Vikan


Vikan - 01.07.1943, Blaðsíða 4

Vikan - 01.07.1943, Blaðsíða 4
4 VIKAN, nr. 26, 1943 ÞRÁ að var ekki hægt að segja um frú Johansen, að hún væri geðfelld. Það bar margt til þess — tíu ára hjónaband með sama manni, sem oft og tíðum var vondur við hana, og sem hún þurfti þar að auki að sjá fyrir, hafði gert hana kalda og tilfinningarlausa, hafi hún þá nokkurn tíma átt þær. En svo var hún aftur á móti eins og fædd til þess, að gegna því starfi, sem hún gengdi. Hún veitti forstöðu vinnumiðlun- arskrifstofu í stórborg. Fólk, sem kom inn á skrifstofuna til hennar, og hafði slæma samvisku, var hrætt við hana. Því fannst sem hvöss augu hennar sæju í gegnum það. Og hún var skarpsýn. Aldurinn og lífsstarf hennar höfðu kennt henni, að efast um allt og vantreysta öllu. Það var orðin föst venja hjá henni. Hún hafði hrakið á flótta meira en helm- ing af beiningarmönnum borgarinnar. Og þeir af þeim, sem hún hafði sigrast á og útvegað atvinnu, voru henni ekkert þakk- látir. Þeir söknuðu tilbreytinga götulífsins og alls þess, er þar skeði. En frú Johansen var ósveigjanleg. Ef yfirvöldin sæju sér ekki fært að útrýma betlurunum, þá skyldi hún gera það. Ef það yrðu aðeins þeir eftir í bænum, sem hðu verulega neyð, þá skyldi hún sjá til þess, að þeir fengju vinnu; en strax og hún yrði þess vör, að þeir betluðu — þá skyldu þeir ekki þéna grænan eyri, fyrir hennar tilstilli. Ekki grænan eyri, á meðan hún, Louise Karoline Johansen, fengi að ráða. Einn morgun kom kona, klædd í svart- an, velktan kjól og með tötralegt ekkju- slör, inn á skrifstofuna til hennar. Frú Johansen þekkti þessa manntegund mjög vel — maðurinn, venjulegur verkamaður, nýdáinn, og hún stóð ein uppi með þrjú til sex börn, öll í ómegð. „Fáið yður sæti,“ sagði frú Johansen stutt í spuna, en þó ekki óvingjarnlega. Konan tyllti sér á blábrúnina á eina stóln- um, sem inni var, og sem komið var þann- ig fyrir, að miskunnarlaust dagsljósið skein beint í augu þess, er á hann settist. „Hvað er yður á höndum?" „Eg vil gjarnan fá vinnu,“ sagði konan. „Hvaða vinnu?" „Alveg sama hvað er.“ „Kunnið þér að gera hreint?" „Já.“ „Getið þér þvegið vel þvotta?“ „Já, það held ég.“ „Kunnið þér að búa til mat.“ „Ó, já, venjulegan hversdagsmat." „Hm, kannske að þér kjósið helzt hús- þrif ?“ Frú Johansen skrifaði öll þessi atriði Smásaga. hjá sér, og snéri síðan talinu að persónu- legra efni. „Hafið þér búið lengi hérna?“ „Eina viku.“ Frú Johansen varð dálítið skrítin á svip. „Hvar bjugguð þér áður?“ Konan nefndi nafn á annari borg, þar skammt frá. „Hvers vegna voruð þér ekki kyrrar þar? „Maðurinn minn dó.“ „Er langt síðan?“ „Ég hefi verið ekkja í þrjár vikur.“ „Eigið þér mörg börn?“ „Fimm.“ „Hve gömul?“ „Það elzta er tíu ára.“ „Fenguð þér ekkert eftir manninn yðar?“ Hún hikaði andartak. „Jú dálítið," var svarið að lokum. „Hvað mikið?“ „Ja, sjúkrastyrkurinn hrökk til, fyrir útförinni. Og svo var dálítil upphæð, sem ég fékk.“ „Hvað mikið?“ Frú Johansen sýndi enga miskunn. „O — nokkur hundruð krónur.“ „Og þá peninga eigið þér auðvitað enn- þá?“ „Nei.“ „Hvað gerðuð þér við þá?“ ,’,Ég keypti dálítið fyrir þá.“ „Keyptuð þér dálítið ?“ Frú Johansen leit á hana hæðnislega. „Hvað keyptuð þér?“ „Pels.“ „Hvað segið þér?“ Frú Johansen hróp- aði upp. ! VITIÐ ÞÆB ÞAÐ? = 1. Hvenær hóf Fjölnir göngu sína? i 2. Hver orti þessa vísu: = Ljáið byrði lífs mér alla, létt skal bera meira’ en það, megi’ ég þreyttur höfði halla i hálsi björtum meyjar að. I 3. Hvað þýðir nafnið Georg? i 4. Hvaða Gísli var kallaður Gjafa-Gísli, | Lærði-Gísli og Vísi-Gísli? 