Vikan


Vikan - 24.06.1943, Blaðsíða 2

Vikan - 24.06.1943, Blaðsíða 2
2 VTKAN, nr. 25, 1943 Pósturinn |~^ 18. jún. Kæra Vika! Mikið þætti mér vænt um ef þú gætir gefið mér upplýsingar um kvæði, sem Ágúst Bjamason söng á kvöldvöku stúdenta í útvarpinu s. 1. vetur. Mig minnir það héti „Við Fríkirkjuna". Þetta kvæði þótti mérí svo fallegt að mér fannst ég megai til með að finna það einhvers staðar. og læra það, en það hefir því miðurj; engan árangur borið. Gætirðu leyst■ úr þessum vanda fyrir mig? Vinsamlegast. Þorfinnur. Svar: Kvæðið, sem þér eigið við, er eftir Tómas Guðmundsson og heit- ir „Fyrir sunnan Fríkirkjuna“. Það er i nýútkominni bók, sem heitir „Hörpuljóð“ og hefir Jón frá Ljár- skógum safnað í hana kvæðunum. Kæra Vika mín! Mér er það mikið áhyggjuefni, hversu mikla flösu ég hefi í höfðinu. Þess vegna sný ég mér til þín, og leita ráða þinna. Viltu gefa mér góð- ar upplýsingar, hvemig ég get losn- að við hana sem fyrst og hvers vegna hún kemur. Kær kveðja og fyrirfram þökk. Svar: Bráðlát' 1. Við ráðleggjum yður að leita læknis, því það er á þeirra meðfæri einna að gefa ráð við þessu. Flasan er húðsjúkdómur og er því réttara fyrir yður að leita sérfræðings í þeim efnum. 2. Hún kemur af því, að fyrir sýklaverkun gefa fitukirtlamir frá sér óeðlilega mikla fitu, svo að hör- undið verður feitt og smitandi. Kæra Vika! Þú hefir dregið úr mörgu hugar- böli manna. Villtu nú vera svo góð og hjálpa mér líka og gefa mér ráð. Ég kvelst af hárlosi; ekkert liggur framundan nema ber skalli, eins og sakir standa nú. Ég grátbæni þig um ráð við þessu. Virðingarfyllst, með fyrirfram þökk fyrir svarið. Frk. Hrönn. Svar: Langtíðasta orsök hárrots er flasan. Þó geta ýmsar aðrar ástæður valdið skalla svo sem veik- indi, líkamleg eða andleg, og sumir álíta jafnvel að skalli sé arfgengur. Við ráðum yður eindregið að leita læknis sem fyrst, ef r-3a mætti bót á þessu. Kæra Vika! 14/6‘ 1943‘ Viltu gjöra svo vel að svara fyrir mig einni spurningu. Þarf að láta sykurseðla fyrir flórsykri eða er hann látinn án sykurseðla. Með fyrirfram þakklæti og von um svar í næsta blaði. Jeg sjálfur. Svar: Já, flórsykur er einungis úti- látinn gegn sykurseðlum. Góða Vika mín! Það er varla von að þú getir svar- að öllu því, sem þú ert spurð um og það er mjög líklegt að erfitt verði fyrir þig að gefa mér úrlausn, en mig langar til að vita, ef hægt er með 1 I I Heflar. Hamrar. Hallamál. Tangir. Tommustokkar. Sandpappír. Hurðarlamir. Galv. Vírlykkjur. Saumur, ódýr, o. m. fl. Niels Carlsson & Co. Laugavegi 39. góðu móti, hvaðan tvær setningar eru, sem einn vinur minn er alltaf að stagast á. Hann þykist vera af- skaplega lesinn, vill svo ekki segja manni, hvaðan hann hefur vizkuna, rétt eins og hún sé bara fyrir hann einan. Setningamar eru svona: Aum- asti hégómi og eftirsókn eftir vindi. Ein sem lítið veit. Svar: Lesið þér bibliuna til þess að öðlast vizku og læra fagurt mál! Þessar setningar vinar yðar standa i „Prédikaranum":....Þá sá ég, að allt var hégómi og eftirsókn eftir vindi . . . .“ Kæra Vika! Viltu nú ekki vera svo góð að segja mér, hvemig orðin himinn og læknir beygjast í eintölu og fleirtölu ? Fáfróður í íslenzku. Svar: Þau beygjast þannig: 1 eintölu: himinn læknir himin lækni himni lækni himins læknis 1 fleirtölu: himnar læknar himna lækna himnum læknum himna lækna Kæra Vika! Viltu vera svo góð að gefa mér upplýsingar um hvaða kröfur eru gerðar til manna, sem vilja táka þátt í „meiraprófsnámskeiði" fyrir bif- reiðarstjóra, og hvenær næsta nám- skeið verður, og hvort þarf að sækja um það með fyrirvara. Með fyrirfram þökkum. Áskrifandi í sveit. Svar: Við fengum upplýsingar hjá „Bifreiðaskoðun ríkisíns" og eru þær á þessa leið: Ekki er tekið á móti umsóknum fyrr en búið er að ákveða, hvenær námskeið verður haldið og þá er það auglýst í blöðum og útvarpi. Líklegt er, að námskeið hefjist í Stálsmiðjan við Brunnstíg (ketil- og stálsmiðja). Byggð 1934. Sameign H. f. Hamars og Vélsmiðjunnar Héðins. Jámsteypan við Hringbraut (járn- og koparsteypa). Byggð 1940. Sameign H.f. Hamars og Vélsmiðjunnar Héðins. H.f. Hamar tekur skipið Jökul sundur i miðju og lengir það um ca. 4 metra. . Jökull eftir lenginguna, tilbúinn að fara á flot. október, en þó er ekki búið að ákveða af þeim á því ári, sem sótt er um. það. Skilyrði þess, að menn fái að Leggja verður fram hegningarvott- taka þátt í meiraprófsnámskciðum orð og vottorð frá þeim, sem ekið eru þessi: Menn verða aö vera fullra hefir verið hjá. Fyrst verður svo að 19 ára og hafa vottorð um, hve lengi taka aksturspróf og er að því loknu þeir hafi fengist við akstur, má ekki skorið úr um það, hvort umsækjandi vera skemur en sex mánuði og þrír fær að vera á námskeiðinu. Útgefandi: VTKAN H.F., Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón H. Guðmundsson, Kirkjustræti 4, sími 5004, pósthólf 365.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.