Vikan


Vikan - 05.08.1943, Blaðsíða 4

Vikan - 05.08.1943, Blaðsíða 4
4 VIKAN, nr. 31, 1943 DICFURI SMÁSAGA EFTIR A. B. jófurinn opnaði útidyrahurðina með þjófalyklinum sínum og gekk inn 1 húsið; nú var tækifærið komið og því um að gera að vera handfljótur og grípa gæs- ina á meðan hún gafst. Það var myrkur í fordyrinu, því að stúlkan var nýgengin út, hafði verið send í bæinn og hún hafði slökkt ljósin, þegar hún fór. Þjófurinn hafði fylgzt með öllu og vissi, að stúlkan var farin úr húsinu. Hann hafði séð, þegar hún gekk niður götuna, og svo hafði hún staðnæmzt og farið að tala við lögregluþjón. Það höfðu verið ósköp vina- legar samræður á milli þeirra. Hann vissi, að hún yrði að minsta kosti hálftíma í burtu og það var nægur tími fyrir hann að ljúka erindi sínu á meðan. Útidyrahurðin lokaðist hljóðlega á eftir honum, svo að það var ótrúlegt að nokkur gæti heyrt það að gengið var um dyrnar. En uppi á lofti var aðgætið og hljóðnæmt eyra, sem þjófurinn vissi ekki af. „Ert það þú, Jóhann?“ heyrði þjófurinn kvenrödd kalla ofan af loftinu. ,,Nú er það svart,“ sagði hann upphátt við sjálfan sig. Hann hafði álitið, að frúin væri ekki heima, og að hún mundi koma heim að minsta kosti ekki fyrr en eftir klukku- tíma. En nú hafði hann misreiknað sig hrapalega. Ekki gat hann þó ásakað sig fyrir það, að hann hefði ekki verið búinn að undirbúa innbrotið nógu vel. Hann hélt sig vera orðinn öllu kunnugan um heim- ilishættina þar á staðnum, því að fjóra morgna í röð hafði hann gengið á eftir hjónunum, þegar þau höfðu verið á morg- ungöngu, áður en maðurinn hafði farið í bankann, og hún hafði alltaf fylgt honum. En einmitt núna hafði hún auðsjáanlega brugðið vana sínuin. Þjófurinn litaðist um í anddyrinu og fór að flauta lag, hann flautaði Orfeus- aríuna úr „Orfeus í undirheimum“. Á með- an tók hann regnhlíf með fílabeinshandfangi úr fatageymslunni og yfirfrakka af hús- bóndanum, sem hann sá að mundi vera sér mátulegur, hann hafði líka fulla þörf á því að fá sér frakka. „Mér þykir þú vera í meira lagi ókurteis að anza mér ekki,“ hélt röddin áfram uppi á Ioftinu. Þetta var falleg og mjúk konu- rödd, hún var ofurlítið titrandi og bar þess vott, að konan var í geðshræringu. „Dettur þér ekki í hug að biðja mig fyrirgefningar á óréttlæti þínu við mig í morgun?“ spurði hún. Þjófurinn hugsaði málið — hvernig mundi þessu vera varið? Og eftir stundar umhugsun stóð hann með pálmann í hönd- um, nú sá hann hvar fiskur lá undir steini. Þau höfðu náttúrlega skilið í reiði í morg- un, og þess vegna væri hún ekki á sinni venjulegu morgungöngu með honum, hugs- aði hann. Eftir þessar hugleiðingar tók hann glað- lega svörtu handtöskuna sína og gekk inn í borðstofuna og skelti hurðinni harkalega á eftir sér. Hann varð að leika húsbóndann bálreiðan, og ef hann þekti kvenfólkið rétt, (því hann var giftur og hafði reynsluna), þá mundi hún varla koma niður í stofuna í bráð fyrst svona var ástatt fyrir hjón- unum. Hann byrjaði starfið með því að taka ýmsa silfurmuni af stofuskápnum, og rað- aði þeim vandlega niður í töskuna, sem auðsjáanlega hafði þann eiginleika, að geta þanizt út eftir því sem í hana þurfti að láta, það er að segja, hún var úr teygjan- legu efni. Hann var búinn að raða niður í hana: tepotti, rjómakönnu og sykurskál. Svo leit hann efablöndnu augnaráði til annara smáhluta, eins og hann væri að velta því fyrir sér, hvort það borgaði sig að hirða þá. „Þetta eru lélegir munir,“ muldraði hann með óánægju. „En hvað þýðir að fást um það? Ég gat aldrei búizt við öðru hjá fátækum smábankaféhirði. Nei, það er ekkert við því að segja, maður verður að taka lífið eins og það er.