Vikan


Vikan - 05.08.1943, Blaðsíða 1

Vikan - 05.08.1943, Blaðsíða 1
Kvenfélagasamband W I fi I 0 BH d fi íslenzk kvenfélög hafa lengi unnið að eflingu húsmæðrafræðslu og aukning heimilisiðnaðar og garðyrkju, en pótt nú sé komið á fjórtánda ár síðan samband peirra var stofn- að, hefir pví ekki enn tek- izt, sökum fjárskorts, að starfa eins og því er ætl- að: að vera á sínu sviði eins og Búnaðarfélagið fyr- ir landbúnaðinn og Fiskifé- lagið fyrir sjávarútveginn. Landsþing kvenna, hið fimmta í röð- inni, sem háð var dagana 31. maí til til 5. júní, sendi ríkisstjórn íslands eftirfarandi bréf, sem undirritað var af fulltrúum fyrir sambönd norðlenzkra, aust- firzkra, breiðfirzkra, borgfirzkra, sunn- lenzkra og vestfirzkra kvenna, Bandalag kvenna í Reykjavík og Samband kvenna í Gullbringu- og Kjósarsýslu, ásamt stjóm Kvenfélagasambands Islands: „Árið 1930 var stofnað Kvenfélagasam- band Islands í því skyni að vinna að mál- um húsfreyjunnar, hliðstætt við störf Bún- aðarfélags Islands í þágu bændanna, og skyldi þó starfssvið K. í. jafnt ná til hús- freyjunnar í sveit og við sjó. Fyrirsjáan- legt var, að lítils árangurs var að vænta af starfi K. I. nema því aðeins, að það fengi' ríflegan fjárstyrk úr ríkissjóði, enda sótti stjórn K. í. um kr. 80.000.00 — áttatíu þúsund krónur — úr ríkissjóði þegar á fyrsta starfsári sambandsins. Fjárveiting- in varð þó aðeins 2.000.00 — tvö þúsund krónur —, sem vitanlega var aðeins við- urkenning, en enginn styrkur til starfa. Nú, 13 árum síðar, býr K. 1. enn við hin sömu kjör að því er fjárhaginn snertir. Hins vegar hefir verkefnmn fjölgað og starfssvið aukist. Kvenfélögum hefir mjög Frambald á bls. T. Frú Ragnhildur Pétursdóttir, forseti Kvenfélagasambands Islands.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.