Vikan


Vikan - 01.07.1943, Blaðsíða 6

Vikan - 01.07.1943, Blaðsíða 6
6 VIKAN, nr. 26, 1943 þinni samboðið?" Pierce leit snöggt á Barböru. En hún brosti aðeins. Henni fannst það mjög eðlilegt, að Pierce léti sig slíka hluti litlu skipta, á meðan hann var ógiftur. En nú breyttist þetta auðvitað alltsaman, þegar hann var orðinn gift- ur! „Mér þykir gaman að aka í opnum vagni," sagði hún. „Maður sér þá svo miklu betur lands- lagið. Ó, Pierce, hvað allt er hér stórfenglegt og vilt." „Hún dró að sér salt sjávarloftið og leit til dökku fjallanna i fjarska. Akramir voru orðnir auðir og tómir — hvergi nokkur maður sjáan- legur. Einhver undarlegur drungi hvíldi yfir öllu, eins og eitthvað sorglegt hefði átt sér stað hér, einhverntíma á löngu liðnum tíma. Ósjálfrátt fór kuldahrollur um Barböru. 1 fjarska gargaði sjófugl, og henni fannst sem það væri angistarvein glataðrar sálar. Sjóþokan huldi allar hæðir, og var sem grátt tjald yfir öllu. „Er þér kalt?" Pierce sló í hestinn, og hann þaut niður bratta brekku. Fáum mínútum seinna rýndi Barbara af mikilli ákefð út í þokuna. Hún hafði orðið þess vör, að vagninn hafði beygt inn um ryðgað rimlahlið, er stóð galopið, og hélt nú upp trjágöng, þar sem stóðu há og þéttvaxin tré á báðar hendur. Andartaki síðar nam vagninn staðar fyrir framan hrörlegar útidyr, er lágu inn í stórt, dimmt og tómlegt hús. Barbara kom auga á nokkrar steinsúlur, ryðg- aðar jám-veggsvalir og nokkra dökka glugga; gömul, hrörleg bygging, sem áður en langt liði mundi hrynja í rúst. Fyrir hundrað árum hafði hér eflaust verið fallegt, en nú blasti eyðilegg- ingin hvarvetna við augum manns. Fátækt, neyð, kom manni í hug. Það gat ekki átt sér stað, að þetta væri Glenns-kastali — höllin, sem Pierce hafði raupað svo mikið af? Hún leit á mann sinn, stórum óttaslegnum aug- um, og úr svip hans skein hræðsla og kvíði. „Velkomin heim, ástin min," sagði hann undur blitt, „nú emm við komin að leiðarenda!" Barbara svaraði ekki. Hún starði í einskonar kvíðafullri eftirvæntingu á stóra hurðina og beið þess að hún lykist upp. Að lokum var þungu, dökku eikarhurðinni lok- ið upp, og gamall, tötralegur þjónn, stakk höfð- inu út um gættina. Jafnskjótt og hann kom auga á þau, ljómaði andlit hans af fögnuði. „Það eru þau — guði sé lof!" hrópaði hann um öxl sér inn í húsið. Nú komu tvær eða þrjár þemur í ljós, inni í dimmum ganginum. „Það er húsbóndinn, og nýja konan hans!" „Já, Blake, hér erum við komin. Er búið að kveikja öll ljósin? Eg sagði svo fyrir, að allt skyldi vera uppljómað; ég vildi, að konan mín sæi það frá skárstu hlið. Hvers vegna er svona dimmt hérna?" Gamli maðurinn yppti öxlum. „Myrkrið er venjulegra miskunnsamara en ljQS- ið,“ tautaði hann. „Þar að auki kostar ljósið mikla peninga." Barbara hlýddi á þessar samræður með vax- andi undrun. Var það í raun og veru venja hér, að spara ljósið, eins og hjá Ann frænku? Hún klemmdi saman varirnar og steig inn fyrir þrösk- uld síns nýja heimkynnis. Hún var fölari yfir- litum en brúði sæmir, og augu hennar hvörfluðu órólega fram og aftur um dimmt anddyrið, þar til hún festi fótinn í gati á gólfábreiðunni, og var næstum dottin. Pierce greip hana í tæka tíð. „Það er skammarlegt að hér skuli ekki vera bjartara! hrópaði hann. „Þarna sérðu Barbara, að þessu gamla húsi veitti ekki af að eignast hús- móður! Þú færð áreiðanlega meira en nóg að gera." Barbara brosti. Hún reyndi að telja sjálfri sér trú um, að engin ástæða væri til að örvænta, þótt allt virtist í niðurníðslu hér í Glenns-kastala. Pierce hafði auðvitað, eins og karlmanna er von og vísa látið allt drasla. Nú yrði það hennar hlutverk, að koma hér öllu í lag — kaupa allt nýtt, sem aflaga var farið, ný húsgögn, ábreið- ur á gólfin, dýrindis gluggatjöld — ó, hvað hún hlakkaði til! „Sýndu mér nú dagstofuna Pierce — mína stofu!" Augu Barböru skinu af ákafa, og í rödd hennar var kominn dýpri hreimur. „Viltu sjá dagstofuna, já auðvitað — auðvit- að!