Vikan


Vikan - 17.06.1943, Blaðsíða 11

Vikan - 17.06.1943, Blaðsíða 11
VIKAN, nr. 24, 1943 11 Höfundurinn: Agatha Christie Framhaldssaga: 9 ,,Já — i Scarborough. I>að var alveg guðdóm- legt.“ „Hafið þér flogið, Hastings kafteinn ?“ Maggie beindi þessari spumingu til mín. Ég varð að viðurkenna að smáferð yfir til París og heim aftur væri allt sem ég hefði flogið. Allt í einu hrópaði Nick upp yfir sig — og stökk frá börðinu. „Hringir síminn. Þið skuluð ekki bíða eftir mér. Það er orðið áliðið og ég hefi boðið hingað fjölda af fólki.“ Síðan fór hún. Ég leit á úrið mitt. Klukkan var níu. Ábætirinn var borinn fram með tilheyr- andi víni. Poirot og Lazarus ræddu um listir. Málverk, sagði Lazarus, voru núna óseljanleg. Og svo fóru þeir yfir í það að tala um nýtízku gerð af húsgögnum og húsaskreytingum. Ég leitaðist við að gera skyldu mina með því að tala við Maggie Buckley, en ég verð að segja að það gekk erfiðlega. Hún svaraði mér ósköp kurteislega, en hóf aldrei máls á neinu að fyrra bragði. Frederica Rice sat og studdi olnboganum á borðið, og horfði dreymandi fram fyrir sig. Reyk- urinn úr vindlingnum liðaðist í ótal hringjum kringum ljóst höfuð hennar. Hún líktist einna mest mynd af hugsandi engli. Klukkan var nákvæmlega tuttugu mínútur yfir niu, er Nick stakk höfðinu inn úr dyragættinni. „Komið þið út, öll! Þau eru að koma, tvö og tvö saman." Við hlýddum tafarlaust. Nick var önnum kafin Við að heilsa þeim, sem komu. Það var kringum tólf manns, og flest af því leiðinlegt að sjá. Ég tók eftir því, að Nick var fyrirtaks húsmóðir. Allur tízkubragur var sem strokinn af henni, og hún bauð gestina velkomna á gamlan, góðan, enskan hátt. Ég sá, að Charles Vyse var á meðal gestanna. Á tilteknum tíma fórum við öll út í garðinn, og héldum þangað, er sá út á sjóinn og höfnina. Fáeinum stólum hafði verið komið þar fyrir, svo að eldra fólkið gæti setið, en flest okkar stóðu. Fyrsta flugeldinn bar við himin. Rétt í því heyrði ég rödd, sem ég kannaðist við, og leit um öxl og sá að Nick var að bjóða Croft velkominn. „En hvað þetta er leiðinlegt," heyrði ég að hún Forsaga : P°irot °S Hastmgs vinur ° hans eru nýkommr til St. Loo í sumarleyfi. Þar kynnast þeir ungri stúlku, Nick Buckley að nafni, er býr alein í húsi sínu, Byggðarenda. Þeir komast að því, að hún hefir fjórum sinnum á skömm- um tíma lent í lífsháska og vekur þetta forvitni Poirots. Þegar hún fer, skilur hún eftir hattinn sinn, en í barði hans er gat eftir skammbyssukúlu. Þeir ákveða að heimsækja hana að Byggðarenda. Er þangað kemur láta þeir Nick segja sér itarlega frá með hvaða hætti hún hefir komizt í lífsháska, og sýna henni kúluna, er fór í gegnum hattbarð hennar. Hún segist eiga byssu, þeirrar tegundar, sem kúlan er úr. En er hún ætlar að ná í byss- una, er hún horfin. Poirot lætur hana nú segja nákvæmlega frá atburðum síðustu daga og hverjir séu vinir hennar. Nick er þeirrar skoðunar, að þetta séu allt tilvilj- anir, er fyrir hana hafa komið. Poirot hvetur hana til þess að fá einhvem vina sinna til þess að búa hjá sér og það verð- ur úr, að hún segist skulu fá frænku sína frá Yorkshire. Poirot grunar, að Nick leyni þá einhverju. Poirot og Hastings fara á laun að Byggðarenda og hitta þar ókunnan mann, Croft, nábúa Nick, og fara heim með honum. Kona hans er veik, en lætur sér mjög mjög annt um allt, er snertir Nick. Litlu seinna heimsækir Nick þá og viður kennir, að hún sé hrædd og að þessi stöðuga óvissa fari illa með taugar hennar. Talið berst að því, hvort hún muni vilja selja Byggðarenda. En hún kveðst ekki vilja það. Litlu síðar heimsækja þeir Vyse lögfræðing og þar beinir Poirot talinu að Nick og Byggðarenda. Nick hafði boðið þeim heim um kvöldið til þess að horfa á flugeldasýn- ingu, og þar kynnast þeir Maggie og Buck- ley. sagði, „að konan yðar skuli ekki geta verið hérna líka. Við hefðum átt að flytja hana hingað í sjúkrabörum.