Vikan


Vikan - 01.07.1943, Blaðsíða 5

Vikan - 01.07.1943, Blaðsíða 5
VIKAN, nr. 26, 1943 5 5 5 Framhaldssaga #»#«#«#l#«*ll#«#il#íl#«#«#)l#»#)l#ll#)l#)(#«#»#K#»#»#«#(l#»#«#«#«#'i#l#ll#)l#li#ll#«í Konan í Glenns'kastala 1 | ÁSTASAGA mvvwQxV'mií ,,Já, ég veit auðvitað, að þetta eru miklir peningar,“ tautaði Barbara, svo lágt að varla heyrðist. „Þetta eru ógurlega miklir peningar, en ef þú gefur mér ávísun upp á þetta, þá lofa ég að vera mjög sparsöm, með það sem ég þarf tii að klæða mig — ég skai nota mjög litla peninga! Ó, Pierce, viitu ekki gefa mér þessa peninga? Ég lofaði henni þeim!“ Rödd Barböru titraði örlítið. Það var vakn- aður grunur hjá henni um það, að Pierce væri ef til vill ekki eins örlátur og hún hafði haldið, að hann meinti ekki allt sem hann segði við hana. Hvers vegna myndi hann annars hika við að uppfylla þessa ósk hennar — hvers vegna? „Gott, Barbara — þú skalt fá peningana!“ Pierce talaði hægt og rólega, eins og hann væri að taka einhverja mikilvæga ákvörðun. Svo stóð hann upp og horfði alvarlegum augum á ungu konuna sína. „Þú mátt ekki halda, að ég sé búinn til úr ein- tómum peningum, Barbara,“ sagði hann. — „En segðu mér nú eitthvað um vesalings stúlkuna — er hún mjög góð vinkona þín?“ Rödd hans var þreytuleg, og Barböru skildist að honum hefði mislíkað við hana. Og þó hafði hún aðeins gert eins og hann hafði sagt, hvers vegna gat hann þá reiðst ? Henni fannst þetta ekki rétt af honum. „Já, mér þykir mjög vænt um Cecily,“ svar- aði hún. „Hún hefir alla tíð verið veikluð, aum- inginn litli; en nú vona ég að henni batni í Davos. Og geri henni það, þá er það þér að þakka, Pierce!“ „Nei,“ svaraði hann, „það veröilr þér að þakka en ekki mér.“ Hann gekk að litlu skrifborði, er stóð í horni stofunnar, lauk upp pappaöskju, er stóð' á því, og náði i ávisanahefti sitt. Hann var myrkur á svip, og ennið hrukkað, er hann skrifaði — en ávísunin, sem hann rétti henni litlu síðar, hljóð- aði upp á 150 pund. „Hérna er ávísunin, Barbara; þú getur svo strax sent vinkonu þinni hana.“ Hann rétti henni blaðið — en um leið og Bar- bara tók við þvi, sá hún að dagsetning var viku fram í tímann. „Þetta er ekki rétt dagsett, Pierce,“ sagði hún, en Pierce hnykklaði aðeins brýrnar og leit i aðra átt. „Heldurðu, að hún fyrir þá sök, verði ekki tekin gild?“ spurði hann. „Þú getur verið alveg róleg, Barbara, vinkona þín mun fá peningana, þegar hún afhendir þetta blað. Þvi ef það er nokkuð, sem við Maloneyarnir kappkostum að gera, þá er það að borga drengskaparskuldir! Og þetta er drengskaparskuld — þetta var lof- orð.“ Barbara hikaði andartak. Síðan lagði hún hand- leggina um háls Pierce, og rétti fram munninn til þess að kyssa hann. „Ég ætla að kyssa þig fyrir þetta,“ hvíslaði hún. „Ég — ég er svo ósegjanlega þakklát, Pierce — þetta var fallega gert af þér!