Vikan


Vikan - 17.06.1943, Blaðsíða 13

Vikan - 17.06.1943, Blaðsíða 13
VIKAN, nr. 24, 1943 í ýmsum hlutverkum. 13 Shirley Temple Dægrastytting | i.. ................. mmmnm.........../ Er mikið í öskjunum þínum? Maður tekur um eða undir höku annars, sem hefir hálf opinn munninn, heldur laust og spyr: „Er mikið í öskjunum þínum ?“ Hinn segir að hann skuli vita. Ef sá sem spurður er, lœtur þá fast aftur munninn, svo hakan hreyfist ekki, þótt hinn lyfti undir hana, eru öskjumar fullar, en ef munninum er haldið hálf opnum, eftir sem áður, lyftir sá, sem vita vill um smjörið, hægt og hægt undir hökuna (öskjumar), svo að tennumar í neðra gómi snerti aðeins hinar; en á endanum, þegar sá heyrir að öskjumar skrapa, sem for- vitnast um þær, skellir hann neðra skolti fast upp að hinum og segir: „Svei þeim, þær em tómar.“ En við það verður hinum hverft og gætir þess að hafa öskjur sínar heldur fullar, nema hann sé óvanur. Ævintýri Georgs í kínverska ræningjabænum. 16. Næsta skeyti var svohljóðandi: Lausn á bls. 14. V eiðimanna-þáttur. Bjami er maður nefndur, og var Jónsson; hann bjó á Húsafelli í Borgarfirði. Hann lagði sig í æsku til veiðiskapar á Amarvatnsheiði, og hafði fyrir lagsmann gamlan karl að nafni Þórhalla, og fór með honum á hausti hverju fram á fjall að veiða á dorg. Einn dag, þegar Bjarni hafði leitað víða um tjarnirnar, fór hann að skála þeirra að kvöldi, og beið svo lengi fram á nótt eftir lagsmanni sinum. Hann heyrði úti' dunur miklar og hark, og lét hann það ekki hræða sig. Loksins kom Þórhallur blár og blóðugur. Bjarni spyr, hvað hefði valdið burtuvera hans og býsn- um þeim, er hann hefði heyrt. Þórhalli kvað tröll- karl hafa komið og vilja taka veiði sína, og haft í hótunum að drepa sig, ef hann synjaði. En hann sagðist hafa varið veiðina með brannvökunni, sært tröllið og ráðist síðan á það, og að lyktum sigr- að það og drepið. Framar mælti hann: „Þú skalt ekki kippa þér upp við það, þó kerlingin hans komi einhvern tíma að hefna bónda sins, og glími við þig.“ Nokkram árum síðar dó Þórhalli karl; en Bjami gerðist foringi veiðimanna, og hafði marga félaga. Eitt haust mæltu þeir mót með sér, hvenær fara skyldi til veiðanna; en þann dag var veður válegt, svo þeir fóra hvergi. En sem á leið daginn, batnaði veðrið; tók Bjami sig þá að heiman, og gerði sér í gran, að félagar sín- ir mundu koma; hélt hann svo áfram til fiskiskál- ans. Var þá enginn þeirra þar kominn. Tók hann þar af hestum sínum, bjóst um í skálanum, kveikti eld, mataðist og lagðist síðan til svefns. En jafnskjótt og hann sofnar, heyrir hann úti dunur og hark mikið, og virtist honum, sem skál- inn mundi ofan hrynja; bar þetta svo bráðan að, að hann fékk naumlega tóm til að risa á fætur. Ekkert hafði hann vopna, nema ísabroddstaf sinn. Bjami gripur hann, og minnist nú forspár Þór- halla karls, og hleypur út í dymar, að verja sig. Sér hann þá, hvar tröllkona stígur stórum að dyrunum; og sem hún sér hann, með broddstaf- inn í hendi, verður henni hverft, sneri bakhlut- anum að dyrunum, frat og hugði að kæfa hann með óþefan þeirri. Bjami kenndi banvænnar fýlu, en gekk allt að einu fram, og eggjaði skessuna til einvígis; en hún óttaðist fleininn og fór und- Ungfrú Erling — systir Mary. Framhald af bls. 4. Svo að þetta var hjúkrunarkona. Yndis- legasta systirin, sem ég hefi séð, hugsaði Verner með sér. „Nú megið þér lesa fyrir mig,“ sagði gamla konan, „ef það gerir ekkert ónæði,“ og hún leit út undan sér á Verner. Verner hneigði sig. „Alls ekki,“ sagði hann. Tveim dögum eftir að þau fóru frá Madeira, komst Verner að því, að hann elskaði systir Mary. Kvöld eitt var hún send upp á þilfar til þess að sækja eitt- hvað, er frúin hafði gleymt. Það var tungl- skin. — Blærinn var mildur og þíður. Um leið og hún gekk fram hjá Verner, greip hann í handlegg hennar. „Þurfið þér alltaf að vera að snúast í kringum þessar gömlu manneskjur?“ spurði hann, næstum reiðilega. Systir Mary leit undrandi á hann. „Ég fæ borgun fyrir það,“ svaraði hún ■— og glettni brá fyrir í augum hennar. „Segjum svo að ég byði yður hærri laun?“ sagði hann. an. Elti hann hana þess ákafar um auðn og sanda, sem hún hvataði meir undanhaldinu, þar til hann skaut broddinum milli herða henni, svo hann gekk á hol, en hún féll dauð niður. Bjarni tók stafinn úr sárinu, sneri heim til skála sins, og varð ekki svefnsamt, það eftir var næturinnar. Um morguninn tók hann sig upp, og fór heim 1 byggð til félaga sinna, og lýkur hér frá honum að segja. Orðaþraut. AUGA OF AR FLAG ÁTTA ÓMUR SK AR ÓLIN L í N A EM J A Fyrir framan hvert þessara orða skal setja einn staf, þannig að séu þeir stafir lesnir ofan frá og niður eftir, myndast nýtt orð, og ér það hátíða- heiti. Sjá svör á bls. 14. Augnablik leiftraði reiðin í augum henn- ar, því næst blóðroðnaði hún. „Hvernig dirfist þér?“ hrópaði hún. „Viljið þér sleppa mér, strax!“ Hann sleppti henni og rétti úr sér. „Mér ber að útskýra þetta fyrir yður,“ sagði hann hægt og blíðlega. „Ef þér vild- uð fórna hálftíma eða svo í kvöld, skal ég gera það með ánægju.“ Hún tók upp úrið sitt og leit á það. Hönd hennar skalf. „Eftir svo sem hálftíma, — ef það hent- ar yður,“ sagði hún og rödd hennar var óstyrk. „Ágætt,“ sagði hann, „ég verð hér þegar þér komið.“ Hálftíma seinna kom hún. Hann stóð ennþá kyrr á sama stað, þar sem hún skildi við hann; hún hallaði sér fram á öldustokkinn, og starði athugul út yfir hafið, sem glitraði allt af skini tunglsins. „Ég er reiðubúin að hlusta á skýringu yðar,“ sagði hún rólega. Er hann hafði lokið máli sínu, voru ein- kennilegir drættir í kringum munn hennar. „Og nú spyrjið þér mig ráða?“ sagði hún. „1 raun og veru eruð þér bundnir

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.