Vikan


Vikan - 24.06.1943, Blaðsíða 8

Vikan - 24.06.1943, Blaðsíða 8
8 VIKAN, nr. 25, 1943 T Rasmína: Mundu nú að þetta er fín veizla — horfðu bara á herra Tómas og gerðu allt eins og hann gerir — því sá maður veit, hvað við á. Gissur: Ég gerði það í síðustu veizlu — en hann stal nú með sér öllum skeiðunum af borð- inu, þegar hann fór. Bjargráð Rasmínu! Rasmína: Ó! er það ekki dásamlegt að vera meðal fólks sem eru jafningjar manns! — Gissur: Blessuð góða, við skulum koma héðan út sem allra fyrst. — Rasmína: Guð hjálpi mér!! Líttu á bakið á jakk- anum þínum! Gissur: Hvað er að þér? Heldurðu að höfuðið á mér sé á ás ? Hvernig á ég að geta séð bakið á mér ? \ Rasmína: Hvernig hefir þetta skeð? t>að er rifa niður allt bakið! Gissur: Þú ættir að spyrja Tomma bróður þinn — hann fékk fötin lánuð, á bílstjóradansleikinn í síðast liðinni viku. Rasmína: Farðu úr jakkanum! Þakkaðu guði fyr- ir að ég er með nál og enda í veskinu mínu! Gissur: Jæja. — En þú verður að flýta þér, áður en fleiri gestir koma! Rasmína: Drottinn minn dýri!! Hvar er skyrtan þín ? Þú ert bara með brjóstið og flibbann ? ? Gissur: Róleg — ég þakkaði fyrir að fá þó ekki væri nema brjóstið aftur, frá þessari kerlingu sem þú lést þvo það hjá! Rasmína: Hræðilegt! Þama koma herra og frú Rasmína: Fljótur! Feldu þig inn í þess- Brandon! Hvað á ég nú að gera? ari kompu á meðan þau fara fram hjá! Gissur: Þú þarft ekkert að gera! En hvað á ég ' að gera? Frú Brandon: Hvernig líður yður frú Rasmína? Þetta verður nú meiri veizlan hér í kvöld! Rasmína: Ó — já — já! Maðurinn minn varð að stinga af frá skrifstofunni, til þess að geta komið hér! Gissur: Rasmína! Opnaðu hurðina!! Þú hendir mér inn i aðal danssalinn!

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.