Vikan


Vikan - 01.07.1943, Blaðsíða 12

Vikan - 01.07.1943, Blaðsíða 12
12 VIKAN, nr. 26, 1943 eins kunningjar. Það eru engin náin kynni á milli þess fólks og hinnar ungu húsmóður á Byggðarenda." „Charles Vyse var þarna,“ sagði ég. „Já, við megum ekki gleyma honum. Hann er, rökrétt séð, sá sem við höfum sterkastan grun á.“ Hann sló sig allan utan og fleygði sér niður á stól andspænis mér. „Og svo komum við ávallt að því sama! Ástæðan? Við verðum að finna ástæðuna, ef við eigum að geta leyst þetta glæpamál. Og það er þar, Hastings, sem ég er algjörlega ráðalaus. Hver gæti haft einhverja ástæðu til þess að myrða ungfrú Nick? Ég hefi látið mér detta hinar mestu fjarstæður í hug! Ég Poirot, hefi leyft mér hinar smánarlegustu ágizkanir. — Afinn — gamli Nick — sem sagður er hafa eytt peningum sinum. Ég hefi margspurt sjálfan mig, hvort hann hafi gert það í raun og veru. Faldi hann þá ekki? Eru þeir faldir ein- hverstaðar á Byggðarenda ? Grafnir þar í grend ? Og það var út frá þessum grun minum, að ég spurði ungfrú Nick, hvort enginn hefði viljað kaupa Byggðarenda, þó skömm sé nú frá þvi að segja.“ „Á ég að segja þér nokkuð, Poirot,“ sagði ég. „Mér finnst þessi tilgáta þín mjög skynsamleg. Hún gæti vel verið á rökum reist.“ Poirot stundi. „Þú segir það! Ég veit, að þú ert svo mikill draumóramaður. Faldir fjársjóðir — hugsunin ein fær þig til að takast á loft.“ „Jæja — en því ætti ekki þetta —“ „Af því, vinur minn, að hversdagslegustu hlutirnir eru að jafnaði þeir líklegustu. Nú, en svo er það faðir ungfrúarinnar — ég hefi leikið mér að því að hugsa dálítið um hann. Hann var farandsali. Gerum ráð fyrir, segi ég við sjálfan mig, að hann hafi stolið gimsteinum — dýrmæt- um gimsteinum. Já, ég, Hercule Poirot, hefi leyft mér að láta mér detta þetta í hug! „Mér hefir dottið dálítið annað í hug í sam- bandi við þennan föður hennar,“ hélt hann áfram. „Getur hann, á ferðalögum sínum, ekki hafa gifzt aftur? Er ef til vill einhver nákomnari erfingi en Charles Vyse? Nú en þótt svo væri, þá hjálpar það okkur ekki neitt, við stöndum hér andspænis sama vandamálinu og áður — að í raun og veru er hér ekkert verðmæti að erfa.“ „Ég hefi ekki farið fram hjá neinu, er kynni að hafa einhverja þýðingu. Ekki einu sinni skír- skotun ungfrúarinnar til þess, að Lazarus gerði henni tilboðið. Þú manst? Tilboðið um að kaupa myndina af afa hennar. Ég hringdi á laugardag- inn til sérfræðings, er ég bað að koma hingað og líta á myndina. Það var um hann, sem ég skrifaði ungfrúnni í morgun. Hugsum okkur, til dæmis, að myndin sé mörg þúsund punda virði?“ Þú ert þó ekki að láta þér detta í hug, að ríkur maður eins og ungi Lazarus -—? „Er hann ríkur? Útlitið segir ekkert um slíkt. Stór fyrirtæki, þar sem allt virðist vera í blóma, geta, þegar öllu er á botninn hvolft, riðað á barmi gjaldþrots. En hvað gera -menn til þess að leyna slíku? Hlaupa þeir um, og hrópa um erfiðleika sína ? Nei, i þess stað kaupa þeir sér nýja og fína bifreið. Eyða heldur meiri peningum en þeir eru vanir. Lifa yfir höfuð meira áberandi. Því láns- traustið, sérðu, er fyrir öllu! Og stundum hefir það komið fyrir að stórkostleg fyrirtæki, hafa farið á höfuöið — og það fyrir minna en að verða af nokkrum þúsundum punda — og það í reiðu fé.“ Ó! Ég skil,“ hélt hann áfram, og kom i veg fyrir öll mótmæli frá minni hendi. „Þetta er langt sótt — en þó ekki jafn fjarsætt eins og þetta með afann. Og hvað sem öðru líður, þá má þó setja þetta í samband við það, sem er að gerast. Og enginn hlutur er svo smávægilegur í þessu máli, að við höfum efni á að látast ekki sá hann — ekkert, er kynni að leiða sannleikann í ljós.“ Hann fitlaði af mestu varúð við ýmislegt smá- dót, er stóð á borðinu fyrir framan hann. Er hann hóf máls á ný, var röddin alvarleg, og í fyrsta skipti róleg. „Ástæðan!“ sagði hann. „Við skulum snúa okk- ur að því aftur, og yfirvega rólega allt, sem þar getur komið til greina. Til að byrja með, hversu margar orsakir geta legið til þess, að menn ger- ast morðingjar? Hver er ástæðan til þess að einn maður sviftir annan lífinu?“ „Við útilokum þá, sem eru haldnir af morð- fýsn. Því ég er algjörlega sannfærður um, að við getum ekki rakið það sem hér kom fyrir, þangað. Við þurfum heldur ekki að taka til athugunar morð, sem framið er óhugsað, í augnabliksgeðs- hræringu. Því þetta morð er framið með köldu blóði og að yfirlögðu ráði. Af hvaða orsökum er morð sem þetta framið?