Vikan


Vikan - 24.06.1943, Blaðsíða 11

Vikan - 24.06.1943, Blaðsíða 11
VIKAN, nr. 25, 1943 11 Hann snéri sér að mér. ; „Hafið þér gefið henni nokkuð?“ „Dálítið af sterku víni.“ „Mér líður ágætlega,“ sagði Nick, og reyndi að bera sig vel. „Getið þér svarað nokkrum spurningfum ?“ „Já.“ Lögregluþjónninn færði sig nær. Nick heilsaði honum með daufu brosi. „Ekki að tefja umferðina í þetta skiptið," sagði hún. Ég dró þá ályktun, að þau væru ekki ókunn hvort öðru. „Þetta er hræðilegt atvik, sem fyrir hefir kom- ið, ungfrú Buckley,“ sagði lögregluþjónninn. „Ég er mjög hryggur út af þvi. Poirot, en nafn hans þekki ég mjög' vel, og er hreykinn af að hann skuli ætla að vinna með okkur, segir mér að eftir því sem hann bezt viti, þá hafi verið skotið á yður í gistihúsgarðinum fyrir nokkru?“ Nick hneigði höfuð sitt til samþykkis.- „Ég hélt, að það hefði bara verið broddfluga,“ sagði hún, til skýringar, „en svo var ekki.“ „Og áður höfðu ýms einkennileg atvik komið fyrir yður?“ „Já - - það var annars dálítið skrítið, að þau skyldu öll ske, svona hvert á eftir öðru.“ Hún gaf glögga lýsingu á þeim öllum. „Það er nú svo. En segið mér, af hvaða ástæðu var frænka yðar með yðar sjal i kvöld.“ „Við fórum inn að sækja okkur kápu, — það var frekar kalt að horfa á flugeldana. Ég henti sjalinu af mér hér á legubekkinn. Hljóp siðan UPP og fór í kápuna, sem ég er í núna. Ég náði einnig í sjal fyrir vinkonu mína, frú Rice, uppi í hennar herbergi. Það liggur þarna á gólfinu Við gluggann. — 1 því kallar Maggie, að hún gæti hvergi fundið sína kápu. Ég sagði, að hún hlyti að vera niðri. Hún fór þá niður, og kallaði þaðan til mín, að hún gæti hvergi fundið hana. Ég sagði, að hún hefði sennilega verið skilin eftir úti í bifreiðinni. — Þetta var ,,tveed“ frakki, sem hún var að leita að — hún átti enga loðkápu til — og að ég skyldi færa henni eitthvað af mér, til þess að fara i. En hún sagði, að ég skyldi ekkert vera að því — hún tæki bara sjalið mitt, ef ég þyrfti ekki að nota það. Og ég sagði, að það Forsaæa : Poirot °g Hastings vinur ® * hans eru nýkomnir til St. Loo í sumarleyfi. Þar kynnast þeir ungri stúlku, Nick Buckley að nafni, er býr alein í húsi sínu, Byggðarenda. Þeir komast að því, að hún hefir fjórum sinnum á skömm- um tima lent í lifsháska og vekur þetta forvitni Poirots. Þegar hún fer, skilur hún eftir hattinn sinn, en í barði hans er gat eftir skammbyssukúlu. Þeir ákveða að heimsækja hana að Byggðarenda. Er þangað kemur láta þeir Nick segja sér ítarlega frá með hvaða hætti hún hefir komizt í lífsháska, og sýna henni kúluna, er fór í gegnum hattbarð hennar. Hún segist eiga byssu, þeirrar tegundar, sem kúlan er úr. En er hún ætlar að ná í byss- una, er hún horfin. Poirot lætur hana nú segja nákvæmlega frá atburðum síðustu daga og hverjir séu vinir hennar. Nick er þeirrar skoðunar, að þetta séu allt tilvilj- anir, er fyrir hana hafa komið. Poirot hvetur hana til þess að fá einhvem vina sinna til þess að búa hjá sér og það verð- ur úr, að hún segist skulu fá frænku sina frá Yorkshire. Poirot grunar, að Nick leyni þá einhverju. Poirot og Hastings fara á laun að Byggðarenda og hitta þar ókunnan mann, Croft, nábúa Nick, og fara heim með honum. Kona hans er veik, en lætur sér mjög mjtjg annt um allt, er snertir Nick. Litlu seinna heimsækir Nick þá og viður kennir, að hún sé hrædd og að þessi stöðuga óvissa fari illa með taugar hennar. Talið berst að því, hvort liún muni vilja