Vikan


Vikan - 17.06.1943, Blaðsíða 12

Vikan - 17.06.1943, Blaðsíða 12
12 VIKAN, nr. 24, 1943 hugsandi. „1 skemmtunum, leikjum, i öllu kemur þetta fram.“ Ég þreif í handlegg hans og benti fram fyrir okkur. Við vorum tæpa hundrað metra frá húsinu, og beint fram undan, milli okkar og stóra franska gluggans, lá einhver hrúga vafin inn í rauða kín- verka sjalið . . . „Herra minn trúr!“ hrópaði Poirot. Herra minn trúr!“ 8. KAFLI. Kinverska sjalið. Ég geri ráð fyrir, að við höfum ekki staðið þama meira en á að gizka hálfa mínútu, stirðn- aðir af athygli, en þó virtist mér það sem heill klukkutími. Poirot varð fyrri til að átta sig. Hann gekk að hrúgunni og voru hreyfingar hans Stirðar og vélrænar. „Það hefir skeð,“ sagði hann út á milli tann- anna, og engin orð fá lýst sársaukanum og beiskjunni í rödd hans. „Þrátt fyrir allt — þrátt fyrir alla varúð mína hefir þetta skeð. Ó! því- líkur aulabárður, að geta ekki gætt hennar betur. Ég mátti vita þetta fyrir fram — já, ég mátti vita þetta. Undir engum kringumstæðum mátti ég víkja frá hlið hennar." „Þú mátt ekki ásaka sjálfan þig,“ sagði ég. Tungan var sem límd við góm mér, og ég mátti vart mæla. Poirot svaraði aðeins með því að hrista höfuð- ið raunalega. Hann kraup niður hjá líkinu. Og í sömu andránni urðum við fyrir öðru áfalli. Rödd Niek hljómaði fyrir eyrum okkar, skær og glaðleg, og augnabliki síðar birtist Nick í bjarmanum, sem lagði út um opnar veggsvala- dyrnar. „Fyrirgefðu, hvað ég var lengi, Maggie," sagði hún. „En —.“ Nú þagnaði hún skyndilega ■— og starði á það sem fyrir augun bar. Poirot hrópaði upp yfir sig, um leið og hann snéri líkinu við, og ég beygði mig áfram til þess að geta séð betur. Við mér blasti andlitið á líki Maggie Buckley. 1 sömu andránni var Ni’ck við hliðina á okkur. Hún hrópaði í angist. „Maggie —. Ó! Maggie — það — það getur ekki -—.“ Poirot hélt stöðugt áfram að athuga lík stúlk- unnar. Að lokum reis hann mjög hægt á fætur. „Er hún — er —,“ rödd Niek brást. „Já, ungfrú. Hún er dáin.“ „En hvers vegna? Hvers vegna? Hver getur hafa viljað hana feiga?" Þessu svaraði Poirot, fljótt og ákveðið. „Það var ekki hún, sem þeir héldu sig hafa myrt, ungfrú. Það voruð þér! Það var sjalið, sem blekkti þá!“ Nick brast í grát. „Því gat þetta ekki verið ég?“ snökkti hún. „Ó! Því gat það ekki verið ég? Ég vildi það svo mikið heldur. Mig langar ekki til að lifa — ekki núna. Ég mundi vera glöð — hamingjusöm — ef ég fengi að deyja." Hún sló út höndunum og riðaði til svo við sjálft lá að hún dytti. Ég greip utan um hana. „Fylgdu henni inn, Hastings," sagði Poirot. „Og hringdu til lögreglunnar." „Lögreglunnar ? “ „Já, segðu þeim að það hafi verið framið morð. Og vertu svo kyrr hjá ungfrú Nick. Þú mátt undir engum kringumstæðum yfirgefa hana.“ Ég kinkaði kolli samþykkjandi, og leiddi síðan veslings stúlkuna inn í húsið í gegnum opinn gluggann á myndasalnum. Þar lagði ég hana á legubekk, lét kodda undir höfuð henni, og flýtti mér síðan fram í anddyrið, til þess að hringja. Það munaði minnstu að ég hlypi Ellen um koll. Hún stóð þama, náföl og skjálfandi og horfði á mig óttaslegnum augum. „Hefir — hefir eitthvað komið fyrir, herra?" „Já,“ sagði ég stuttlega. „Hvar er síminn?" „Eitthvað — eitthvað í ólagi, herra?" „Það varð slys,“ sagði ég, og færðist undan að segja sannleikann. „Það meiddist einhver. Ég þarf að hringja." „Hver meiddist, herra?" 'Augu hennar brunnu af áhuga. „Ungfrú Buckley. Ungfrú Maggie Buckley." „Ungfrú Maggie? Eruð þér vissir um það, herra — ég á við, hvort þér séuð vissir um, að það — að það sé ungfrú Maggie?" „Ég er alveg viss um það,“ sagði ég. „En hvers vegna spyrjið þér?“ „Ó, — ekki af neinU. Ég — ég hélt, að það hefði ef til vill verið einhver hinna kvennanna. Að það hefði kannske verið frú Rice.“ „Takið nú eftir," sagði ég, „hvar er síminn?" „Hann er héma inni í litla herberginu, herra." Hún opnaði dymar og bennti mér á símann. „Þakka yður fyrir," sagði ég. Það virtist sem hún ætlaði að vera kyrr, svo ég bætti við: „Þakka yður fyrir, en það er ekkert fleira, sem ég þarfn- aÆt.