“ „Já það er flest, sem amar að henni. En hún kvartar ekki — gæflyndi hennar á sér ekkert for- dæmi — Hæ! þessi var fallegur.“ Það síðasta hrópaði hann um leið og flugeldarnir voru eins og gullregn á himninum. Nóttin var dimm — ekkert tungl — og eins og oft vill vera á sumarkvöldum, mjög. kalt. Maggie Buckley stóð rétt hjá mér og skalf. „Ég ætla aðeins að hlaupa snöggvast inn og sækja mér kápu,“ tautaði hún. „Lofið mér að gera það.“ „Nei, þér getið ekki fundið hana.“ Hún hélt i áttina til hússins. 1 því heyrðist rödd Fredericu Rice hrópa: „Maggie, komdu með mina um leið. Hún er inn i svefnherberginu mínu.“ „Hún heyrði það ekki,“ sagði Nick. „Ég skal sækja hana, Freddie. Ég ætla að sækja loðkápuna mína, þetta sjal er ekki nándar nærri nægilega hlýtt. Það gerir vindurinn.“ Það var satt, hafgolan var verulega köld. Flugeldarnir lýstu stöðugt upp næturhimininn, urðu fleiri og fleiri og að sama skapi óx hávaðinn. Allt í einu heyrðist voða hvellur og loftið varð fult af grænum stjörnum. Þær skiptu um lit og urðu bláar, síðan rauðar, að loltum silfurlitar. Svo kom annar nýr og svo koll af kolli. „Ó! og síðar æ! er allt og sumt sem heyrist sagt,“ hvíslaði Poirot i eyra mér. „Að lokum verð- ur þetta allt tilbreytingarlaust. — Grasið er dögg- vott! Ég fæ kuldahroll af þessu öllu saman. „Kuldahroll? Á svona yndislegri nóttu?“ „Yndisleg nótt! Yndisleg nótt! Þú segir það af þvi að regnið steypist ekki niður í dembum! Alltaf þegar ekki rignir, talar þú um yndislegar nætur. En ég skal segja þér, vinur minn, að væri hér kominn hitamælir, mundir þú komast að annari niðurstöðu.“ „Jæja þá,“ sagði ég, og reyndi að stilla til frið- ar. „Ég hefi svo sem ekkert á móti því að fá mér kápu.“ „Það er skynsamlegt af þér. Þú ert vanur heitu loftslagi." „Ég skal koma með þinn frakka um leið." Poirot lyfti fótunum til skiptis. „Það er fótrakinn, sem ég óttast mest. Ætli að það væfi ekki möguleiki á að taka traustataki einar skóhlifar." Ég brosti. „Ekki minnsta von,“ sagði ég. „Þú veizt Poirot, að slíkt er ekki iðkað lengur.“ „Þá fer ég inn,“ sagði hann ákveðinn. „Ætti ég að stofna heilsu minni í beinan voða, aðeins til þess að horfa á Guy Fawkes leik?“ Og hann hélt áfram að tauta fyrirlitlega, er við lögðum af stað i áttina til hússins. Lágur ómur barst að eyrum okkar, er við fjarlægðumst fólkið. „Vfð erum öll böm í hjarta okkar,“ sagði Poirot ^niiiiiuimmiiNiiiiiuiiiiiuiiMniiiiiiiiiiiuiiiiHtiHMiiniif r/x ! Minnslu ávallt I [ mildu sápunnar I ................i Regum tannpasta hreins- ar fágar og gerir tennurnar hvítar. Skilur eftir hress- andi og frískandi bragð. Heildsölubirgðir: Agnar Norðfjörð & Co.h.f. Sími 3183. NUFIX varðveitir hár yðar og auðveldar greiðsluna. Byðir flösu og hárlosi. Heildsölubirgðir: Agnar Norðf jörð & Co. h.f. Lækjargötu 4. Sími 3183. Ávallt fyrirliggjandi. Einkaumboð: Jóh. Karlsson & Co. Sími 1707 (2 línurj.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.