Vikan


Vikan - 29.07.1943, Blaðsíða 1

Vikan - 29.07.1943, Blaðsíða 1
Nr. 30, 29. júlí 1943. ¥1KAN Pétur Á. Jónsson ¦ ¦ operusongvan íslenzki stúdentinn, sem ætlaði að verða tannlæknir, sigraði með miklum glæsi- leik á allt öðru sviði. Hann varð frægasti söngvari íslands um sína daga og virtur og hylltur urri margra ára skeið í einu mesta hljóm- listarlandi heims. Jljeir voru tímarnir, að það var merkur við- burður, þegar Pétur Jónsson óperusöngv- ari kom hingað á sumrin heim til Islands og söng við mikla hrifni áheyrenda. Okkur, sem þá vorum börn, fannst ævintýraljómi erlendr- ar dýrðar, frægðar og frama, leika um nafn hans og persónu. Og sannleikurinn er sá, að þessar hugmyndir voru réttar. Pétur hafði afl- að sér frægðar og frama, og hann var dýrkað- ur af söngunhendum mikillar hljómlistarþjóð- ar. Bjarni Bjarnason læknir segir m. a. í ágætri grein um Pétur, í Þjóðinni, 2.—3. hefti 1940: „Ég minnist þess, að mikill ævintýraljómi stóð um nafn Péturs Jónssonar, og margar sög- ur gengu um sigra hans í Þýzkalandi. Og víst er um það, að marga stóra sigra vann hann, og ástsæll var hann með afbrigðum. Allt, eem skrif að hef ir verið um Pétu r víðsvegar um Þýzkaland, bendir ótvírætt til þess. Lauritz Melchior, sem nú er söngvari við Metropolitan-óperuna í New York, kom til Bremen meðan Pétur var fyrsti kraftur við óperuna þar. Hann söng þar Lohengrin. Dómar blaðanna voru allir á einn veg: Söngur og f ram- . koma Melchiors var glæsileg og mjög lofsamleg, en hinsvegar ástæðulaust að kalla hann hingað, því að „Pétur okkar" skarar fram úr honum, bæði sönglega og dramatískt. Árið 1922 skeður það, að sendimaður frá Metropolitan-óperunni kemur til Þýzkalands. Átti hann að ráða Wagners-tenór til óperunn- ar og hafði þá fyrst og fremst augastað á Pétri. Heimþráin hafði þá seitt Pétur heim til Islands í sumarfríinu. Þangað treysti hinn ameríski sendimaður sér ekki að leita hans, en ráðningin mátti ekki dragast. Lauritz Melchior varð f yrir valinu. Pétur hefir ekki grætt á því enn sem komið er að vera ættjörð sinni trúr. Framh. á bis. 3.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.