“ „Það er þá fyrst gróðinn. Hver gat hagnast á dauða ungfrú Buckley’s? Beint eða óbeint? Nú, við getum fyrst tekið Charles Vyse. Hann mundi erfa fasteign, sem eftir því sem við höf- um heyrt, er ekki þess virði, að erfa hana. Hann hefði, ef til vill, getað borgað skuldirnar, sem á henni hvíla, byggt smá hús á jörðinni og kann- ske grætt eitthvað á þvi. Á þessu er möguleiki. Það gæti líka átt sér stað að staðurinn væri einhvers virði í hans augum, ef honum þætti vænt um htinn, væri til dæmis ættaróðal ’hans. Ég hefi vitað dæmi þess, að slikar mannlegar til- finningar, hafa í einstaka tilfellum leitt til glæpa. En þessu er ekki fyrir að fara, hvað snertir herra Vyse.“ „Nú, og-þá er ekki Um að gera nema frú Rice. En gróði hennar hefði áreiðanlega orðið mjög lítill. Um aðra er ekki að tala, eftir því sem ég get bezt réð, er hagnast gætu á dauða ungfrú Buckley.” „Hvaða'ástæður gætu aðrar legið til þessa? Hatur — ást, sem snúizt hefði í hatur. Nú, þar höfum við orð frú Croft að styðjast við, sem segir að bæði Charles Vyse og Challenger yfir- foringi elski ungfrúna.” „Og hvað þeim seinni viðkemur, þá höfum við sjálfir séð, að svo er,“ skaut ég inn i, og brosti. „Já — hann ber tilfinningar sinar gagnvart henni utan á sér, þessi heiðarlegi sjómaður. I hinu tilfellinu reiðum við okkur á orð frú Croft. Nú, ef Charles Vyse hefði fundið, að hann hefði minni möguleika, mundi hann þá hafa myrt frænku sína, til þess að koma í veg fyrir að hún giftist öðrum manni?“ „Það er nokkuð um of skáldlegt," sagði ég, fullur efasemda. „Það er að minnsta kosti í mjög litlu sam- ræmi við enskan hugsunarhátt. Því er ég sam- þykkur. Hér getur að vísu verið um tilfinninga- mál að ræða. Og maður eins og Charles Vyse er allra manna líklegastur til þess að hafa þær. Hann er maður með mikla sjálfsstjórn. Maður sem lætur ekki sjá, hvað honum býr i brjósti. Og slíkir menn eru oft fram úr hófi tilfinninga- samir. Ég gæti aldrei hugsað mér að Challenger mundi láta tilfinningar sínar ná það miklu valdi á sér, að hann gæti gerst morðingi. Nei, nei, hann er ekki af þeirri manntegund. Aftur á móti Charles Vyse — já, það er möguleiki. En þó er ég ekki ánægður með þá lausn á málinu. Önnur ástæða til morðsins — afbrýðisemi. Ég geri greinarmun á hehni og hatri, af þvi afbrýði- semi þarf ekki alltaf að standa í sambandi við ást. Hún er stundum sprottin af öfund — öfund yfir eignum — metorðum, valdi. Afbrýðisemi sem þeirri, er kom Iago, söguhetju hins mikla Shakes- speare, til þess að fremja einhvern bezt hugsaða glæp, (svo að maður tali út frá glæpamanna- sjónarmiði), sem sögur fara af.“ „Af hverju var sá glæpur svo vel hugsaður?" spurði ég, og hlakkaði til að heyra svarið. „Af hverju — af því hann lét aðra framkvæma hann fyrir sig. Hugsaðu þér glæpamann nú á dögum, sem ómögulegt væri að hafa hendur i hári á, af þeirri ástæðu, að hann hefir aldrei gert neitt sjálfur. En það var ekki um þetta, sem við vorum að tala. Er hægt að rekja or- sakirnar að þessum glæp til afbrýðisemi í ein- hverri mynd? Hver hefir ástæðu til að öfunda ungfrúna? Einhver önnur kona? Það er aðeins um frú Rice að gera, og eftir því sem við bezt fáum séð, er engin samkeppni á milli þeirra. En ég endurtek, „að svo miklu leyti, sem við getum séð“. Það gæti verið fyrir því. Að lokum — ótti. Veit ungfrú Nick eitthvað það, um einhvern, sem viðkomandi gæti haft ástæðu til að óttast? Eitthvað, sem kynni að eyðileggja líf hans, ef það kæmist upp ? Ef svo væri, hugsa ég að okkur sé óhætt að fuliyrða, að hún er sér þess ekki meðvitandi. En þetta getur átt sér stað. Og ef svo er, gjörir það málið mjög flókið. Þvi haldi hún lyklinum að þessu máli í hendi sér, er það óafvitandi og hún mun þar af leiðandi engar leiðbeiningar geta gefið okkur." „Heldur þú í raun og veru að svo geti verið?“ RAGGI O G M AGGI 1. Eva: Pabbi!! Halló, Pabbi!! Vaknaðu!! Vakn- aðu!! Pabbi: Hum — hum ? 2. Eva: Komdu, pabbi, Maggi er að synda, og þú varst búinn að lofa að ég skyldi fá að fara með honum! Pabbi: Svo — var ég það!! 3. Raggi: Og þú —. Eva: Ég mundi ekki svíkja gefið loforð, pabbi! Pabbi: Auðvitað ekki, góða, en ég er svo syfjaður að ég verð að svíkja það!! 4. Pabbi: En undir eins og ég vakna skal ég fara með þig út á sleða!!!

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.