Vikan


Vikan - 24.06.1943, Blaðsíða 15

Vikan - 24.06.1943, Blaðsíða 15
VIKAN, nr. 25, 1943 15 Þingvísur Nýstárleg og skemmtileg' bók kom út fyrir skömmu og er útgefandi hennar Þórhallur Bjam- arson. Það em „Þingvísur 1872—1942. Safnað hefir Jóhannes úr Kötlum.“ Höfundaskrá er fram- an við bókina, en ekki við hverja vísu, svo að menn verða að hafa fyrir því sjálfir að finna faðemið og er það víst bæði kostur og löstur, eftir þvi, sem á er litið. Eru í bókinni vísur eftir 59 höfunda, þar af 26 alþingismenn. Fylgja skýr- ingar hverri vísu og sagt frá því á hvaða þingi þær eru ortar. Skulu hér til bragðbætis birtar nokkrar vísur af handahófi úr bókinni: Safnið hefst á þessari frá 1872: Ég er konungkjörinn, karl minn, segi ég þér; enda upp lýkst vörin efri og neðri á mér aldrei nema á eina lund: eftir því, sem þóknast bezt þjóð við Eyrarsund. Þessi er frá 1897 og fylgir henni svofelld lýsing: Á þessu þingi var stjórnarskrármálið á dagskrá, og sigraði stefna dr. Valtýs Guðmundssonar rit- stjóra, þingmanns Vestmannaeyinga, i atkvæða- greiðslu um málið. TJrslit þessi eru ofdæming, — allur sér nú lýður, að andskotinn við einteyming Alþinginu ríður. Þessi er frá 1901 og skýringin svona: Hér er aftur vikið að samvinnu Lárusar sýslumanns og Hannesar ritstjóra um sjálfstæðismálið: Oft er lán í veröld valt og viðsjáll rekabútur; styður Lalla höfuð hallt Hannes niðurlútur. Hér er vísa frá 1911 um fjóra Birni: Flónskan teymir fúla-Bjöm, Flekar margan skinna-Björn, silfrið elskar síldar-Bjöm, Selur keitu grútar-Bjöm. Þessi er frá 1912 og skýringin þannig: Guðjón Guðlaugsson kaupfélagsstj., þingmaður Stranda- manna, var andbanningur og hélt því meðal ann- ars fram, að brennivínsleysið knýði menn til að leggja sér ýmsa ólyfjan til munns: Burt með þetta bölvað haft, — bannið vil ég reka af höndum. Höfuðvatn og sætasaft súpa þeir, sem kjósa á Ströndum. Þessi er frá 1913 og skýringin svona: Eftir- farandi vísa mun vera kveðin um Bjarna frá Vogi, en hann var mikill baráttumaður fyrir löghelgun bláhvíta fánans hér á landi: Gt hann setur austurtrog, upp þann biáa dregur, og hringsnýst um sinn vizkuvog voða-merkilegur. Þessi er frá 1914 og skýringin þannig: 1 næstu vísu er átt við Sigurð Sigurðsson ráðunaut, auk þess sem hér er aftur vikið að málvenju Péturs á Gautlöndum: Rödd úr Sigga ráðunaut reynir á sérhvert heilbrigt eyra, en ,,prinsipin“ úr Pétri Gaut pína mann þó langtum meira. Þessi er frá aukaþinginu 1916—17 og er skýr- ingin svona: Kosning Péturs Þórðarsonar bónda í Hjörsey, þingmanns Mýramanna, var kærð til þingsins og því meðal annars haldið þar fram, að hann hefði ætlað að kaupa einn kjósEinda til fylgis við sig fyrir eina krónu, en maðurinn hefði talið 50 aura alveg nóg: Það er vandi i þetta sinn að þekkja rétta málstaðinn, fyrst þeir létu fljóta inn fimmtíu aura þingmanninn. Þessi er frá sumarþinginu 1917: Gaf hann ýmsar upplýsingar um Isafjarðar veðurfar: það vita ekki allir vesalingar, að vatnið getur frosið þar. Þessi er frá sama þingi og skýringin þannig: Magnús Torfason sýslumaður og Hannes