“ Þetta var vanaleg þula hjá honum við slík tækifæri. Innbrotsþjófar eru ekki allt- af nægjusamir, og tilfinningamenn eru þeir sjaldan. Hann bætti nú við í töskuna: tólf göffl- um, skeiðum og hnífum, auk þess tveimur silfurstjökum, en þá var taskan orðin full, og ekki hægt að koma meiru í hana hvað feginn, sem hann hefði viljað. En þá voru það frakkavasamir,sem tóku við saltker- ijiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiitiniiiiiimiiiiiNiimmiiiiNniimitiifiiiiiiinmntiu I VITIÐ ÞÆB ÞAÐ? = 1. Eftir hvem er þetta erindi: É Ljáið byrði lífs mér alla, létt skal berá meir’ en það, megi ég þreyttur höfði halla hálsi björtum meyjar að? I 2. Hver var Akkilles, og hverrar þjóðar | \ var hann ? í 3. 1 hvaða byggingarstíl er hin fræga I Notre Dame kirkja í París byggð? | 4. Hvenær var Hið íslenzka bókmennta- | félag stofnað ? = 5. Hvað er langt frá Reykjavik, fyrir 1 Hvalfjörð, til Egilsstaða á Völlum? i 1 6. Hverrar þjóðar var tónskáldið Franz = Schubert og hvenær uppi? i 7. 1 hvaða bók er þessi setning: Árvas | alda þars Ýmir byggði. 1 8. Hvað þýðir orðið Panþeon? : 9. Hvaða ár tók Bændaskólinn á Hvann- i eyri fyrst til starfa? i 10. Hvenær var Gústaf 3. konungur Svía I | myrtur ? | Sjá svör á bls. 14. WHHIUI1IUIimWHIIIIIIIIHIIIMMHHHimmn.....m.M..,M-nilllinillllllHlllirtll inu, piparstautnum og nokkrum teskeið- um. Hann velti vöngum nokkra stund yfir því, hverig hann ætti að fara að því að opna hurðirnar á stofuskápnum, en þær voru læstar, og sá hann að illt mundi verða að opna þær, en með sinni margreyndu kunnáttu tókst honum það, og var byrjað- ur að tína af hillunum skálar og glös, en þá heyrði hann allt í einu fótatak frammi á ganginum. Þjófurinn hristi höfuðið undrandi. „Getur þetta verið frúin?“ tautaði hann. „Já, það var ekki um annan að ræða. Þarf hún þá aðeins fimm mínútur til þess að gleyma reiði sinni? Undarlegt þetta kven- fólk, manni er aldrei óhætt að treysta því. Ég hélt þó, að ég þekkti það betur en svo, að það gæti jafnáð sig eftir reiði á svona skömmum tíma. Það er bersýnilegt, að mér er ekki vært hér lengur!“ Á meðan hann var að þessum bollalegg- ingum með sjálfum sér, féll daufur bjarmi inn í herbergið frá ganginum. Frúin var komin niður og var búin að kveikja á gas- luktinn í forstofunni. Þjófurinn tók gólf- ið í einu skrefi út að glugganum, og íhug- aði, hvemig hann gæti komizt út. Glugg- inn var lokaður og þar að auki voru sjálf- sagt tuttugu fet frá honum niður á jörðu. Nú heyrði hann, að hún snéri hurðarhún- inum. Nú voru góð ráð dýr, en það kom sér vel fyrir hann, hversu skjótráður hann var. Hann slökkti í skyndi ljósið, sem hann hélt á, og dró gluggatjöldin fyrir glugg- ana, svo að það var mjög skuggsýnt í her- berginu. Hann vissi, að þeir voru líkir á hæð, maðurinn hennar og hann, og báðir voru þeir ljóshærðir og snöggklipptir. Þegar hurðin opnaðist, sneri hann baki að dyrunum. í skímunni frá ganginum mátti sjá þennan háa, herðabreiða mann í yfirfrakkanum, standa hreyfingarlausan, með hendurnar aftur á baki, hann beygði höfuðið niður í bringu og virtist mjög dap- urlegur. Frúin staðnæmdist við dyraþrepið. Þjófurinn hélt niðri í sér andanum og hlustaði, hann var óstyrkur, þegar hann heyrði hana ganga inn í herbergið. Hann beið þess sem gerast mundi, eins og mús undir f jalaketti. Það var þögn í eina eða tvær mínútur, en honum fannst það sem heil eilífð. „Þú þarft ekki að vera svona hnugginn, Jóhann,“ sagði hún. „Ertu reiður við mig? Við skulum hætta að hugsa um þetta og verða góð aftur. En af hverju skelltirðu hurðinni svona hranalega aftur, þegar ég var að kalla niður til þín áðan ? Þú ert reið- ur við mig, Jóhann, ég finn það á þér. En ég vil að við gleymum þessu og hættum að tala um þetta.“ Þegar hún hafði lokið máli sínu, dró þjófurinn þungt og mæðulega andann, hann vissi, að það var það eina, sem hann gat gert undir þessum kringumstæðum, ekkert

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.