Vikan


Vikan - 29.07.1943, Blaðsíða 5

Vikan - 29.07.1943, Blaðsíða 5
VIKAN, nr. 30, 1943 5 Pramhaldssaga 9 Konan í Glenns-kastala -ÁSTASAGA- „Hefir þú fleiri ógeðfeld og óvænt tíðindi að segja mér?“ spurði hún. Það var bitur hljómur í rödd hennar, og hið glaða og milda yfirbragð var horfið. Hún var náföl í andliti. „Það er undir því komið, hvað þú kallar ógeð- feld og óvænt tíðindi," svaraði hann hikandi. „Segðu mér Barbara, af hverju giftist þú mér? Það var af því að þú elskaðir mig, var það ekki — aðeins af ást?“ Barbara svaraði ekki strax. „Jú — auðvitað af því að ég elskaði þig — einmitt þess vegná. Ég mundi ekki hafa gifzt þér, ef ég hefði ekki gert það — ekki þó mér hefði staðið til boða allur auður veraldarinnnar. Ég hefði aldrei selt mig fyrir peninga, þeim manni, sem ég ekki elskaði.” „Guði sé lof fyrir það,“ sagði Pierce og varp öndinni léttara. „Þá get ég horft í augu þín, fyrst það var Pierce Maloney, sem þú giftist, en ekki peningarnir, sem þú ímyndaðir þér að Pierce Maloney væri svo ríkur af.“ Barbara varð vandræðaleg. Hún hafði óljóst hugboð um, hvað nú væri i vændum. Hana fór að gruna sannleikann, hún fann að hún var ekki lengur sólarmegin í lífinu — hafði verið dregin langt inn í skuggann. „Segðu mér aðeins eitt, Pierce,“ rödd hennar varð allt í einu skipandi. „Ert þú, eða ert þú ekki efnaður maður, eins og þú lézt mig halda, eða hefir þú logið að mér allan timann?“ Pierce varð eldrauður upp i hársrætur. „Logið!“ endurtók hann höstuglega. „Ef þú værir karlmaður hefðir þú orðið að gjalda fyrir þessi ummæli þín, en af því að þú ert kvenmaður, álítur þú ef til vill að þér leyfist að segja allt, sem þér dettur i hug. En það ætla ég að láta þig vita, Barbara, að ég hefi aldrei verið kall- aður lygari fyrr, hvorki af karli né konu, og ég hefi ekki skap til að bera svona áburð með þögn og þolinmæði.“ Hann var orðinn ofsareiður, og í fyrsta sinn varð Barbara hrædd við mann sinn. Hún skildi, að Pierce Maloney var gæddur mikilli siðgæðis- kennd, sem hún hafði enn ekki kynnzt. Hún hafði haldið, að sér væri óhætt að segja allt við hann, sem henni byggi í brjósti, en þar hafði henni skjátlast. „Mér þykir leitt, ef ég hefi móðgað þig, Pierce, en ég verð að biðja þig að útskýra þetta betur fyrir méf. Þú hefir alltaf látið mig skilja á þér, að þú værir vel efnaður maður. Þegar þú talaðir um kastalann, sem þú ættir i írlandi, þá talaðir þú um hann eins og hann væri mjög vegleg höll; þá gat mér ekki komið til hugar, að hann væri aðeins hrörlegar rústir. Þú bauðst mér hálft konungsríki þitt! Þú sórst og sárt við lagðir, að það væri enginn sá hlutur, sem þú ekki vildir gera fyrir mig. Ég endurtek aðeins þín eigin orð.“ Barbara horfði þrjóskulega á hann og augu hennar loguðu af reiði og andlit hennar var fölt, en þó var Pierce Maloney ennþá fölari. „Ég hefi ekki sagt annað en sannleikann — nakinn sannleikann,“ svaraði hann, röddin var hás og áköf. „Þú skalt bara voga þér að rengja það. Allt vil ég gera fyrir þig, sem í mínu valdi stendur, en það sem ég ekki á, get ég ekki gefið. Ég vissi ekki að ríkidæmi væri þér svona þýð- ingarmikið — að það væru aðeins peningar, sem þú girntist. Ég hélt, að ást mín væri þér líka nokkurs virði.