“ Hann laut niður að henni og kyssti hana; það var engu líkara en kossar hennar gerðu krafta- verk, því um leið var hann kominn í gott skap. Hann hló glaðlega. „Nú skulum við skemmta okkur, það sem eft- ir er dagsins," sagði hann. „Ég fer strax niður, og hringi og bið um stúku í söngleikahúsinu í kvöld. Þar með verður öllum skemmtunum lok- Forsaea * Howard Burton kemur að ** * kveðja Barböru Carvel. Hann er að fara til Suður-Afriku. Hún bjóst við, að hann mundi biðja sín og varð fyrir miklum vonbrigðum, er hann gerði það ekki. Þegar hann er farinn heimsækir Barbara móður hans. Er Barbara kemur heim, hefir Pierce Maloney verið fluttur þangað, én hann meiddist í bifreiðarslysi þar rétt hjá. Vinur Maloney, Revelstone lá- varður, heimsækir hann, og Pierce segir honum, að hann sé ástfanginn í Barböru og muni byrja nýtt líf, ef hún vilji giftast sér. Revelstone er ekkert hrifinn af þessu og flýtir sér að kveðja. Pierce tjáir Barböru ást sína og þau giftast skömmu seinna. Hann gefur henni stórgjafir og er þau giftast var veizla haldin hjá Ann frænku hennar. Þegar Barbara er að búa sig í brúð- kaupsferðina, kemur frú Burton upp til hennar og ásakar hana fyrir trúleysi gagn- vart Howard. Áður en hún fer lofar Bar- bara að lána henni peninga. I brúðkaups- ferðinni eys Pierce út peningum í skemmt- anir, en þegar Barbara biður hann um 150 pund verður hann hvumsa við. ið í þetta skiptið. Á morgun förum við heim — heim til lrlands!“ ,,Og það verður það bezta af þessu öllu saman,“ hvíslaði Barbara, og þrýsti sér upp að manni sínum. „En geturðu ímyndað þér mig, sem hús- móður i stórum, fínum kastala — mig?“ Pierce Maloney svaraði ekki, en það stafaði ef til vil af því, að hann var svo önnum kafinn við að kyssa hár konu sinnar. 7. KAFLl. ,,Ó, ég hlakka svo mikið til, Pierce. Ég skelf af eftirvæntingu, eftir að komast til Innisgrey! — Og þó þykir mér dásamlegt að ferðast!" Barbara sat með andlitið þétt út við klefa- rúðuna. Augu hennar ljómuðu, og um varir henn- ar lék ánægjubros. Lestin rann rólega áfram, þess sáust engin merki, að hún vildi flýta sér, svo Barbara hafði nægan tíma til þess að litast um. Hún háfði þeg- ar orðið afar hrifin af hinu stórbrotna og kalda landslagi, er fyrir augun bar. Irland hafði strax heillað hana. Henni þótti mikið koma til dökkra fjallanna, með efstu brúnirnar huldar ljósgrárri þokuslæðu; klettóttu ströndina með hvitfreyðandi brimlöðrið, þótti henni þá þegar vænt um, og einnig litlu, stráþöktu húsin. Hún var ófáanleg til þess að fara frá glugganum, og Pierce varð að sýna henni alla merka staði, sem þau föru fram hjá. „Eftir kortér komum við til Innisgrey. Mér þykir vænt um að þér skuli þykja landið hérna fallegt. Þessi staður er mjög afskekktur.“ „Hér þykir mér fallegt,“ svaraði Barbara, „ég kann einmitt svo vel við þennan alvarlega, þunga, geðblæ, sem hér hvílir yfir öllu — hann hrífur mig!“ Pierce leit rannsakandi á hana. Jú — henni var þetta alvara! Hið vilta, einmanalega landslag virtist ekki þjá hana — þessi angurblíða, sem hvíldi yfir öllu. Hún vissi heldur ekki, að þessir litlu kofar, með stráþökunum, voru allflestir komnir að niður- hruni, hún. sá Irland í æfintýraljóma. Hann tók utan um hana. „Þetta er fallegt land,” sagði hann, „en hér er dauft. írland er stolt, en fátækt. Maður verður að fara ti! Englands, vilji maður finna peninga." Hann þagði og stundi við. „Ertu fullviss um, Barbara, að þú óttist ekki einveruna hérna? Ég hefði ef til vill átt að segja þér, að hér eru engir nágrannar. Heldurðu að þér leiðist ekki að vera með mér einum?