Vikan


Vikan - 05.08.1943, Blaðsíða 7

Vikan - 05.08.1943, Blaðsíða 7
VIKAN, nr. 31, 1943 í Kvenfélagasamband Islands Framhald af forsíðu f jölgað á þessum árum, svo að samtök kvenna ná nú um land allt. Á þessu árabili hafa samtök kvenna unnið margþætt nytja- störf í þágu lands og þjóðar, þrátt fyr- ir fjárhagsörðugleika og aðra óhentuga aðstöðu. Hins vegar er nú ekki annað sýnna en að dýrtíð og breyttir atvinnu- möguleikar þjóðarinnar leggi þessa starf- semi algjörlega í rústir, þótt aldrei hafi verið brýnni þörf en nú að starfa sem bezt og markvísast að málum þessum. Af ofangreindum ástæðum hefir því 5. Landsþing kvenna samþykkt stórvægileg- ar breytingar á lögum K. 1. Þær breyting- ar miða fyrst og fremst að því að auka, efla og koma í fastara horf samtökum kvenna í landinu. 1 hinum nýsamþykktu lögum er gert ráð fyrir: 1. Að koma á fót skrifstofu í Reykjavík, er hafi á hendi yfirstjóm þeirra mála, er undir sambandið heyra. 2. Að hafa starfandi launaðan fram- kvæmdastjóra (heimilismálastjóra). 3. Að hafa starfandi ráðunauta, er leið- beini í hinum ýmsu starfsgreinum sam- bandsjns. Með tilliti til hins ofanritaða vill því 5. Landsþing kvenna leyfa sér að fara fram á, að hin háttv. ríkisstjórn Islands sjái um, að inn á næstu f járlög komi f járveit- ing til K. 1., er nemi að minnsta kosti kr. 100.000.00 — hundrað þúsund krónum —. Jafnframt vill Landsþingið leyfa sér að fara þess á leit, að lagt verði fyrir næsta alþingi frumvarp til laga, framborið af ríkisstjórninni, um starfssvið K. 1. á sama hátt, og löggjafarvaldið hefir ákveðið starfssvið B. 1. Treystum vér því, að hin háa ríkisstjórn sjái þá knýjandi nauðsyn, er þessar óskir yorar eru byggðar á og bregðist þannig við þessari málaleitun vorri, að unnt verði mjög bráðlega að hefja þá starfsemi, sem fyrirhuguð er með hinum nýju lögum K. l.“ Frk. Svafa Þorleifsdóttir, skólastjóri á Akranesi, sem er í stjórn Kvenfélagasam- bands Islands, hefir skrifað ágæta grein um það í Nýtt kvennablað og segir þar m. a., eftir að hún hefir skýrt frá því, að sambandið fékk aðeins 2 þús. krónur úr ríkissjóði, í stað 80 þús., sem það bað um: „Ætla mætti, að þetta hefði haft þau áhrif, að konunum hefði fallizt svo hugur, að ekkert hefði verið aðhafst, en svo hrapallega fór þó ekki. Smærri sam- böndin héldu námskeið í matreiðslu, saumum, vélprjóni og vefnaði, fengu garðyrkjukonur til að ferðast um og leiðbeina í garðyrkju o. fl. o. fl. Stjórn K. 1. var jafnan reiðubúin að hvetja smærri samböndin og veita þeim margháttaða lið- veizlu, bæði með útvegun kennara, fjár- styrkjum eftir föngum o. fl. Allt þetta varð ómetanleg uppörfun og styrkur. Margþætt og merkilegt starf hefir verið af höndum innt, þrátt fyrir þröngan fjár- hag; starf sem aldrei hefði verið unnið, ef íslenzkar konur ættu eigi enn arf mæðra sinna: fórnfýsi og þolgæði. Smátt og smátt og án þess eftir því væri tekið hefir þetta starf breytt svo hugsunarhætti þjóð- arinnar, að nú virðist það vera almenn skoðun, að störf húsfreyjunnar krefjist sérmenntunar og að konurnar sjálfar séu þar færastar um að finna, hvar skórinn kreppir. Auk þess eru ,tvö af stærri hug- sjónamálum Kvenfélagasambands Islands komin til framkvæmda: húsmæðraskóli í Reykjavík og húsmæðrakennaraskólinn, þótt síðasta skrefið til framkvæmda í hinu síðarnefnda megi þakka ötulli forgöngu forstöðukonu skólans, Helgu Sigurðar- dóttur. Á þessum árum hefir Landsþing kvenna komið 5 sinnum saman. Á öllum þingunum hefir ríkt almennur áhugi, enda margar mikilsverðar ályktanir samþykktar. Hafa þær sumar hverjar komið til framkvæmda, en aðrar dagað uppi vegna f járskorts eða annara ókleifra örðugleika. Stærsta sporið og djarfasta var þó stigið á hinu nýaf- staðna 5. Landsþingi kvenna, þá er sam- þykkt voru ný lög fyrir Kvenfélagasam- band Islands. 