“ Forsaea * Howard Burton kemur að ® ’ kveðja Barböru Carvel. Hann er að fara til Suður-Afríku. Hún bjóst við, að hann mundi biðja sín og varð fyrir miklum vonbrigðum, er hann gerði það ekki. Þegar hann er farinn heimsækir Barbara móður hans. Er Barbara kemur heim, hefir Pierce Maloney verið fluttur þangað, en hann meiddist i bifreiðarslysi þar rétt hjá. Vinur Maloney, Revelstone lá- varður, heimsækir hann, og Pierce segir honum, að hann sé ástfanginn í Barböru og muni byrja nýtt lif, ef hún vilji giftast sér. Revelstone er ekkert hrifinn af þessu og flýtir sér að kveðja. Pierce tjáir Barböru ást sína og þau giftast skömmu seinna. Hann gefur henni stórgjafir og er þau giftast var veizla haldin hjá Ann frænku hennar. Þegar Barbara er að búa sig í brúð- kaupsferðina, kemur frú Burton upp til hennar og ásakar hana fyrir trúleysi gagn- vart Howard. Áður en hún fer lofar Bar- bara. að lána henni peninga. 1 brúðkaups- ferðinni eys Pierce út peningum í skemmt- anir, en þegar Barbara biður hann um 150 pund verður hann hvumsa við, en lætur hana hafa ávísun. Síðan fara þau til Ir- lands. Þegar þau koma í Glennskastala verður Barbara fyrir miklum vonbrigðum, er hún sér, hve allt er fátæklegt og tötra- legt. Svo fær hún að vita, að' Pierce er ekkjumaður og á tvö börn, en hefir leynt hana þessu öllu. Hún veit ekki enn, hve fátækur maður hennar er og talar um að breyta öllu og færa í lag, en Pierce fer und- an í flæmingi og vill ekkert um fjármál þeirra tala. „Þú hefir táldregið mig! þú veizt það sjálfur, að þú hefir táldregið mig,“ sagði Barbara og skalf af geðshræringu. Hún vissi, að hún hafði á réttu að standa með það, en hvernig átti hún að fara að því að koma Pierce i Skilning um þann órétt, sem hann gerði henni? Og nú vildi hann snúa sig þannig út úr málinu, að hann hefði hreinan skjöld, en hún væri óréttlát við hann, svoleiðis hafði hann verið búinn að reikna dæmið út, en það var ekki fallegt af honum — það var mjög óheiðarlegt. ,,Á hvern hátt hefi ég táldregið þig? Glenns- kastali verður alltaf Glenns-kastali svo lengi, sem múrarnir ekki hrynja saman og loftin ekki falla niður. Þú munt alltaf hafa hér nóg að bita og brenna; þú getur fengið gott vin að drekka, nógan klæðnað, trúfast þjónustufólk til að ganga um beina og hlýða skipunum þínum, hest til að fara á i skemmtiferðir, og hvað getur svo kona farið fram á meira af manni sínum, en hann láti henni i té, fæði og klæði — hús og hita — það er að segja, ef hún hefir ekki valið hann aðeins vegna peninga?" Tárin brutust frarn í augu Barböru, hún var bæði sár og reið. Pierce vissi auðvitað, að það eina, sem hann gat gert, var að snúa öllu þannig, að ekki væri hægt að ásaka hann fyrir neitt, og nú vildi hann telja henni trú um, að hún bæri sig röngum sökum, en hún vissi, að það gerði hún ekki. „Það er mjög ódrengilegt af þér að tala syona,“ sagði hún með ekkablöndnum róm. „Það er bein- línis ómannlegt af þér. Þú vissir mæta vel, að ég giftist þér af því ég unni þér, en ég hélt lika, að þú værir efnaöur maður. Þú gerðir allt til þess að koma þvi áliti inn hjá mér, þú hefir ef til vill aldrei sagt það með berum orðum, en þrátt fyrir það var ekki hægt fyrir mig annað en mynda mér þá skoðun um þig, eftir fram- komu þinni. Þú lést mig skilja á þér, að heimili mitt mundi verða dásamlegt og allar óskir mín- ar kvaðst þú ætla að uppfylla, sem i sjálfu sér er mesta fjarstæða. En segðu mér eitt, hvaðan fékkst þú peningana, sem þú gafst mér í gær og ég sendi frú Burton?