“ Barbara hló, og hristi höfuðið, en þó gat hún ekki varist þess, að það urðu henni dálítil von- brigði, að það skyldu ekki vera neinir nágrannar. Hún hafði búist við því, að fara í heimboð til vina og kunningja Pierce’s, því henni hafði verið sagt svo margt um irska gestrisni, og hún hafði hlakkað til, að geta notað alla fallegu kjólana sína, þar á meðal hvíta brúðarkjólinn. „Mér þykir vænt um, að þú kærir þig ekki um samkvæmislíf,” sagði Pierce; „þess gerist heldur engin þörf, þegar maður er giftur. Og geti mað- urinn farið á veiðar, og konan haft það rólegt heima —“ Barbara leit snöggt á hann. „Ferð þú á veiðar, Pierce ? “ Hann hló hjartanlega. ,,Er það nú spurning! Sá Maloney hefir aldrei verið uppi, sem ekki kunni betur við sig á hest- baki en í hægindastól! — Það er sagt að við séum meiri hesta- og kvennamenn og betri bar- dagamenn en nokkrir aðrir Irlendingar! -— Við höfum ávallt verið duglegir að slást, Barbara! Það er aðeins eitt, sem við ekki höfum getað yfirunnið.” ,,Og hvað er það?“ Hann yppti öxlum. „Ólánið — lánið hefir aldrei fylgt okkur, Bar- bara."Hann hnykklaði brýrnar og bætti svo við með örlitið glaðlegri hreim. „Nú — en um það hugsum við ekki frekar að sinni! Ég held að nú sé lánið að lokum komið. Þú kemur með það!“ Hann tók utan um hana, og þrýsti henni að sér. „Þá erum við komin hingað!" sagði hann. ,,Nú er lestin að bruna inn á brautarstöðina í Innis- grey. Þykir þér ekki allt hér lítið og hrörlegt?” Pierce sleppti konu sinni, stóð upp og tók far- angur þeirra af geymsluhillunni. Barböru varð hugsað til þess, hversu gott það er, að hafa ein- hvern til þess að annast um sig, og hún sár- vorkenndi ungu, ógiftu stúlkunum, sem ferðuð- ust einar. Bai’bara og maður hennar voru einu farþeg- arnir, sem fóru úr lestinni í Innisgrey. Burðarkarl, er þarna var, kom hlaupandi á móti þeim, heilsaði og jós yfir þau hamingjuósk- um. Hann horfði með aðdáun á Barböru; síðan lét hann farangur þeirra á litlar hjólbörur og ók honum út af brautarstöðinni. Barbara flýtti sér á eftir honum. Hún dró and- ann djúpt, og naut þess að anda að sér hressandi sjávarloftinu. Bifreið Pierce’s hlaut að bíða þeirra, og hún hlakkaði mikið til að sjá hana. En þegar hún hún kom út varð hún undrandi, er hún sá aðeins gamlan, tvíhjólaðan léttivagn standa þar. Hún starði forviða á vagninn, og það var ekki fyrr en að ekillinn brosti vingjarn- lega til hennar, að hún áttaði sig á því, að þetta var i raun og veru vagninn, sem beið þeirra. „Áttu ekki bifreið, Pierce?” „Pierce kom út af brautarpallinum. Hann hristi höfuðið og roðnaði örlítið. Siðan gekk hann' að vagninum og klappaði hestinum vingjarnlega um leið og hann ræddi við ekilinn, sem hann kallaði Tim. Þegjandi lyfti hann Barböru upp í vagninn, greip sjálfur taumana, lét ekilinn setjast fyrir aftan og ók af stað. „Þét' þykir liklega þetta farartæki ekki stöðu

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.