heilar. Þá eru sveskjumar tekn- ar upp úr og settar í skál, vökvinn látinn sjóða lengur, og honum siðan hellt út yfir. Látið kólna. Rjóminn er þeyttur og settur yfir búðinginn, þegar hann er orðinn kaldur. Húsráð. Húsmæður, sem hafa mikið að gera ættu eftir morgunverð, að setjast niður svo sem 10—15 mínútur, til þess að raða niður störfum sinum, og annara er þær stjóma, yfir daginn. Við það sparast mikill tími, sem annars fer til óþarfa. Ef þér viljið halda þvottaklemm- unum hreinum, skuluð þér öðru hvom setja þær í kalt sódavatn og Pils og blússur eru nú sem fyrr mjög í tízku, enda líka afar hentug- ar flíkur. Þetta pils er úr brúnu, gulu og grænköflóttu ullarefni, og blúss- an úr brúnu „ullarjersey". láta koma upp á þeim suðu, láta þær síðan liggja í vatninu ca. hálf- tíma, að því búnu skola þær vel og þurrka. 1 hinum þéttbýlu stórborgum er óviða nokkurt rúm fyrir garða, og enda þótt svo væri, þá nær sólin ekki að skína á þá, og þeir yrðu þar af leiðandi til lítils gagns. En í kringum hús þau, er standa í út- jaðri borganna, er víða allmikið land- rými og nægilegt sólskin. Á undan- fömum ámm hefir verið unnið að því að örfa menn til þess að skreyta og fegra kringum heimili sín. Síðast liðna átta mánuði höfum við, ég og konan min, ferðast um landið þvert og endilangt. Hvar sem við fómm svipuðumst við eftir mat- jurta- og blómagörðum, og okkur til mikillar ánægju sáum við, að þeir vom víðast hvar i kringum húsin, í smærri borgum og þorpum. Þar sem ég ólzt upp, en það var i sveit, vom víðast hvar matjurtagarðar, en blómagarðar vom sjaldséðir í þann tíð. Foreldrar mínir áttu geysistóran matjurtagarð, og vann ég í honum langan tíma á hverju ári, og hlaut góða menntun af. Ég hefi oft undrast það stórlega, að almennir kennaraskólar og háskól- ar, skuli ekki gera meira að því en er að kenna nemendunum garðyrkju- störf, og vekja áhuga þeirra fyrir öllu, er þar að lýtur, jafnt blóma- görðum sem matjurtagörðum. Ég hefi oft haldið því fram, að væri ég á ný orðinn kennari, ein- hversstaðar úti á landi, þá mundi ég leggja ríka áherzlu á það, að glæða áhuga bamanna fyrir garð- yrkjustörfum, Ég mundi vinna að því, að foreldrar og böm yrðu hreyk- in af heimilum sinum, og langaði til að fegra og prýða í kringum þau. Ég mundi berjast fyrir aukinni garðyrkju, heilbrigðum lifnaðarháttum, en um leið ódýrari. Hvert heimili á að hafa það mikla garðrækt að það eigi kartöflur og annað grænmeti, eftir því sem er um þroska þess, allt árið. Þetta er jafnvel hægt í stórborgum, því allvíða em í úthverfum borganna garðlönd, sem bæjarfélögin leigja íbúunum. Annars á það, sem ég hér segi, aðallega við um smærri borgir og þorp. — Kýr og hænsni ætti hvert heimili að hafa, svo börn og full- orðnir geti fengið holla og góða fæðu. Blómsturgarðar eiga að vera við hvert hús, því fallegt umhverfi getur haft mikil áhrif á sálarlíf manna. Við þekkjum það öll, hversu fagurt landslag getur lyft huga okk- ar yfir dægurþras og leiðindi, og lát- ið okkur gleyma öllu, sem á móti blæs. Þó grein þessi sé rituð fyrir ame- riska lesendur, á hún engu að síður erindi til okkar hér á Islandi. Hér er einnig vaknaður mikill áhugi fyr- ir því að fegra og prýða umhverfi heimilanna, en mikið er þó ennþá ógert í þeim efnum. — 1 sjávarþorp- um og sveitum þessa lands er enn sem komið er, alltof lítið um skraut- garða kringum hús, en vonandi stend- ur slíkt til bóta. Að heita má hvert heimili hefir matjurtagarð, og er það auðvitað laukrétt, að nytsemdin só látin ganga fyrir fegurðinni. En bezt fer á, að hvortveggja fylgist að. — I höfuðstaðnum hefir orðið mikil framför í þessum efnum síðast liðin 10—15 ár, og nú má svo heita, að ekkert hús sé byggt, án þess því fylgi allstór garðlóð. Hugmyndir dr. Cleveland Myers, um að glæða áhuga bama á garðyrkjustörfum, eru ágæt- ar, og ættum við hér að taka þær upp. Yfirmaður stríðsfréttastofnunarinnar óskar frú Eddie Rickenbaeker, konu hins fræga flugkappa, til hamingju, eftir að hún hafði haldið ræðu í út- varp til hermanna. STÍFELSI Helldsölubirgðir: GUOMUHDUR ÓLAFSSON > CO. Austurstræti 14. — Sími 5904. Swaw rakkrem mýkir og styrkir húðina og gerir raksturinn að ánægju. HeildsölubirgBir: Agnar Norðfjörð & Co.h.f. Sími 3183. Dömur! Hjá okkur getið þér fengið J A K K A prjónaða eftir máli, og valið sjálfar um liti og snið. PRJÓNASTOFAN IOPI & GARIU Skeggjagötu 23. Sími 5794.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.