Vikan


Vikan - 24.06.1943, Blaðsíða 4

Vikan - 24.06.1943, Blaðsíða 4
4 VIKAN, nr. 25, 1943 Rennismiðjan við Tryggvagötu. Móta-trésmíði í sambandi við járn- og koparsteypu við Hringbraut. Núverandi stjórn félagsins skipa þeir Hjalti Jónsson konsúll, Geir Zoéga vega- málastjóri og Steindór Gunnarsson prent- smiðjustj., og varastjórnandi Kristján Sig- geirsson kaupm. Ýmsir menn hafa starfað lengi og vel fyrir félagið og má í þeirra hópi nefna Hjalta Jónsson, sem verið hefir í stjórninni frá upphafi, Jón Gunnarsson skrifstofustjóra, en hann hefir verið þar starfsmaður í 25 ár og Árna Jónsson, verk- stjóra járnsteypunnar, sem 15. okt. 1936 var sæmdur silfurbikar, en hann hafði þá starfað 30 ár í jámsteypunni. Smiðja og skrúfstykkja-verkstæðið við Tryggvagötu. Verkfæra-afgreiðslan við Tryggvagötu. Hér er ekki unnt að rekja starfsemi þessa mikilvirka fyrirtækis, en það hefir, eins og gefur að skilja, unnið geysimikið þessi tuttugu og fimm ár, aðallega að skipaviðgerðum, uppsetningu allskonar véla, kolakranans við höfnina í Reykjavík, benzíngeyma víðsvegar um land, túrbínu- pípna í rafmagnsstöðvar, vita-grinda og lampa, smíðað gufukatla m. a. fyrir lýsis- bræðslur og fiskþurrkunarhús, allskonar vindur handa skipum og bátum, unnið járnsmíðavinnu fyrir höfnina í Reykjavík og vegna brúargerða o. s. frv. Benedikt Gröndal, framkvæmdastjóri H. f. Hamars er fæddur í Reykjavík 1899, tók stúdentspróf frá Menntaskólanum 1917 og verkfræðipróf (cand. polyt.) frá Kaup- mannahafnarháskóla 1924. Síðan vann hann hér almenn verkfræðistörf, unz hann gerðist framkvæmdarstjóri Hamars. Bene- dikt Gröndal er sonur Þórðar læknis Edi- lonssonar, skipstjóra Grímssonar, og konu hans, Helgu Benediktsdóttur skálds Grön- dals Sveinbjarnarsonar. Gröndal er kvænt- ur Halldóru, dóttur August Flygenrin'g..

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.