Vikan


Vikan - 08.07.1943, Blaðsíða 3

Vikan - 08.07.1943, Blaðsíða 3
VIKAN, nr. 27, 1943 3 Verkfrœðistéttin íslenzka Margar voru þær mikil mannvirki, einnig á nútíma mælikvarða. Þjórsárbriiin þegar hún var vígð 1895. Er menn nú þjóta yfir brýrnar á stórfljót- um landsins, dettur víst fáum í hug leng- ur, hvílíkar gersemar þær eru þjóðinni, og hve óskaplegur farartálmi ámar vom óbrúaðar. En mannfjöldinn, um 2300 manns, sem gekk yfir brúna vígsludaginn, skildi og fann gagnsemi þess, sem gerzt hafði, er Þjórsá var brúuð. Og þar var Sigurður Thoroddsen að verki. Hann flutti inn í landið nýja þekkingu og djörfung á sviði tækninnar og ruddi þannig braut hinni mikilhæfu verkfræðistétt vorri. ^rtfro&ingafélag JUauta Ijcfuv ijéur bmajSrtgurýttrl^oroóísen fyrrr. lantarcrfj’Víríingur ()rt6ursfélaga sinn ér lcggtð fyratur (Delcn&nga úl á brout wtrf 'fl fr&itnnar. er þér bófud etarf yúar fgrir ftrnm iugum dra og tófuð rii etjórn ucgamálanna. þtim árum bgggid þtr ucgi og brgr, scm cnn » ðag cru binir mifileocréuetu liiir i ncga- fcrfi lanéeins. ^clltebcidarncgurinn, bcngibrgr- nar á þjóroá og (jjöfulðá í (Ðxarfirði, svo og brgmar á JJlönöu, ÍDmólfedaleá, fjörgá og $oginu, bcra etarfí tjine fgreta rcrffrœóinge Ijóean uott. (Dmetanlegt gagn bcfur orðió að rertum giar þau Kafa autij álit rcrflcgrar mcnningar í lanb inu og oróió þjáóinni þratning lil framfara. þcr Kaftd rutt braul fjölmennri elctt rcrtfraó- inga, cr vottar giur fglletu oiröingu eína. ^ryfjooif. ÍÍ.jÚYii 1943. ítjórn'O.Tð. Þetta eru prentmyndir af áletrun, sem er á möppu þeirri, er stjórn Verkfræðingafélags ís- lands færði Sigurði Thoroddsen, fyrrv. landsverk- fræðingi, í tilefni þess, að hann var gerður heið- ursfélagi, þegar 50 ár voru liðin frá því að hann hóf starfsemi sína hér á landi sem verkfræðingur. Starf hins fyrsta verkfræðings var ekki einasta fólgið í að gera tillögur um ný mannvirki og leysa af hendi verk- fræðileg störf við byggingu þeirra, heldur varð einnig að kenna verkstjórum og smiðum, — skapa stétt kunnáttumanna, — er gæti leyst af hendi hin vandasöm- ustu verk, svo að eigi þyrfti að sækja til þess erlenda starfskrafta. Var þessi þátt- ur starfsins ærið mikilvægur og erfiður, því einmitt um þessar mundir voru hinar fyrstu járnbrýr gerðar hér, en byggingu þeirra voru menn óvanir, þar eða áður var hér nær eingöngu um trébrýr að ræða. Það tókst fljótt að vinna bug á byrjun- arerfiðleikum; hver brúin var gerð annari meiri, og framkvæmdir komust fljótt í það horf, að vegakerfi landsins jókst árlega svo að um munaði. Af þeim framkvæmd- um, sem hér er átt við, — um aldamótin — má nefna Hellisheiðarveginn, hina veg- legu hengibrú á Jökulsá í öxarfirði, brýrn- ar á Blöndu, Örnólfsdalsá, Hörgá og Sogið er bera starfi hins fyrsta verkfræðings ljósan vott. Ennfremur byggði hann brúna á Þjórsá, þótt aðrir hafi lagt til hennar hin fyrstu drög. Liðnir eru nú fimm tugir ára síðan Sig- urður Thoroddsen hóf starf sitt. Hann ruddi öðrum braut, svo að nú starfa hér yfir fimm tugir verkfræðinga. Ómetanlegt gagn hefir að verkum hans orðið, hinar glæsilegu brýr juku álit verklegrar menningar í landinu og urðu hin mesta hvatning til margháttaðra framfara. 1 virðingar og viðurkenningarskyni fyrir brautryðjendastarf hans á þessu sviði, vill því Verkfræðingafélag íslands sýna honum þá sæmd, sem það getur mesta veitt, að gera hann heiðursfélaga sinn.“ • Framhald á bls. 7. 50 áJm. Framhald af forsíðu. Pegar samþykkt var að gera Sigurð Thoroddsen að fyrsta heiðursfélaga Verkfræðingafélagsins fylgdi tillögunni um það svofelld greinargerð: „Þegar Sigurður Thoroddsen lýkur prófi við Fjöllistaskóla Kaupmannahafn- ar árið 1891 og gerist landsverkfræðingur, — eins og starfið þá var nefnt — 1893, leggur hann fyrstur Íslendinga út á braut verkfræðinnar. Um þær mundir var lítið um verklegar framkvæmdir og-mannvirkjagerð hér öll á bernskustigi; átti það rót sína að rekja til fjárskorts og fámennis. Hér voru ekki mannvirki, er staðið höfðu öldum saman, eins og altítt er með öðrum menningar- þjóðum. Meir en helmingur þjóðarinnar bjó í torfhúsum; vegir voru því nær engir og sára fáar brýr; einstaka steinhús höfðu verið gerð, en yatnsveitur, bryggjur eða hafnarmannvirki þekktust hér eigi. Það var ekki nema á nokurra ára fresti, að við bættist vegspotti, brú eða steinhús. Þegar í það var ráðist, varð að sækja er- lenda, sérfróða menn til framkvæmda, og það var eins og enginn gæti hugsað sér annað. Það var því síður en svo glæsilegt að leggja fyrir sig verkfræði. Ótrauður hóf Sigurður Thoroddsen starf sitt, er hann tók stjórn vegamálanna í sín- ar hendur. Mörg viðfangsefni biðu hans og á mörgum erfiðleikum þurfti að sigrast. Starfsskilyrðin er hinn fyrsti verkfræð- ingur átti við að búa, voru gjörólík þeim, er við verkfræðingar eigum nú að venj- ast. Þá var enga reynslu við að styðjast; til verkstjórnar kunnu menn fátt og hörgull var á lærðum smiðum. Á fyrstu starfsárum sínum gerði Sigurður Thoroddsen tillögur og áætlanir um marga þá vegakafla, sem enn í dag eru hinir mikilsverð- ustu í vegakerfi landsins. Hann átti frumkvæði að þeim brúm, er gerð- ar voru hér um og eftir aldamótin, — og stóð fyrir byggingu þeirra.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.