selja Byggðárenda. En hún kveðst ekki vilja það. Litlu síðar heimsækja þeir Vyse lögfræðing og þar beinir Poirot talinu að Nick og Byggðarenda. Nick hafði boðið þeim heim um kvöldið til þess að horfa á flugeldasýn- ingu, og þar kynnast þeir Maggie og Buck- ley. Þetta sama kvöld er hún myrt í garð- inum á Byggðarenda. Nick verður örvingl- uð og áfellir sjálfa sig fyrir að hafa fengið hana til að koma, og lánað henni kínverska sjalið, er hún var sjálf með um kvöldið. Lögregluþjónar og læknir koma á vettvang. væri alveg sjálfsagt, ef það yrði nógu heitt fyrir hana. En hún sagði, að svo væri, því sér þætti ekkert sérstaklega kalt, það væri mikið kaldara i Yorkshire en hér. Bara að hún fengi eitthvað. Ég sagði henni að taka það, og ég kæmi að vqfmu spori. Og þegar ég kom — kom út — Hún þagnaði — gat ekki sagt meira ... „Svona, reynið að vera rólegar — ungfrú Buckley. Segið mér aðeins eitt. Heyrðuð þér nokkuð skot — tvö skot?“ Nick hristi höfuðið. „Nei — aðeins hvinina í flugeldunum.“ „Það er einmitt það,“ sagði lögregluþjónninn. „Maður tæki ekki eftir skoti, i öllum þessum látum. Ég þykist vita, að það sé árangurslaust að spyrja yður — hvort þér hafið nokkurn grun um, hver sé upphafsmaður allra þessara árása á yður?“ „Ég hefi ekki minnsta grun um það,“ sagði Nick. „Ég get ekki ímyndað mér það.“ „Það er ekki að furða,“ sagði lögregluþjónn- inn. „1 mínum gugum er það líkast því, sem þetta sé einhver vitfirringur —- morðsjúkur vitfirring- ur. Viðbjóðslegt verk! Jæja, ég þarf ekki að spyrja yður fleiri spurninga í kvöld, ungfrú. Mér þykir þetta leiðinlegra en svo, að ég fái þvi með orðum lýst.“ Graham læknir vék sér að Nick. „Ég hefi stungið upp á því, ungfrú Buckley, að þér dvelduð ekki lengur hér. Ég hefi átt tal um þetta við Poirot. Ég veit um ágætt hress- ingarheimili. En eins og þér vitið, þá hafið þér orðið fyrir þungu áfalli, og það sem þér þarfn- ist mest, er algjör hvíld —.“ Nick virtist ekki taka eftir því, sem hann sagði. Hún horfði á Poirot. „Er það — vegna áfallsins?“ spurði hún. Poirot gekk til hennar. „Ég vil, að þér séuð þar sem þér getið verið öruggar, ungfrú. Og ég vil einnig vera viss um það með sjálfum mér, að þér séuð öruggar. Þarna er hjúkrunarkona, áreiðanleg og trú stúlka. Hún verður stöðugt i návist yðar. Þér þurfið ekki annað en kalla, svo er hún komin. Þér skiljið, hvað ég á við?“ „Já,“ sagði Nick. „Ég skil. En það gerið þér ekki. Ég er ekkert hrædd framar. Mér er ná- kvæmlega sama um allt. Ef einhver er, sem vill drepa mig, þá getur hann gert það.“ „Svona, svona!“ sagði ég, „þér eruð of þreyttar!“ „Þér skiljið ekkert. Enginn ykkar skilur neitt.“ „Ég held í raun og veru, að áform Poirots séu mjög skynsamleg," greip læknirinn fram í. „Ég skal aka yður þangað í bifreiðinni. Svo gef ég jfMiiimiiiimiiiMiiiiiiititiiiiiiiHiiiiiiiiiimiiiiitinMNiiniMr/, ! Minnslu ávallt ! mildu sápunnar [ '** uinmiiimiiimiiiiiiiiiiiiiiniiiinniniii■■11111111111111 ninv'>'* Regum tannpasta hreins- ar fágar og gerir tennurnar hvítar. Skilur eftir hress- andi og frískandi bragð. Heildsölúbirgðir: Agnar Norðf jörð & Co.li.f. Simi 3183. nuhx varðveitir hár yðar og auðveldar greiðsluna. Byðir flösu og hárlosi. ^ ^/Eliminðtes SCURF-DANDRUFF Hdndy.comenientt Sdfe to cdrry Heildsölubirgðir: Agnar Norðfjörð & Co. h.f. Lækjargötu 4. Sími 3183. Avallt fyrirliggjandt. Elnkaumboð: Jóh Karlsson & Co. Sími 1707 (2 línur).

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.