Vikan


Vikan - 29.07.1943, Blaðsíða 13

Vikan - 29.07.1943, Blaðsíða 13
VTKAN, nr. 30, 1943 13 Til hægri: Shirley Temple leikur við apann sinn. Til vinstri: Shirley Temple stjóm- ar munnhörpuleikurum úti á götu. Bjarnargreiði. Framhald af 4. síðu. í sér til þess, þá var þetta eina tækifærið til þess. I næstu hillu við brauðin lá ný smjörtafla, sem bóndi nokkur hafði selt henni fyrir stundu síðan. Hún hugsaði með sér, að honum hlyti að þykja vænt um að fá smjör með brauðinu. Hún stakk því hníf inn í brauðin og setti eins mikið smjör og hún gat inn í rifuna, síðan þjapp- aði hún henni saman þannig, að það sást ekki nema eins og rispa í skorpunni. Og um leið og listmálarinn, snéri við aftur að búðarborðinu, hafði hún lokið góðverk- inu, og var farin að pakka brauðunum inn í bréfið. Og þegar hann var farinn út, eftir frá- bærilega skemmtilegar samræður, að dómi fröken Mörthu, brosti hún ánægjulega með sjálfri sér. En hún fann til kvíða innst inni í hjarta sínu, út af því, hvernig hann mundi taka þessu tiltæki sínu. Mundi hann meta þessa hugulsemi hennar? Eða skyldi hann líta svo á, að hún aumkvaði hann sem betlara? Nei, þannig gat hann ekki hugsað, það var óhugsandi. Það gat ekki verið að hann misvirti þetta á nokkurn hátt. Allan daginn var hugur hennar bundinn listmálaranum og smjörinu. Hún sá hann í anda, þegar hann færi að borða sinn ó- brotna og hversdagslega mat, og skæri sneið af brauðinu og ... Það leið um hana sælukennd við þessa hugsun, og hún roðn- aði ofurlítið. Skyldi hann þá ekki hugsa hlýtt til hennar, sem hafði sett smjörið inn i brauðin? Mundi hann ekki gera það? Bjallan í búðinni hringdi, og einhver kom inn í búðina með miklu fasi. Fröken Martha hraðaði sér fram til að vita, hver færi með svo miklum asa. Tveir menn stóðu fyrir framan búðarborðið, var annar ungur og reykti pípu í ákafa — hún hafði aldrei séð hann fyrri — en hinn var listmálarinn. Hvað hafði komið fyrir hann? Fröken Mörthu varð ekki um sel, að sjá hann svona. Hann var gjörbreyttur frá því sem hann hafði verið um morguninn, þegar hann kom að kaupa brauðin. Hann var eldrauður í andliti og hatturinn sat langt aftur á hnakka og hárið stóð í allar áttir. Hann steytti kreppta hnefana reiðilega framan í fröken Mörthu. „Heimska kvensnift,“ öskraði hann þrumandi röddu. Síðan formælti hann henni og óskaði henni norður og niður. Ungi maðurinn vildi reyna að stilla hann og fá hann til að koma með sér út úr búðinni, en það var árangurslaust. „Ég fer ekki eitt fet héðan fyrr en ég er búinn að segja henni það, sem mér býr í brjósti," sagði hann rámur af reiði. „Þér hafið eyðilagt allt fyrir mér,“ hélt hann áfram, og augu hans skutu neistum. „Hvernig getur yður dottið í hug, aðblanda yður inn í annara sakir — það sem yður kemur ekki við, gamla verzlunarkerling!“ Fröken Martha lagði hendurnar á mag- ann, orðlaus af undrun, hún riðaði á fót- unum og hallaði sér upp að brauðahillunni. Nú tók ungi maðurinn í axlir fylgdar- manni sínum og dró hann út úr búðinni með sér, en kom svo aftur inn í búðina. „Þér vitið ef til vill ekki, hvernig í þessu liggur, fröken?“ sagði hann. „En þessi maður og ég — við erum félagar og erum báðir listmálarar — í heila þrjá mánuði höfum við unnið stanzlaust að mikilli teikningu. Það er af tilkomumiklu lands- lagi. Þetta var samkeppnisteikning, sem hann var að ljúka við. í gær fullgerði hann síðustu línurnar með bleki, en fyrsti upp- drátturinn er ævinlega gerður með blýanti, en svo á eftir strýkur maður blýantsteikn- inguna af með gömlu brauði, því það er betra en strokleður. Félagi minn hefir alltaf keypt brauðin hjá yður — en í dag — þér vitið — smjörið! Teikningin kámað- ist auðvitað öll, þegar hann fór að strjúka um hana með brauðinu, og nú er hún ekki til annars nýt en að kasta henni í eldinn.“ Fröken Martha, gekk niðurlút inn í bak- herbergið inn af búðinni. Hún klæddi sig úr bláa silkikjólnum, og fór aftur í gamla brúna kjólinn sinn, svo tók hún andlits- smyrslin og kastaði þeim út um gluggann. Dægrastytting Ævintýri Georgs í kínverska ræningjabænum. 22. Þegar skipverjamir á vöruflutningaskipinu voru alveg komnir að því að ráðast á Kínverjann, sem gætti Georgs, kom á síðustu stundu skeyti frá drengnum. Þ>að var svohljóðandi: Lausn á bls. 14. Orðaþraut. R ASK INN A SP A R R 17 I N ALD A T AÐI ELDI FINN ÆSTI Fyrir framan hvert þessara orða skal setja einn staf, þannig, að séu þeir stafir lesnir ofan frá og niður eftir, myndast nýtt orð, og er það riafn frægs tónskálds. Sjá svar á bls. 14. Vísa um „hann“: 6. Hann er að smala hestunum, hann er að mala grjónin, hann er að gala’ í húsunum, hann á tal með piltunum. (Þjóðvísa). Kóngsleikur. Fyrst er ákveðinn einhver staður, og er hann nefndur kóngsstóll eða kongssæti. Einhver leik- anda sezt í stólinn og er sá nefndur kóngur. Kóngurinn grúfir sig niður í stólinn eða heldur fyrir augun á sér og tautar fyrir munni sér: Eg fyrirbýð öllum kóngsstól, utanlands og innan, nema kónginum sjálfum. Á þessu stagast hann fáeinar mínútur. Á meðan fela hinir leikmennim- ir sig sem bezt þeir geta, en þó svo, að sem hæg- ast sé að komast i kóngsstólinn. Þegar kónginum þykir líklegt, að allir séu komnir í felur, rís hann á fætur og fer að leita. Ef einhver hefir ekki

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.