Vikan


Vikan - 24.06.1943, Blaðsíða 10

Vikan - 24.06.1943, Blaðsíða 10
10 VIKAN, nr. 25, 1943. Leikföng barnanna. Eftir Garry Cleveland Myers. 11 in m ni i i m nfii i iii i LIU Matseðillinn. Steiktur lax. 1 kg. lax, tvíbökumylsna, salt, pipar, 1 egg, smjör eða smjör- líki. Fiskurinn er þveginn vel, skorinn frá beininu og gæta verður þess, að hann sé sem heillegastur, síðan skor- inn í smástykki, salti og pipar stráð yfir, velt upp úr eggi og siðast tví- bökumylsnunni. Smjörið brúnað og laxinn settur á pönnuna, þegar það er orðið ljós brúnt. Steiktur I nokkr- ar mínútur á hvorri hlið. Raðað á fat og soðnar kartöflur settar utan með. Brúnað smjör borið með eða kaldar sósur, t. d. „remonlaði" eða „mayonnaise“. Hrísgrjónavellingur. 2 1. mjólk, 125 gr. hrísgrjón, y2 tesk. salt. Mjólkin er sett í pott, og þegar hún sýður eru hrisgrjónin, sem áður hafa verið vel þvegin, sett út í og hrært í þar til sýður aftur. Soðin í 1—2 tima. Saltað. Sykur og kanill borinn með. Húsráð. Ef skorpan á brauðinu eða kök- unni hefir orðið of hörð, skuluð þér taka hreint léreftsstykki, vinda það Upp úr volgu vatni, og setja utan um brauðið, við það linast skorpan. Þó nú sé komið sumar, er engu að síður þörf á að eiga laglega svefn- jakka, fyrir þær sem fara i sveitina. Þessi jakki er úr rósóttu silkiefni. Ný stjarna. Dona Drake er ný „stjarna". Hún dansaði, söng og stjórnaði dans- hljómsveit áður en hún varð leik- kona. Áður en börnin eru það gömul, að þau séu send í skóla, læra þau mest á leikföngum sínum. Og meira að segja á skólaárunum læra þau oft jafn mikið af leikjum sínum heima, eins og i skólanum. Mörgum foreldr- um eru þessar staðrejmdir ljósar, og kappkosta þvi, að leikföng barnanna séu valin með þetta fyrir augum. Nú eru stöðugt framleidd fleiri og fleiri leikföng, beinlinis í því augna- miði, að þau séu þroskandi fyrir böm, en þau eru dýr. Sumir úrræða- góðir foreldrar hafa þó getað gefið börnum sínum fjöldan allan af leik- föngum, sem kosta litið sem ekkert. Þau búa þau til heima. Og þessi böm, sem eiga lítið sem ekkert af að- keyptum leikföngum, eiga ógrynni af heimatilbúnum. Beztu leikföngin fyrir börn á aldr- inum frá fimm mánaða til tveggja ára eru ýmiskonar búsáhöld, sem hætt er að nota, gamlar skeiðar, pönnur, pottar o. s. frv. Þetta kost- ar ekkert, og bömin eru engu að síður ánægð með þau, en þó þau væru með dýr búðarleikföng. Eitt er sem bömum á þessum aldri þykir mjög gaman, en það er að draga eitthvað á eftir sér, þegar þau em inni. Gaml- ir smákassar, undan ýmsu em alveg tilvaldir til slíkra hluta. Ef þér t. d. eigið marga þá bindið alla hvern aft- an í annan, með dálitlu millibili, þá er komin þarna fínasta jámbraut, sem barninu þykir ekki minna til koma, en þótt þér keyptuð dýrar bifreiðir í búð fyrir það. Þegar bömin eru orðin 2—3 ára, fer þeim að þykja gaman að krota á pappír. Blýantar eru hættulegir svo litlum börnum og jafnvel þó eldri væru. 1 stað þeirra skuluð þér gefa þeim stóra kritarmola, en þeir em fáanlegir í öllum litum. Notaður um- búðapappír er ágætur fyrir börn til þess að krassa á. Bezt er að þau geti setið við lág borð, en sé þeirra ekki völ, má vel komast af með að láta þau liggja á gólfinu, og hafa gömul blöð og tímarit fyrir borð. Bömun- um er það mikið gleðiefni, ef for- eldrum þeirra þykir gaman að og kunna að meta þessi listaverk þeirra. Fyrr en varir eru börnin orðin fær um að nota liti. Þá skuluð þér gefa því vatnsliti, en ekki er vert, að um of marga liti sé að gera, til þess aö byrja með; breiðið svo stórt bréf á gólfið, en gætið þess að það sé nógu stórt, svo engin hætta sé á að litur- inn fari í gólfdúkinn. Börnin eiga að venjast ung á þrifnað, því „það ungur nemur, sér gamall temur.“ TJr því að böm eru orðin tveggja ára fara þau að hafa gaman af myndabókum. Geymið bömum yðar alla verðlista og myndablöð, sem þér eignist. Þegar þau eru orðin fjögra ára og eldri, fer þeim að þykja mjög gaman að klippa sjálf út myndir úr blöðum, og sömuleiðis að lita þær, eftir þar til gerðum fyrirmyndum. Þegar börn byrja að læra að lesa, gætuð þér hjálpað þeim að læra orð og heilar setningar, með því að prenta þau fyrir neðan myndirnar i mjmdabókum þeirra. Engin leikföng eru jafn gagnleg og endast jafn lengi og trékubbar, sem eru mismunandi að stærð og lögun. Slika kubba getur hagur maður smíðað sjálfur og málað á þá, ef vill, ýmiskonar mjmdir. En þó er það ekki nauðsjmlegt, þvi aðalskemmtan barnanna er að byggja úr þeim. Leir er mjög skemmtilegur fyrir börn, og þá helzt alla vega litur. Það þroskar þau mjög að fást við að búa til ýmis- konar hluti úr honum. Húsráð. Er þér farið að sjóða niður græn- metið skuluð þér hafa hugfast, að hafa ílátin ekki of stór. Við það að þau eru opnuð, kemst loft í þau, en það aftur á móti orsakar það, að vitámin grænmetisins eyðileggjast. Bezt er að ílátin séu ekki stærri en það, að aldrei þurfi að skilja eftir 1 þeim. Það er í fáum fæðutegundum jafn- mikið af járni eins og í eggjarauðum. NOTIÐ eingöngu STÍFELSI Heildsölubirgðir: GUÐMUNDUP ÓLAFSSONkCO. Austurstræti 14. — Sími 5904. Swaw rakkrem mýkir og styrkir húðina og gerir raksturinnað ánægju. Heildsölubirgðir: Agnar Norðfjörð & Co.h.f. Sími 3183. Dömur! Hjá okkur getið þér fengið J A K K A prjónaða eftir máli, og valið sjálfar um liti og snið. PRJÓNASTOFAN LOPI & GARI Skeggjagötu 23. Sími 5794.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.