Vikan


Vikan - 08.07.1943, Blaðsíða 11

Vikan - 08.07.1943, Blaðsíða 11
VIKAN, nr. 27, 1943 11 „Þetta er bara tilgáta. Ég er tilneyddur að láta mér.detta allt í hug, af vöntun á áþreifanlegum staðreyndum. Þegar eitt er ómögulegt, snýr maður sér að öðru — fyrst það er ekki svona —; þá hlýtur það að vera hinsvegar .. . Hann þagði ianga stund. Að lokum þreif hann blað og byrjaði að skrifa. „Hvað ertu að skrifa?“ spurði ég forvitinn. „Vinur minn, ég er að búa til skrá. Skrá yfir allt það fólk, sem er í návist ungfrú Buckley. Á þessari skrá, ef tilgátur mínar reynast réttar ■— hlýtur nafn morðingjans að vera.“ Hann hélt áfram að skrifa, í allt að því tuttugu mínútur, —- að því búnu rétti hann mér blöðin. „Gjörðu svo vel, vinur minn. Sjáðu, hvað þú finnur út úr þessu.“ Á blöðunum stóð eftirfarandi: A. Ellen. B. Maðurinn hennar. C. Barníð þeirra. D. Herra Croft. E. Frú Cröft. F. Frú Rice. G. Herra Lazarus. H. Challenger, yfirforingi. I. Herra Charles Vyse. J. 9 Athugasemdir: Á. Ellen. Grunsamlegar kringumstæður. Fram- koma hennar er hún heyrði um morðið. Bezt tækifæri allra til þess að hafa valdið slysun- um og hafa vitað um byssuna, en ósennilegt að hún hafi átt við bifreiðina, og morð virð- ist langt frá hennar hugsun. Ástæða. Engin — nema þá hatur, er stafað gæti frá einhverju okkur óþekktu. Athugasemd. Spyrjast frekar fyrir um fyrra líf hennar og samband hennar við N. B. B. Maður hennar. Sama um hánn og hana. Þó líklegri til þess að hafa átt við bifreiðina. Athugasemd. Hann þarf að yfirheyra. C. Barn þeirra. Kemur ekki til greiria. Athugasemd. Gæti gefið einhverjar upplýs- ingar, ef það yrði yfirheyrt. D. Herra Croft. Grunsamlegar kringumstæður. 17'nrco <ra • Poirot og Hastings vinur lí OrSd,J,d. hans eru nýkomnir til St. Loo í sumarleyfi. Þar kynnast þeir imgri stúlku, Nick Buckley að nafni, er býr alein í húsi sínu, Byggðarenda. Þeir komast að því, að hún hefir fjórum sinnum á skömm- um tíma lent í lífsháska og vekur þetta forvitni Poirots. Þegar hún fer, skilur hún eftir hattinn sinn, en í barði hans er gat eftir skammbyssukúlu. Þeir ákveða að heimsækja hana að Byggðarenda. Er þangað kemur láta þeir Nick segja sér ítarlega frá með hvaða hætti hún hefir komizt í lifsháska, og sýna henni kúluna, er fór í gegnum hattbarð hennar. Hún segist eiga byssu, þeirrar tegundar, sem kúlan er úr. En er hún ætlar að ná í byss- una, er hún horfin. Poirot lætur hana nú segja nákvæmlega frá atburðum síðustu daga og hverjir séu vinir hennar. Nick er þeirrar skoðunar, að þetta séu allt tilvilj- anir, er fyrir hana hafa komið. Foirot hvetur hana til þess að fá einhvem vina sinna til þess að búa hjá sér og það verð- ur úr, að hún segist skulu fá frænku sina frá Yorkshire. Poirot grunar, að Nick leyni þá einhverju. Poirot og Hastings fara á laun að Byggðarenda og hitta þar ókunnan mann, Croft, nábúa Nick, og fara heim með honum. Kona hans er veik, en lætur sér mjög mjög annt um allt, er snertir Nick. Litlu seinna heimsækir Nick þá. og viður kennir, að hún sé hrædd og að þessi stöðuga óvissa fari illa með taugar hennar. Talið berst að því, hvort hún muni vilja selja Byggðarenda. En hún kveðst