1 5. Hvað geta svölur flogið með miklum i | hraða ? | | 6. Hvenær var Eggert Ólafsson uppi? 1 7. Hver var það, sem dró fyrsta fána að | hún á Suðurpólnum? i 8. Hvenær var Möðruvallaskóli fluttur til i | Akureyrar ? = 0. Hvar eru heimkynni tígrisdýrsins ? | Lifa þau í Afriku? i 10. Hvað er Þingvallavatn langt og hvað | er það breitt? : Sjá svör á bls. 14. | úiifjimiiiiiiiiiiiiiiiMimftimtiiiifiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiMiiiiiiMi'iitMimiiiiHiiiiiuin Aðkomukonan leit undan. „Pels,“ endur- tók hún, svo að varla heyrðist. „Þetta get ég ekki skilið,“ sagði frú Johansen. „Hreingerningarkona, og á pels, sem kostað hefir fleiri hundruð krónur. Hvenær hafið þér hugsað yður að vera í honum? Á morgnanna, þegar þér farið til vinnu?“ „Nei, það hefi ég nú ekki,“ svaraði kon- an, og tók spurninguna alvarlega. Ég hefi ekki hugsað mér að vera í honum á hverj- um degi. Ég ætla bara að vera í honum öðru hvoru á sunnudögum, sé ekki of mikil sól, eða rigning.“ „Þá geri ég ekki ráð fyrir að hann komi yður að miklum notum.“ „ö, ég tek hann fram, mér til ánægju á hverjum degi. Og ekki þarf ég að óttast að honum verði stolið, því það lætur sér enginn detta í hug, að ég eigi slíka flík. En fari svo, að krakka-angarnir segi frá því, þá gef ég þeim duglega ráðningu. Það er verst með eldhættuna. Ég vildi gjarnan geta brunatryggt hann.“ Frú Johansen fannst þetta vera eitt af því einkennilegasta, sem fyrir hana hafði komið, í starfi hennar. „Ég skil ekki,“ sagði hún, „hvernig yð- ur gat komið til hugar að eyða þessum peningum svo gáleysislega. — Þér sem engan eigið að, og verðið að gera yður að góðu hvaða vinnu sem vera skal.“ „Ég skal segja yður nokkuð,“ greip að- komukonan fram í, og andlit hennar ljóm- aði. „Alla æfi, hefir mig langað til að eign- ast pels. Áður en ég giftist, vann ég í verk- smiðju, og þegar ég fór heim á kvöldin, nam ég ávallt staðar fyrir framan glugga loðskinnsalans, og dáðist að öllu sem ég sá þar. Mér datt í hug að læra að sauma pelsa, en ég var svo hrædd um að ég myndi freistast til að stela þeim, að ég hætti við það. Svo giftist ég Hansen og upp frá því var ekki annað að hafa, en stöðugt erfiði og barneignir. Nú og svo dó Hansen.“ Það birti yfir svip hennar. „Nokkur hundruð krónur hrukku skammt, fyrir sex mann- eskjur, en þær dugðu til þess að kaupa pels fyrir. En það hafði ég þráð að mega allt mitt líf! Ég hafði aldrei fyrr átt svo mikla peninga í einu — og — ég gat ekki látið þetta á móti mér — ég fór og keypti pelsinn. Ég hefi aldrei á æfi minni verið jafn ánægð og ég var kvöldið, sem ég kom með hann heim. Og ég mundi gera þetta aftur, ef því væri að skipta. En ég ætla líka að vinna og þræla fyrir börnum mín- um, þangað til ekki verður annað eftir af mér, en bein og skinn------en ef til vill er nú frúin orðin fráhverf því að hjálpa mér til þess að fá atvinnu?“ Gleðisvipurinn hvarf gersamlega af and- liti hennar við síðustu orðin. Hún var stað- in upp af stólnum og horfði kvíðafull á frú Johansen. Frúin stóð og blaðaði í embættisbókum sínum. „Bíðið þér örlítið," sagði hún. Henni komu í hug tvær ungar vinkonur sínar, sem báðar voru nýlega orðnar ekkjur, þær Framhald á bls. 14.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.