Vikan


Vikan - 05.08.1943, Blaðsíða 2

Vikan - 05.08.1943, Blaðsíða 2
VIKAN, nr. 31, 1943 Pósturinn SKRITLUMYNDIR. 12. ágúst 1919, en gegndi störfum til 25. febrúar 1920. Kæra Vika! Þú veizt að „guð lét fögur vínber vaxa“, en hvar vaxa þau aðallega? Það væri gaman að vita. Hófdrykkjumaður. Svar: „Vínviðurinn er talinn upp- runninn í Kákasus. Allmikið af vín- berjum er notað til fæðu, ný eða þurrkuð (rúsínur), en einkum eru þau notuð til vingerðar. Vínyrkja er nú mest í Portúgal, Spáni, Algier, Frakklandi, Italíu og Rinarhéruðun- um. Nokkur vínyrkja er og í Argen- tínu og Kaliforníu. 1 þessu sambandi má geta þess, að brennivin, whiský og önnur sterk vín, eru að mestu bú- in til úr korni eða kartöflum, en öl úr komi eða humlum. Brennivín og öl er einna mest framleitt í Þýzkalandi, Bretlandi og Bandaríkjunum.“ Gesturinn: Er maðurinn yðar bókaormur ? Konan: Nei, það er bróðir hans, sem heitir Ormur. Kæra Vika! Finnst þér það ekki hlálegt að vin- kona min var að stæla við mig um það um daginn, hvort vestur-íslenzka skáldið okkar Stephan G. Stephans- son væri fæddur á Islandi eða ekki? Hún sagði að hann væri alveg áreið- anlega fæddur í Ameríku, eins og Vilhjálmur Stefánsson landkönnuður, og svo værum við að grobba af því að hann væri Islendingur í húð og hár. Ég var afskaplega æst og sagði að Stephan skyldi vera fæddur á íslandi og svo urðum við ásáttar um að skrifa Vikunni! Ein, sem elskar Stephan G. Svar: Þér hafið á réttn að standa. Stephan G. Stephanson var fædd- ur á Kirkjubóli í Skagafirði 3. okt. 1853 og fór ekki til Vesturheims fyrr en um tvítugt. Hann andaðist 10. ágúst 1927. Búnmgar hjúkrunarkvenna. Á þessari mynd eru sýndir nýjustu búningar amerískra hjúkrunar- kvenna. Kæra Vika! Veiztu ekki alla hluti, Vika mín? Mörgu hefirðu nú svarað í póstinum þinum og alltaf þykir mér gaman að lesa hann eins og allt annað i blað- inu, þvi ég les hvern einasta staf í því og líka auglýsingar. Viltu segja mér hvenær Bólu-Hjálmar er fædd- ur og er það satt að hann hafi verið borinn í poka á milli bæja ? Lítill- sveitadrengur. Svar: Hjálmar Jónsson var fæddur á Hallandi á Svalbarðsströnd, 29. september 1796. 1 æviágripi framan við Ijóðmæli Bólu-Hjálmars stendur: „... Að þetta hafi verið að haust- iagi, en ekki um hávetur, kemur og betur heim við þá sögusögn, að vinnu- konukind ein á Hallandi, er Mar- grét hét Jónsdóttir (Hallands- Manga), væri látin bera Hjálmar í poka á bakinu áleiðis til hreppstjóra bæja á milli.“ Kæra Vika! Þú ferð nú að halda að ég gangi með „trúmáladellu" eins og ég heyrði sagt við mann nýlega. En bæði er það, að mig sjálfan langar til að fræðast um þessa hluti og svo er ég alveg handviss um að mörgum les- endum blaðsins þykir gott og gaman að fá skýr svör við spumingum eins og þeim, sem ég hefi sent Vikunni, og því kem ég með eina enn, sem er á sama sviði og hinar: Hvað geturðu í stuttu máli sagt mér um Búddhatrú ? Söguþyrstur. Svar: Við höldum áfram að vitna i sömu bók og áður, Mannkynssögu ólafs Hanssonar: „Búddhatrú er upprunnin í Vestur- Indlandi, en á þar nú fátt fylgis- manna nema á Ceylon og í Suður- hlíðum Himalajafjalla. Á hinn bóginn hefir hún breiðzt út til Austur-Ind- lands, Tíbets, Mongólíu, Mansjúriu, Kína og Japan, en í sumum þessara landa hefir hún blandazt fomum trúarbrögðum og heimspekikerfum. Er því mjög erfitt að tiltaka með vissu fjölda Búddhatrúarmanna. Fer það mjög eftir því, hvort Kínverjar eru almennt taldir Búddhatrúarmenn. Telja sumir Búddhatrúarmenn um 300 milljónir, en aðrir 500—600 mill- jónir. 1 Tíbet hefir Búddhatrú fengið sérstakan blæ (lamaismi). Er þar lögð mikil áherzla á munkalíf. 1 Kína hefir Búddhatrú blandazt ævafornri forfeðradýrkun og ýmsum fomum heimspekikenningum, einkum heimspekikerfum Konfúcíusar og Lao-Tsi. Margir kínverskir mennta- menn hallast að kenningum Konfú- cíusar, en kenningar Lao-Tsi hafa meðal almennings blandazt ýmsum frumstæðum trúarhugmyndum, svo sem andadýrkun og náttúrudýrkun. Nefnast þau ,,trúarbrögð“ taoismi. I Japan hefir Búddhatrú að miklu leyti útrýmt hinum fomu trúarbrögð- um Japana, sem nefnd eru shinto- ismi. Eru þau sambland úr forfeðra- dýrkun og náttúrudýrkun, einkum sólardýrkun. Allmargt manna í Japan (allt að 20 millj.) aðhyllist þó þessi trúarbrögð enn, og stafar það að miklu leyti af því að keisaraættin heldur hlífiskildi yfir þeim, því að keisaramir telja sig afkomendur sól- gyðjunnar." Kæra Vika! Má ekki spyrja þig um hvað sem er? Heldurðu að þú getir ekki aflað upplýsinga um það, hvemig fyrsta ráðuneyti Jóns Magnússonar var skipað og hvað lengi það sat að völdum ? Gamall kosningasmali. Svar: Jón Magnússon var forsætis- og dómsmálaráðherra; Sigurður Jónsson atvinnumálaráðherra; Bjöm Kristjánsson fjármálaráðherra, til 28. ágúst 1917, en þá var Sigurður Eggerz skipaður í embættið. — Ráðuneytið var skipað 4. jan. 1917, fékk lausn Pétur: Eg hefi þurft að minna þig fimm sinnum á það, að þú skuldar mér 100 krónur. Páll: Það er ekki mikið. Eg þurfti að biðja þig tíu sinnum um þær áður en ég fékk þær! Hún: Mér þætti gaman að vita, hvort þú kemur til með að elska mig, þegar ég er orðin gráhærð. Heldurðu, að þú munir gera það ? Hann: Því ekki það ? Fram að þessu hefi ég alltaf elskað þig áfram, þegar þú hefir skipt um háralit! Otgefandi: VIKAN H.F., Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón H. Guðmundsson, Kirkjustræti 4, sími 5004, pósthólf 365.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.