ekki vilja það. Litlu síðar heimsækja þeir Vyse lögfræðing og þar beinir Poirot talinu ,að Nick og Byggðarenda. Nick hafði boðið þeim heim um kvöldið til þess að horfa á flugeldasýn- ingu, og þar kynnast þeir Maggie og Buck- ley. Þetta sama kvöld er hún myrt í garð- inum á Byggðarenda. Nick verður örvingl- uð og áfellir sjálfa sig fyrir að hafa fengið hana til að koma, og lánað henni kínverska sjalið, er hún var sjálf með um kvöldið. Lögregluþjónar og læknir koma á vettvang. Það verður úr að Nick er flutt þá þegar um kvöldið í hressingarhæli. Challenger er alveg örvinglaður, og það er bersýnilegt að hann elskar Nick. Nóttina eftir morðið æðir Poirot um gólf og ásakar sjálfan sig í sífellu. Hastings reynir að sefa hann. Þeir ræða líkumar fyrir því, hver vera muni morðinginn. Sú staðreynd, að við hittum hann í stiganum, á leið upp i svefnherbergi. Hafði skýringu á takteinum, sem getur verið sönn. Og getur líka verið ósönn! Ástæða. Engin. E. Frú Croft. Ekkert grunsamleg. Ástæða. Engin. F. Frú Rice. Ýmislegt grunsamlegt. Mörg tæki- færi. Bað N. B. að sækja sjal. Hefir margoft reynt að telja okkur trú um, að N. B. sé lygari og lýsing hennar á slysunum ekki til að treysta. Var ekki í Taristock, er slysin vildu til. Hvar var hún? Ástæða. Ávinningur? Ósennilegt. Afbrýði- semi? Gæti verið, en ekkert vitað um slíkt með vissu. Ótti ? Gæti einnig verið, en engin vissa fyrir sliku. Athugasemd. Virðist vera háð N. B. Athuga feril hennar nánar. Kanske eitthvað komi í ljós í sambandi við hjónaband hennar. G. Herra Lazarus. Grunsamlegar kringumstæð- ur. Fjölda tækifæri. Vildi kaupa myndina. Sagði að bifreiðarskrattinn væri eðlilegur. (Sammála F. R.) Hlýtur að hafa verið hér í nágrenninu á föstudaginn. Ástæða. Engin — nema þá ágóði af mynd- inni. Ótti? — ósennilegt. Athugasemd. Komast á snoðir um, hvar hann var áður en hann kom hingað. Komast að, hvernig fjárhagur fyrirtækisins „Aaron Laza- rus & Sonur“ er. H. Challenger yfirforingi. Grunsamlegar kring- umstæður. Var hér í nágrenninu alla siðast- liðna viku, hafði þar af leiðandi næg tæki- færi. Kom hingað hálftima eftir að morðið var framið. Ástæða. Engin. I. Herra Vyse. Grunsamlegar kringumstæður. Var ekki á skrifstofu sinni, þegar skotinu var hleypt af i gistihúsgarðinum. Nóg tæki- færi. Fullyrðingar hans viðvíkjandi sölu á. Byggðarenda grunsamlegar. Skapdulur. Er eflaust vanur að fara með skotvopn. Ástæða. Ávinningur? Ást eða hatur? Gæti hugsast sökum skapgerðar hans. Ótti ? Ósenni- legt. Athugasemd. Grenslast um fjárhag hans og hvemig sé með skuldir, er hvíla á Byggðar- enda. IIMIIIiaillllMmdlilllMIMlllMKIIIIIIIIIIIIIINMn Minnslu ávallt [ H mildu sápunnar Regum tannpasta hreins- ar fágar og gerir tennumar hvítar. Skilur eftir hress- andi og frískandi bragð. Heildsölubirgðir: Agnar Norðfjörð & Co.h.f. Sími 3183. NUFIX varðveitir hár yðar og auðveldar greiðsluna. Eyðir flösu og hárlosi. SCURF-DANDRUFF Handy. convi’nlcnt i sáfe to ctirry Heildsölubirgðir: Agnar Norðfjörð & Co. h.f. Lækjargötu 4. Sími 3183. Avallt fyrirliggjandi. Einkaumboð: jóh. Karlsson & Co. Sími 1707 (2 línur).

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.