Vikan


Vikan - 01.07.1943, Blaðsíða 3

Vikan - 01.07.1943, Blaðsíða 3
VIKAN, nr. 26, 1943 3 Iðnsaga íslands. Iðnsagan er hið mesta stórvirki og merkileg fyrir margra hluta sakir. ,,Bók þessi er gefin út til minja um sjötíu og fimm ára af- mæli Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík 3. febrúar 1942“, en verkið er nýkomið á markaðinn, í tveim þykkum bindum, vönduð- um að frágangi og prýddum mörgum myndum. Um aðdraganda út- gáfunnar segir ritstjóri verksins, Dr. Guðm. Finnbogason í formála: ,,. .. íslenzkur iðnaður hefir fengið mikinn vöxt og viðgang síðustu áratugi. Á slíkum tímum er holt að nema staðar, líta yfir farinn veg og átta sig: „Að fortíð skal hyggja, ef frumlegt skal byggja, án fræðslu þess liðna sést ei hvað er nýtt.“ „Húsagerð á lslandi“ eftir Guðmund lækni Hannesson, er geysimikil grein, sem fyrra bindi Iðnsögu Islands hefst á. Er þar afarmiklum fróðleik um húsagerð þjappað saman, enda er höfundurinn velkunnur fyrir áhuga sinn á því sviði. Um fyrsta stein- steypuhúsið segir hann m. a. í grein- inni: ,, . . . Til þess að vekja almenna athygli á steinsteypu þurfti einhver að byggja steinsteypuhús, sem allir gætu séð og þreifað á. Þetta var gert árið 1895 og var merkisviðburður i sögu húsabygginga hér á landi. Jó- hann Eyjólfsson, bóndi i Sveinatungu, lét byggja hús þetta og hafði fengið til þess Sigurð Hansson, steinsmið, sem fyrr er getið um. Bær þessi er efst í Norðurárdal, afskekktur, en þó i þjóðbraut milli Suður- og Norð- urlands . . . Hér var úr vöndu að ráða, en að lokum kom þeim saman um það, Jóhanni og Sigurði, að reyna að steypa steina hér úr mulningi og sementmúrlími. Báðum þótti líklegt, að múrlímið myndi engu síður geta límt smáa steina saman en stóra . . . Auðvitað harðnaði þessi steypa fljótt og vel, og þótti nú þeim Jóhanni og Sigurði ráðið vænkast . . . Hér var þá íslenzkur sveitabóndi og stein- smiður að gera tilraunir eftir sinu höfði og uppgötvuðu steinsteypu! Áð- ur hafði Sigurður uppgötvað kalk- steypu og byggt heilt hús úr henni. En þeir létu ekki þar við sitja. Þeg- ar vissa var fengin fyrir því, að próf- steinarnir hörnuðu vel, lá það nærri að steypa steina og hlaða veggina úr þeim, sérstaklega vegna þess, hve grjótið var erfitt viðfangs, enda hafði Sigurður notað þessa aðferð í Görð- um. Þessi leið var þó ekki farin, því að þeim félögum kom til hugar, að einfaldara væri að gera mót að sjálf- um veggjunum og steypa þá í því. Á þennan hátt mátti spara sér alla vinnu við veggjahleðsluna. Þeir félag- ar hurfu að þessu ráði. Nú höfðu hvorugur þeirra séð veggjamót, og það var engan veginn vandalaust að finna hentuga gerð á þeim . . . Þetta vandaverk tókst svo vel, að þessi „Sveinatungumót" taka að sumu leyti öllum færanlegum mót- um fram, sem notuð hafa verið hér á landi ..." Prédikunarstóll frá Bæ á Rauðasandi, gerður af Jóni Greipssyni 1617. Postularnir. Altarisklæði úr Hrafnagilskirkju. Þessar myndir eru í greininni „Bókband" eftir Guðmund Finnbogason, ritstjóra Iðnsögu Islands. Svofelld skýr- ing fylgir (myndin til vinstri): „Ársæll Árnason: Band á Guðbrandarbiblíu, brúnt marquinskinn, handgyllt eftir eigin teikningu. Krossinn innlagður svörtu skinni, sólin rauðgulu, Íitlu hornreitirnir hvítu skinni. Á kili innlagðir sömu litir." (Myndin til hægri): „Innhliðin á fremra spjaldi bókarinnar. Sexhyrnda stjarnan innlögð hvítu skinni, reiturinn inn í henni bláu skinni. Eign frmrst. Eddu og er þetta stúkumerkið." Það hefir stjórn Iðnaðarmanna- félagsins í Reykjavík skilið, er hún Framhald á bls. 7. I . Brauðmót, fiskfat, bakki, spænir, sýrukönnur, askur.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.