Hafstein, þá landkjörinn þingmaður, áttu einhverju sinni deilur saman á þessu þingi: Magnús flytur mærðarslitur, mörg eru hnituð ónýt svör, en Hannes situr hljóður og vitur, — hrærist biturt glott á vör. Þessi er frá aukaþinginu 1918, en tildrög henn- ar eru ókunn: Þó að nú sé nauður á, nóg er smjör í vonum,' ef að þjóðin færir frá flestum þingmönnonum. Þessi er frá vetrarþinginu 1928. Skýringin er þannig: Á þessu þingi var uppi frumvarp til laga um eignar- og notkunarrétt jarðhita. Stelið ekki úr iðrum lands arðinum mikilsverða; eignarheimild andskotans engir mega skerða. Þessi er frá vetrarþinginu 1932. Skýringin er þannig: Á þessu þingi urðu heitar umræður í Efri deild um frumvarp til laga um virkjun Sogsins. Fellur mælsku foss að ós, freyðir á hverjum stalli. Ég held þó meir sé hita en ljós að hafa úr þessu falli. Sama sagan í breyttri mynd. Langar yður ekki til þess að vita, hvemig segja á skemmtilega sögu, þannig að þær missi ekki marks. Takið einhverja gamla skrítlu, sem þér hafið heyrt, og staðfærið hana með persón- um. Breytið nöfnum svo, að hún eigi við á hverj- um tíma, eða setjið þau, þar sem engin eru gefin, skiftið um staðarheiti og tíma. Hér er til dæm- is saga um Oscar Levant (fræga ameríska hljóm- listar manninn og æringjann). Sagan segir að ungt tónskáld hafi samið sorg- arlag, þegar Georg Gershwin dó, og komið með það til Levant, að hann skyldi segja álit sitt á því. Levant hlustaði á það og sagði síðan: held, að það hefði verið betra ef þú hefðir dáið, og Gershwin hefði samið sorgarlagið." Þessi saga er einnig til í þeirri útgáfu, að Liszt hafi átt að færa Rossini lagið, í tilefni af dauða Meyerbeer, og um kvenmann, sem átti að hafa fært Jósep Hofmann sorgarlag, þegar Mac- Dowell dó. / Hann þurfti ekki margbrotin tæki til þess. Þessi saga er um frú Albert Einstein, konu hins fræga vísindamanns, og þeir sem þekktu frúna, segjast fullvissir um að hún sé sönn. Hún heimsótti eitt sinn Mt. Wilson stjömu- athugunartuminn í Califomíu og þar var henni sýnd geysi stór sjónpípa (stjörnukíkir), er á vom mjög nákvæm mælingartæki. „Og til hvers er þetta notað?“ spurði hún. Þeir sögðu henni að það væri til þess að ákvarða lögun og stærð alheimsins. „Ó,“ sagði hún, „maðurinn minn gerði það nú á baksíðunni á venjulegum umslögum!“ Verðlagsblöð sem sendast eiga vegna vöruinnkaupa til verðlagsstjóra, fást í 50 eintaka blokkum i Steindórsprenti h.f. Kirkjustræti 4. Tvær myndir af frú Chiang Kai-shek. Myndin að ofan: Frúin sæmir James Doolittle hershöfðingja æðstu orðu kínverska hersins. Myndin til vinstri: Frú Chiang Kai- shek, en hún var síðastliðinn vetur langan tíma gestur forsetahjónanna í Hvíta-húsinu. Teiknistofu og skrifstofu okkar höfum við flutt á Laugaveg 39, 3. hæð. Höfum fyrirliggjandi og til sýnis á teiknistofunni: Armstóla, hnota, birki og eik. Smáborð, mahogni, birki og eik. Borðstofustóla, birki og eik. Borð með stækkanl. plötu, birki, eik. Tevagn úr sænsku birki. INNBU Vatnsstíg 3 B. Sími 3711. »»»»»»»»»»»»»»»»>»»»»»»»»>»:

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.