1 lögum þessum eru ýms ný- mæli, sem þó eru aðeins ljós greinargerð þess, er fyrir forgöngukonunum vakti í upphafi. Helzta nýmælið er, að stofna beri skrifstofu í Reykjavík með launuðum framkvæmdastjóra, fari skrifstofa þessi með mál húsfreyjanna í landinu, hliðstætt við skrifstofu Búnaðarfélags Islands í þágu bændanna. Þó er sá munur á, að skrifstofa K. 1. á jafnt að hugsa fyrir þörf húsfreyj- unnar í bæjum sem sveitum. K. 1. hyggst einnig að leitast við að hafa starfandi ráðunauta, er veitt geti leiðbeiningar og aðstoð í ýmsu því, er starfssvið húsfreyj- unnar varðar. Sambandið vill einnig verða þess megnugt að stuðla að stofnun almenn- ings þvottahúsa og brauðgerðarhúsa, veita leiðbeiningar og upplýsingar um notkun beztu tækja og véla við innanhússstörf o. m. fl. Allt þetta er enn aðeins sam- þykktar reglur og lög, er því aðeins koma til framkvæmda, að þing og stjórn bregðist vel við málaleitun um f járframlög úr ríkis- sjóði. Húsfreyjurnar eru fjölmennasta stétt landsins. Á þeirra herðar eru lagðar þung- ar byrðar og starf þeirra er oft vandasamt og erfitt. Um hendur þeirra fara mikil peningaleg verðmæti. Undir þekkingu hús- freyjunnar og kunnáttu er líkamlegt heilsufar og þroski þjóðarinnar allverulega komið. Og síðast en ekki sízt, eru það hús- freyjurnar, sem drýgstan þáttinn eiga í því að skapa hið andlega andrúmsloft heimilanna. En á heimilunum á uppeldi allrar þjóðarinnar sínar dýpstu rætur. Er hægt að vænta þess, að íslenzkar húsfreyjur geti rækt sem skyldi allar sín- ar þungu skyldur með þeim skilyrðum, sem nútíminn býr þeim? Nei, eindregið, ákveð- ið nei allra hugsandi kvenna í landinu, og að því er ég hygg fjölmargra karla. Því er það fullkomlega tímabært, að konur vinni kappsamlega og markvíst að umbót- um á þessu sviði. Tíminn líður ört og um- rótið er mikið. Málið þolir enga bið.“ I fyrstu stjórn Kvenfélagasambands Is- lands voru: Ragnhildur Pétursdóttir, for- seti, Guðrún Briem og Guðrún Péturs- dóttir. Núverandi stjórn sambandsins skipa:. Ragnhildur Pétursdóttir, forseti, Guðrún Pétursdóttir (þær systurnar hafa verið í stjórn þess frá upphafi) og Svafa Þorleifs- dóttir, skólastjóri á Akranesi. Varastjórn: Guðrún Geirsdóttir, varaforseti, Aðal- björg Sigurðardóttir og Ásta Jónsdóttir, Reykjum í MosfellssVeit. Endurskoðendur eru Guðríður Jónasdóttir og María Knud- sen. Frú Ragnhildur Pétursdóttir, forseti Kvenfélagasambands íslands, er fædd í Engey 10. febrúar 1880, dóttir Péturs Kristinssonar bónda þar og Ragnhildar Ólafsdóttur, • Ólafssonar, frá Lundum í Stafholtstungum í Mýrarsýslu. Ragnhildur Pétursdóttir fór, þegar hún var tuttugu og fimm ára, til Noregs og gekk þar á hús- mæðraskóla. Hún var nær þrjú ár í Nor- egi. Fyrsta veturinn eftir að hún kom heim var hún umferðakennari í matreiðslu og ferðaðist um Suðurlandsundirlendið á vegum Búnaðarfélags Islands. Síðan var hún kennslukona í tvo vetur við Kvennaskólann í Reykjavík, fyrst eftir að hann flutti í nýja húsið. Frú Ragnhildur er gift Halldóri Kr. Þorsteinssyni skipstjóra. Þau hafa, síðan 1920, búið í Háteigi, sem er skammt fyrir austan Rauðarárstíginn í Reykjavík, og hefir fram að þessu verið utan við borgina, enda hafa þau alltaf heyjað og haft kýr, en nú er byggðin að færast þangað og hvert túnið á fætur öðru tekið undir byggingarlóðir. Óbreytti hermaðurinn: Þér sögð- uð, liðsforingi, að ég skyldi taka með mér það, sem ég gæti ekki án verið.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.