“ „Ef þér þurfið að ná í Graham lækni —.“ „Nei, nei,“ sagði ég. „Mig vantar ekkert fleira. Þér megið fara.“ Hún fór nauðug, og eins hægt og hún þorði. Ég var þess fullviss, að hún mundi hlera við dyrnar, en við því var ekkert hægt að gera. Og þegar á allt er litið, þá fengi hún líka fljótlega að vita þetta. Ég náði í lögreglustöðina og skýrði málið fyrir þeim. Að því búnu, og það alveg á eigin ábyrgð, hringdi ég til þessa Graham læknis, sem Ellen hafði nefnt. Ég fann símanúmer hans í skránni. Nick þurfti, hvað sem öðru leið, á lækni að halda, að mér fannst — jafnvel þótt ekkert væri hægt að gera fyrir vesalings stúlkuna, sem lá þama úti. Læknirinn lofaði að koma strax, og ég lagði frá mér heymartólið, og flýtti mér fram í and- dyrið. Hafi Ellen legið á hleri, hefir hún verið mjög fljót að forða sér. Það var enginn sjáanlegur i anddyrinu. Ég fór aftur inn í myndasalinn. Nick var að reyna að setjast upp. „Heyrið þér — haldið þér, að þér getið útvegað mér — sterkt vín að drekka?“ „Sjálfsagt, ungfrú!" Ég þaut í snatri inn í borðstofuna, fann þafi sem ég leitaði að, og flýtti mér aftur inn. Fár einir dropar af áfenginu hresstu stúlkuna. Roði færðist á ný fram í kinnar henni. Ég' hagræddi koddanum undir höfði hennar. „Þetta er ■— þetta er allt hræðilegt." Það fór hrollur um hana. „Allir hlutir — alls staðar!" „Ég skil yður, vina mín, ég skil yður.“ „Nei, þér skiljið mig ekki! Þér getið það ekki! Og það væri líka alveg gagnslaust. Ef þetta hefði aðeins verið ég. Þá yrði þetta allt búið . ..“ „Þér megið ekki hugsa svona," sagði ég, „það er ekki heilbrigt." Hún hristi aðeins höfuðið, og endurtók í sífellu: „Þér skiljið þetta ekki! Þér skiljið þetta ekki!“ Og svo, allt í einu, fór hún að gráta. Hljóðlátt, vonleysislegt snökt, líkast barnsgráti. Þetta, hugsaði ég, er það bezta, sem fyrir hana gat komið, og reyndi þar af leiðandi ekkert til að stöðva grát hennar. Þegar grátur hennar tók að sefast, læddist ég yfir að glugganum og gægðist út. Ég var búinn að heyra stöðugt mannamál góða stund. Fólkið var allt saman komið á slysstaðinn, og stóð þar í hálfhring með Poirot í miðju, sem reyndi að halda því frá líkinu. Á meðan ég stóð þarna, sá ég hvar tveir ein- kennisklæddir menn komu þvert yfir grasflötinn. Lögreglan var komin. Ég flýtti mér aftur yfir að legubekknum. Nick leit á mig tárvotum augum. „Þarf ég ekki að reyna að gera eitthvað?" „Nei, vina mín. Poirot sér um það. Látið hann um það.“ Niek þagði nokkur augnablik og sagði síðan: „Veslings Maggie, góða gamla Maggie. Hún var góð manneskja, sem aldrei gerði nokkrum manni mein. Að þefta skyldi henda hana. Mér finnst eins og ég hafi drepið hana — með því að fá hana til að koma hingað." Ég hristi höfuðið, daufur í bragði. Hversu lítið vitum við ekki um framtíðina! Poirot gat ekki órað fyrir, að neitt þessu líkt ætti eftir að koma fyrir veslings stúlkuna, er hann hvatti til þess að hún yrði fengin hingað. Við sátum góða stund í algjörri þögn. Mig langaði til að vita, hvað væri um að vera úti, en köllun minni trúr, gerði ég eins og Poirot hafði fyrir lagt, og var kyrr inni. Mér fannst margir klukkutímar vera liðnir, er dyrnar loksins opnuðust, og Poirot og einn lög- regluþjónn kom inn. 1 fylgd með þeim var mað- ur, sem ég gat mér til að væri Graham læknir. Hann kom strax beint til Nick. „Og hvemig líður yður, ungfrú Buckley? Þetta hlýtur að hafa verið ógurlegt áfall fyrir yður.“ Hann tók á slagæð hennar. „Ekki sem verst." RAGGI OG MAGGI 1. Afinn: Það er svona!! Raggi: Nam-nam. 2. Afi:Ungimað- ur!! Systir þin hefir margsinnis sagt þér, að þú megir ekki aðeins kroppa innan úr kökunum! Raggi: Já, afi — það er svo gott, afi, ég . . . 8. Afi: Ekki orð meira, góði, þú gerir eins og þér er sagt! Raggi: Já, afi!! — Ekkert kropp meira. 4. Raggi: Afi, bíddu!! Heldurðu að systir taki eft- ir því, þó að ég við og við bori smá göt á kök- una?

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.