“ Pierce þrýsti ástúðlega handlegg konu sinn- ar. Svo fylgdi hann henni i gegnum anddyrið, fram hjá þjónustufólkinu, er stóð þar brosandi og hneigði sig, og opnaði að lokum stórar dyr, er lágu til vinstri. „Þetta er dagstofan," sagði hann. „Fólk segir — og af því erum við mjög hreyknir ,— að hér hafi fegurstu konur Irlands, að fomu og nýju, átt heima. — Til dæmis frænka mín, Bridget Maloney, — hún hve hafa verið undra fögur — og sömuleiðis amma mín, Ethnee Maloney. Einu sinni háðu tveir ungir menn einvígi hennar vegna — en ég þori að setja höfuð mitt að veði, að engin hefir verið jafn fögur og þú af þeim, sem hér hafa átt heima — engin!" Hann hló sigursæll og hamingjusamur. Síðan tók hann undir hönd hennar og leiddi hana inn í stofuna. Það fyrsta, sem Barbara rak augun í, var auður, stór flötur á veggnum yfir arineldinum, * og var bersýnilegt, að þar hafði hangið málverk til skamms tíma. Hún tók eftir, hve veggfóðrið stakk mjög í stúf við þennan flöt, — rósirnar, sem einu sinni höfðu verið bláar og gyltar, vora nú gráar og fölnaðar. Sama' máli gegndi með gluggatjöldin. Þau voru rifin og skítug. Gólf- ábreiðan var í sama ásigkomulagi. Húsgögnin voru úr fallegri, dökkri eik, öll útskorin, og hefði það ekki verið vegna áklæðisins, sem allt var rifið og tsétt hefðu þau verið dásamleg. Tveir stórir skápar, ætlaðir til þess að geyma í postu- lín, stóðu galtómir, sinn hvora megin við arininn. Barbara horfði með miklum áhuga í kringum sig. Henni þótti ekkert leiðinlegt að sjá hversu tötraleg. stofan var, þvert á móti hlakkaði hún til að fegra hér allt og bæta, og gefa því öllu það útlit, sem það eitt sinn hafði haft. Hún hrópaði upp yfir sig af ánægju, er hún kom auga á gamla slaghörpu úti í einu hominu, slaghörpu, sem bæði amma Pierse og mamma, höfðu leikið á. „Þykir þér þessi stofa skemmtileg?" spurði Pierce. „Hún er leiðinleg og gamaldags, og hæfir ekki slíkum gimmsteinum sem þér! Húsgögnin eru búin að lifa sitt fegursta — og ég er hræddur um að veggfóðrið sé nokkuð slitið!" Hann horfði rannsakandi í kringum sig. Á arinhillunni brunnu fjögur kertaljós í gömlum silfurstjökum, og á veggnum lifði á tveimur ljósa- stikum. Að öðru leyti var dimmt í þessu stóra herbergi. „Þessari stofu má breyta svo að hún verði yndisleg, Pierce! Það kostar auðvitað peninga — jafnvel mikla peninga — en þá verður hún líka skemmtileg!" Barbara stóð og spennti greipar og lét hug- ann reika til alls þess sem gera þurfti — hvernig gluggatjöld hún ætlaði að kaupa — og fleira og fleira. Pierce horfði áhyggjufullur á hana, en hann sagði ekkert. „Mér þykir* ákaflega vænt um gömlu slag- hörpuna. Hún hlýtur að vera mjög gömul! — En segðu mér eitt, Pierce, hvers vegna er þessi auði blettur þama á veggnum ? Hvaða mynd hefir hangið þama, og hvert hefir hún verið flutt?" Erla og unnust- inn. Erla: Oddur, — hjartað mitt! Ég hefi verið svo einmana! Oddur; Ég líka, blómið! Erla: Við megum aldrei rífast framar, elskan min! Oddur: Nei, vertu viss um að við gerum það ekki, dúkkan mín! Erla: Ég fyrirlít sjálfa mig, fyrir að hafa verið reið við þig! Oddur: Hvað er þetta, barn, það era tár í augunum á þér! Erla: Viltu fyrirgefa mér? Oddur: Það ert þú sem þarft að fyrirgefa mér, ljósið mitt! Erla: Þetta var allt mér að kenna —, Oddur: Nei, það var það ekki — það var ég sem átti alla sökina —.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.