Vikan


Vikan - 05.08.1943, Blaðsíða 3

Vikan - 05.08.1943, Blaðsíða 3
VIKAN, nr. 31, 1943 3 Hið stríðandi Kína í bókinni „Ösigur og flótti. I umróti kínverskrar borgar- styrjaídar“, eftir sænska landkönnuðinn Sven Hedin, er mjög íróðlegur inngangur um styrjöldina í Sinkiang og birtum við glepsur úr hönum, ásamt myndum úr bóltinni. Hersteinn Pálsson ritstjóri íslenzkaði „Ósigur og flótta“'. „Frá alda öðli hafa ýmsar þjóð- ir í Mið-Asíu barizt um yfirráðin yfir þeim gríðarmiklu flæmum, sem á síðari tímum hafa verið þekkt undir nöfnunum Dsungaria og Austur-Túrkestan, eða einu nafni Sinkiang. Árið 1759 sameinaðí Chien Lung keisari næstum alla Mið- Asíu undir yfirráð sín. Rúmri öld síðar, árið 1865, brauzt sigurveg- arinn. Jakub Bek til Kaschgar og tókst að ná yfirráðum í Sinkiang á fáum árum. Landsbúar tala enn um afreksverk hans. Eftir tólf ára valdasetu hafði hann lokið hlutverki sínu. Á tímum Jakub Bek var mjög dugandi hertogi, Tso Tsung-tang, fylkisstjóri í Shensi og Kansu. Þegar hann var 65 ára að aldri, árið 1876, lagði hann fram áætl- un um, hvernig fara ætti að því að vinna Sinkiang aftur. Keisar- inn féllst á ráðagerð hans. í apríl 1876 var herinn látinn fara eftir keisaraveginum ■ til Hami og Kuchengtse. Urumtji var tekin og síðan Manas. I skýrslu til son- ar himinsins sýndi Tso Tsung- tang fram á, að Turfan væri hlið- ið að Tien-shannan-lu eða landinu sunnan himinfjallanna. Hann Framhald á bls. 15. Að ofan til hægri: Yang Tseng-sin marskálkur, sem var um 17 áxa skeið landsstjóri í Sinkiang og byggði upp og efldi héraðið á allan hátt. Hann var einn af hinum síðustu miklu mandarínum, er lifðu i anda keisaradæmisins gamla. Að neðan til vinstri: Ma Chung-yin hershöfðingi, „hinn mikli hestur“. Ma Chung- yin hinn ungi Tungusa-hershöfðingi er aðal söguhetjan í bókinni „Ósigur og flótti“. Tungusar eru þeir Kinverjar, sem tekið hafa Mohameðstrú, og eru að öðru leyti frábrugðnir öðrum Kínverjum. Á kinversku heitir Mohameð Ma. En Ma þýðir líka ,,hestur“ og því var Ma Chung-yin kallaður „hinn mikli hestur“. Að neðan til hægri: Ung tyrknesk móðir með barn sitt.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.