Vikan


Vikan - 08.07.1943, Blaðsíða 15

Vikan - 08.07.1943, Blaðsíða 15
VIKAN, nr. 27, 1943 15 Fagrar heyrði eg raddirnar Framhald af bls. 7. Ævintýri og þjóðsagnir áttu frá upp- hafi heima í rökkri og einveru, þá opn- uðust gættir huliðsheima, og menn greindu annarlegar verur, stundum var sem huldu- blik yfir öllu, stundum grúfði drungamyrk- ur yfir hrikalegum tröllahlöðum, og álfar, tröll og djöflar stigu dans, hverir með sínum hætti. Menn heyrðu raddir, fagrar eða geigvænlegar, glaðar eða dapr- ar, huldarmál í klettum og brekkum, hlátrasköll trölla í fjöllum, drauga kveð- andi tómlega í myrkrinu niðri í fjöru. Orðstef sagnanna urðu einnig hér ósjálf- rátt að kveðskap, og skáld alþýðunnar námu vísur og kvæði, sem kveðin voru úti 1 einverunni, eða færðu í stuðla skorður sagnir af viðskiptum manna við huldulið- ið. Þetta er kveðskapur hugboðs og hugar- flugs, hér skapar óskin sér silfri þakta sali, draumfagrar brunugrasabrekkur og víðiflesjur, en hér rísa einnig afskræmis- legar forynjur, þrihöfðaðir þursar og hlakkandi óvættir upp úr djúpi óttans, og grunurinn, þráin, uggurinn, fögnuðurinn og treginn skiptast á og renna saman, leysast upp og taka á sig nýjar og nýjar myndir og litblæ eins og ský á lofti. Allur þessi kveðskapur átti sér fornar rætur eins og þjóðtrúin, sem er ein aðal- uppistaða hans. Menn höfðu framan úr forneskju átt sín fræðistef og fræðiþulur, formála, ávarpsorð og bænir, galdra og máttug ljóð. Þjóðkvæði þessarar bókar eru að mörgu leyti framhald þess forna kveð- skapar. Hér getur að líta saman miðavísur og staðaþulur fomaldar og síðari tíma, ákall til magnanna úr Sigurdrífumálum og síðari alda vísur um góu og huldufólk og loks bænir til guðs og Maríu og helgra manna. Þjóðsagnakvæði og stef má finna í fornum heimildum. .. Hér fara á eftir örfá sýnishorn úr þess- ari þjóðlegu bók: „Þórð.ur Andrésson hefir verið tekinn höndum af Gizuri Þorvaldssyni (1264); er hann í för með jarli og býst við dauða sínum. Hann hrakti undir sér hestinn og kvað dans þennan við raust: Mínar eru sorgir þungar sem blý.“ „Svo er sagt, að Þórunn Jónsdóttir Arasonar hafi látið stúlku kveða þetta í vikivaka til ísleifs bónda síns: 1 Eyjafirði upp á Grund á þann garðinn fríða, þar hefir bóndi búið um stund, sem böm kann ekki að smiða." „Fagrar heyrði eg raddimar við Niflunga heim. Eg gat ekki sofið fyrir söngunum þeim.“ „Stígum fastar á fjöl, spömm ekki skó; guð má ráða, hvar við dönsum önnur jól.“ „Bezt er að vera birgur vel, baula mikið étur. Ósköp þarf fyrir eina kú um vetur.“ „Ólafur reið með björgum fram; — mig syfjar — hitti hann fyrir sér Abraham með klyfjar, með fjalldrapaklyfjar.“ „Kveðið á glugga, þegar gleðin stend- ur sem hæst: Kátt er hér, en kalt er úti veður; þó er ég dóttir Þórnýjar, þeirrar sém bezt kveður.“ „Dansinn á Bakkastað á nýjársnóttina endar á því, að ókunnugur maður tekur í hurðarhringinn og kveður vísu: Held ég mér í hurðarhring, hver sem það vill lasta; hér hafa kappar kveðið í hring; kemur til kasta, kemur til minna kasta. Síðan sökk kirkjan og kirkjugarðurinn með öllu fólkinu.“ „Vinduteinninn. Sakamann átti að taka af lífi á alþingi, en hann hét á Kölska, að hann kæmi sér undan. Þegar átti að aflífa manninn, hljóp þar að ókunnur maður með sprota í hendi og kvað vísu: Vinduteininn fyrðar fundu, fór sú grein af vinduteini, vinduteinn lét aldrei undan, einatt hvein í vinduteini. Mönnunum varð hverft við og litu af sakamanninum, og hljóp hann á hest og komst undan. Síðan bjargaði galdramaður honum úr klóm Kölska.“ „Gunna. Einu sinni í hallæri gekk margt fólk til grasa fram á Heljardal fram af Þistilfirði. Allir dóu úr hungri á leiðinni nema ung stúlka, sem Guðrún hét. Hún komst lífs ofan í Hvamm. Hún kvað þar á glugga vísu þessa: Margt kann Gunna vel að vinna: á vökrum hesti dóla, lyppa, spinna, tæja, tvinna, tína grös og róla. Bóndinn var inni og tók að sér stúlk- una. Hann var ókvæntur og giftist henni.“ Skattaskrá Reykjavíkur ásamt skrá um verðlækkimarskatt, stríðs- gróðaskatt, námsbókagjöld, elli- og örorku- tryggingaskrá og skrá um ábyrgðarmenn lífeyrissjóðsgjalda LIGGJA FKAMMI I BÆJARÞING- STOFUNNI 1 HEGNIN G AKHÚ SINU frá miðvikudegi 30. júní til mánudags 12. júlí, að báðum dögum meðtöldum, kl. 10—20 daglega. — Kærufrestur er til þess dags er skrárnar liggja síðast frammi, og þurfa kærur að vera komnar til Skattstofu Reykjavíkur, eða í bréfakassa hennar, í síðasta lagi kl. 24 mánudaginn þann 12. júlí næstkomandi. Skattstjórinn í Reykjavík. HALLDÓR SIGFÚSSON. TILKYNNING frá Húsaleigunefnd Samkvæmt 6. gr. laga nr. 39, 7. apríl 1943 um húsaleigu, er óheimilt að hækka húsaleigu vegna hækkaðra gjalda af fasteignum, nema eftir mati húsaleigunefndar. Þeir húseigendur, sem óska eftir slíku mati, þurfa að útfylla þar til gerð eyðublöð, er fást í skrifstofu nefndarinnar. Jafnframt eru menn áminntir um að leggja fyrir húsaleigunefnd alla leigumála um húsnæði, munnlega og skriflega, sem gerðir hafa verið eftir 14. maí 1940. Skrifstofa nefndarinnar er á Laufásvegi 2, og verður hún opin kl. 3—5 e. h. alla virka daga, nema laugardaga. Nefndin er til viðtals kl. 5—7 e. h. á mánu- dögum og miðvikudögum. Húsaleigunefndin í Reykjavík.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.