“ „Ég fekk þá fyrir mynd, sem ég seldi,“ sagði Pierce rólega. „Guð fyrirgefi mér þann órétt, sem ég hefi gert börnunum fyrir þína sök.“ Barbara varð niðurlút, og varir hennar voru orðnar hvítar. „Þú seldir mynd — andlitsmynd af langömmu þinni. Hvers vegna gerðir þú það — hvers vegna —. ?“ „Af þvi að ég hafði lofað þér peningum," svar- aði hann þóttalega. „Það mátt þú vita Barbara, að írskur aðalsmaður stendur við orð sín, hvað sem það kostar hann.“ Hann lagði höndina á brjósti^, og hneigði sig fyrir konu sinni. Barbara þerraði tárin af hvörm- um sér, henni fannst allt hringsnúast í kring- um sig, — hún gat ekki sjálf greint á milli þess, sem satt var og hins, sem var ósatt. Var það einlæg sannfæring Pierce, að hann hefði ekki tál- dregið hana, með þvi að leyna henni sannleik- anum um efnahag sinn, og hafði hún ekki fulla ástæðu til að vera honum reið ? — En svo var það myndin, það var hræðileg tilhugsun, að hún skyldi vera sök í því að hann hafði selt hana. — Hún var í mikilli skuld við Pierce. „Hvers vegna sagðir þú mér ekki, að þú værir fátækur, þegar ég bað þig um peningana handa frú Burton? Það hefði verið mikið heiðarlegra af þér — og vinalegra gagnvart mér.“ Rödd hennar og augnaráð bar glöggt vitni um geðs- hræringu hennar. Pierce svaraði ekki strax, en stóð kyrr og lét sem hann væri að bursta ryk af frakka sín- um. „Ég vár búinn að lofa þér að ég skyldi gefa þér allt, sem þú bæðir mig um og ég gæti látið eftir þér, og ég hefi aðeins haldið orð mín,“ svaraði hann að endingu þurrlega. Þau horfðu í augu hvors annars, og það var dauðaþögn i litla garðinum. Þau skildu bæði, að samræður þeirra voru komnar á hættulegt stig, öll þeirra ást og hamingja var í veði — skip- brot var yfirvofandi. Hvort þeirra skyldi verða fyrri til að gefa eftir ? Barbara dró þungt andann. Hún vissi, að hún hafði á réttu að standa, og að Pierce hafði hegð- að sér hræöilega heimskulega, en hún vissi líka, að hann mundi aldrei geta skilið það, og hvaða gagn var í því fyrir hana að þræta við Pierce? Þau voru búin að vera nógu kjánaleg, þó þau héldu ekki áfram að vera það. Hún rétti báðar hendumar fram. „Eigum við ekki að byrja nýtt líf, upp frá þessari stundu, Pierce? Nú veit ég allt um þína hagi. Ég veit, að þú ert ekkjumaður og átt tvö börn, ég veit, að þú ert langt frá því að vera auðugur maður. Það er ekki meira fyrir mig að læra; en nú skulum við reyna að gera gott úr öllu saman og vita, hvort við getum ekki öðlast hamingjusamt hjónaband.“ Það var dapur biturleiki í rödd hennar, því henni fannst að sér hefði verið gert meira en' lítið rangt til. Pierce greip hana í fang sér og þrýsti henni að sér. „Ó, elskan mín — min einustu auðæfi!“ sagði hann og réð sér varla fyrir fögnuði. „Guði sé lof, að við erum aftur orðin sátt, nú er allt orðið bjart og fagurt i kring um okkur aftur.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.