Vikan


Vikan - 08.07.1943, Blaðsíða 13

Vikan - 08.07.1943, Blaðsíða 13
VIKAN, nr. 27, 1943 13 Shirley Temple í ýmsum hlutverkum. á*..........................................>4 Dægrastytting | . ^>iiiiiiiniiniiiiiiiiiM.il.•...•••••••ii ••llllll■•■■l■••■•l•llll.■ll■lllll.lllll■l.>> Trunt, trunt og tröilin í f jöllunum. Einu sirini voru 2 menn á grasafjalli. Eina nótt lágu þeir báðir í tjaldi saman. Svaf annar, en hinn vakti. Sá þá hinn, er vakti, að sá, sem svaf, skreið út. Hann fór á eftir og fylgdi hon- um, en gat naumast hlaupið svo, að ekki drægi sundur með þeim. Maðurinn stefndi upp jökla. Hinn sá þá, hvar skessa mikil sat uppi á jöku.1- gnýpu einni. Hafði hún það atferli, að hún rétti hendurnar fram á víxl, og dró þær svo upp að brjóstinu, og var hún með þessu að heilla mann- inn til sín. Maðurinn hljóp beint i fang henni, og hljóp hún þá burt með hann. Ári síðar var fólk úr sveit hans á grasafjalli á sama stað; kom hann þá til þess og var fálátur og ábúðarmikill, svo varla fékkst orð af honum. Fólkið spurði hann, á hvem hann tryði, og sagðist hann þá trúa á guð. Á öðru ári kom hann aftur til sama grasafólks. Var hann þá svo tröllslegur, að því stóð ótti af honum. Þá var hann spurður, á hvern hann tryði, en hann svaraði því engu. 1 þetta -sinn dvaldi hann skemur hjá fólkinu en fyrr. Á þriðja ári kom hann enn til fólksins; var hann þá orðinn hið mesta tröll og illilegur mjög. Einhver áræddi þó að spyrja hann að, á hvem hann tryði, en hann sagðist trúa á „tmnt, tmnt og tröllin í fjöllunum" og hvarf síðan. Eftir þetta sást hann aldrei, enda þorðu menn ekki að vera til grasa á þessum stað nokkur ár eftir. Vísa um „hann“: 3. Hann er að gala hátt um frón, hann er að smala kindum, hann er að mala hafurgrjón, hann er að ala beizlaljón. (Þjóðvísa). Starkaðsver. Starkaðsver heitir á framanverðum Gnúpverja- afrétti, og stendur stór steinn einstakur í ver- lnu og heitir hann Starkaðssteinn; er sagt, að nafnið sé svo til orðið, að Starkaður hefir mað- ur heitið frá Stóruvöllum í Bárðardal, er hafi átt unnustu, sumir segja á Stóranúpi, sumir á Þrándarholti í Gnúpverjahrepp. Einu sinni sem oftar fór hann að finna hana, en varð úti sök- um illveðurs og þreytu í verinu undir steininum, alveg á réttum vegi. Um sama leyti dreymdi heitmey hans, að Starítaður sinn kæmi til sín og kvæði: Ángur og mein fyrir auðarrein oft hafa skatnar þegið, Starkaðar bein und stórum stein um stundu hafa legið.“ Ævintýri Georgs í kínverska ræningjabænum. 19. Þegar skipverjarnir á vöruflutningaskipinu voru að læðast nær kofanum, sem Georg var geymdur í, fengu þeir enn nýtt skeyti frá honum: Lausn á bls. 14. Orðaþraut. ÁMUR V ARS I N N I N AÐ S IÐUR OFUR FLÓ A AKUR I N N A E I G I ANSA T AÐS Fyrir framan hvert þessara orða skal setja einn staf, þannig, að séu þeir stafir lesnir ofan frá og niður eftir, myndast riýtt orð, og er það heiti á fomriti. Sjá svar á bls. 14. Brúðgumavísa. Brúðguminn sækir bráðan hest, brúðguminrí finnur mætan prest, brúðguminn segir: „Býð ég þér brúðargestur þú sért hjá mér, brúðhjónin saman bánga nú, brúðarsængina krossar þú.“ (Isl. þulur og þjóðkvæði. Ól. Dav.). Að setja í horn svipar til skipagjafar að þvi leyti, að það er mergurinn málsins að karli og konu lendi saman. Tveir setja í hom, oftast karl og kona. Stúlkan hugsar sér fjóra karlmenn, og skipar hverjum þeirra í huganum í sitt horn á herberginu eða baðstofunni. Karlmaðurinn hugsar sér aftur fjór- ar konur og fer hann eins með þær. Því næst spyr stúlkan: „Hver er i þessu horni?“ og bendir á eitthvert hornið. Pilturinn segir hverri konu hann hefir skipað þar. Þá kemur líka upp úr kafinu, hverjum karlmanni hafi verið vísað þar til sætis. Svona gengur það með öll hornin og verður oft mikið gaman út úr öllu saman, því það er svo sem sjálfsagt, að karl sá og kona, sem eru saman í hominu, eiga að eiga vingott. Vissara þykir að þeir, sem setja í homin, hvísli því að náunganum, hver sé í þessu og þessu homi, því annars er hætt við að skipt sé um. Sæmundur Eyjólfsson lýsir skemmtun þessari nokkuð öðruvisi: „Árni segir við Bjössa: Ég ætla að setja í hom fyrir þig. Ein stúlkan er í þessu homi, önnur í þessu homi og sú þriðja í þessu. Þú mátt kjósa hverja sem þú vilt. Bjössi vill lifa og deyja með einni stúlkunni, spásséra með annarri, en kastar þeirri þriðju.“ 1 sömu áttina er kerlingagjöf, ef svo má segja, þvi ég hefi, satt að segja, ekki heyrt nokkurt nafn á sið þeim, sem nú skal greina. Unglingar keppa oft um það, hvor þeirra verði fjrrri á fætur á morgnana. Það er kallað að reyna slg. Þeir sem reyna sig, keppast við að klæða sig, sem mest þeir mega. Sá, sem fyrr er kominn i öll fötin, hefir rétt til að eigna hinum kerling- una, “gefa honum kerlingar," oftast þrjár, en stundum fleiri; velur hann ávallt þær sem hann þekkir ljótastar og afskræmilegastar, og verður hinn að láta sér það lynda. Ef stúlkur reyna sig, Frú Franklín D. Roosevelt brosir glaðlega, eftir að hafa nýlokið við að skíra flugvélamóðurskip, af allra nýjustu gerð, sem byggt var hjá einni Kaiser skipasmíðastöðinni á Kyrrahafsströnd. Með henni á myndinni eru, talið frá vinstri: Henry J. Kaiser og synir hans Edgar og Henry yngri, sem báðir vinna með föður sínum.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.