Vikan


Vikan - 05.08.1943, Blaðsíða 10

Vikan - 05.08.1943, Blaðsíða 10
10 VTKAN, nr. 31, 1943. Orsakir og einkenni offitu == Eftir Dr. Alf Loreutz Örbeck. - I „unmn ian [ numiLiv Matseðillinn. Kindakjöt í káli. iy2 kg. kjöt, 1 lítið hvítkáls- höfuð, 3 matskeiðar hveiti, y2 matskeið heill pipar, 1 mat- skeið salt, vatn. Af kálinu eru tekin yztu blöðin og kálhöfuðið síðan skorið í fjóra parta. Soðið í lögum þannig, að feita kjötið er látið fyrst (neðst) í pottinn, þá lag af káli, þá lag af kjöti o. s. frv. Á hvert kjötlag er stráð salti og hveiti. Vatn er látið fljóta vel yfir það, sem í pottinum er. Soðið í 2—2 y2 kl.st. 1 þennan rétt má einnig nota svína- kjöt. Pompadorsúpa. 1 sellerí, 1 persillirót (lítil), 1 gulrót, 1 lítill laukur, 25 gr. smjör, 1 y2 1. brún súpa. Rætumar eru hreinsaðar vel og skomar í mjóar ræmur og þeim velt upp úr smjörinu ylvolgu. Súpunni því næst hellt yfir rætumar og soðin þangað til þær eru meyrar. Áður en súpan er framreidd, er syrjan tekin ofan af. Franskbrauð eða „rúnn- stykki“ borið með. Sultugerð. (Sjá almennar reglur um sultugerð í 30. tölublaði Vikunnar). Ribsberjasulta. Ribsber........ 1750 gr. Sykur ......... 2000 gr. Vatn ............ 200 gr. PECTINAL ...... 1 pakki. Ribsberin ásamt vatninu eru sett yfir eld í luktum potti i 10 minútur. Af maukinu eru síðan vigtuð 1500 gr. Pectinalinu er blandað í og sult- an tilreidd samkvæmt almennum reglum. Rabarbarahlaup. Rabarbari ..... 2000 gr. Sykur ......... 1500 gr. PECTINAL ...... 1 pakki. Chemia-ávaxtalitur (rauður eða grænn). Rabarbarinn er brytjaður, malað- ur í kjötkvöm og safinn síaður frá. Pectinalinu er síðan blandað í 1250 gr. af safanum og hlaupið síðan búið til samkvæmt almennum reglum. Sumarkjóll. Þessi smekklegi kjóll er úr svörtu crepe með ljósrauðum rósabekkjum. Kjóllinn er sniðinn þannig, að rósa- bekkimir mynda axlastykkið og bekk í pilsið. Beltinu er brugðið að framan en hnýtt að aftan. Fita líkamans er runnin frá fitu þeirri, sem menn fá i fæðunni úr dýra- og jurtaríkinu. Auk þess getur fitan komið úr mjöli og sykri (kol- vetnum). Ýmist hjálpa þau líkaman- um til að spara fitu þá, sem þegar hefir safnazt fyrir, eða þau ummynd- ast beinlínis í fitu. 256 g. af aldin- sykri eigi að geta breytzt 1 100 g. af fitu. Eggjahvituefni (aðallega kjöt og fiskur) hafa í reyndinni enga þýð- ingu fyrir fitu líkamans. Heilbrigður fullorðinn maður held- ur að jafnaði nokkurn veginn ó- breyttri líkamsþyngd, þó að hann að sjálfsögðu sé sér ekki meðvitandi um samsetningu fæðu þeirrar, er hann neytir daglega. Þetta temprast af sjálfu sér. 1 fyrsta lagi temprast líkams- þyngdin af matarlystinni, þ. e. til- finningu fyrir hungri og saðningu. Sú tilfinning er mjög flókin og er runn- in að sumu leyti frá maganum, en að 'sumu leyti frá heilanum. Vaninn hefir mjög mikil áhrif á hungurtil- finninguna. Eins og kunnugt er, segir hún til sín á ákveðnum tímum, hin- um venjulegu matmálstímum. Ef einni máltið, t. d. hádegismatnum, er sleppt í nokkra daga, hættir hung- urtilfinningin að gera vart við sig á þeim tíma. 1 öðru lagi aukast efnaskiptin með aukinni næringu, einkum með aukinni eggjahvítu. Fyrir því fitna menn ekki í neinu hlutfalli við það, sem þeir taka til sín um of af fæðu. 1 þriðja lagi tempra ýmsir innkirtl- ar líkamans efnaskiptin, einkum skjaldkirtillinn, heiladingullinn og kynkyrtlamir. Offita stafar af ytri eða innri or- sökum eða hvorutveggja. Tíðust hinna ytri orsaka er ofát. Ekki má muna miklu á dag, sem menn borða fram yfir þarfir, ef þess á ekki að sjá stað á löngum tíma. Viðbót af smjöri, er nemur 10 g. á dag, nægir til að auka líkamsþyngdina um 3,5 kg. á ári. Óheppileg samsetning fæð- unnar getur leitt til offitu, þó að magn hennar sé hæfilegt, t. d. ef menn sækir meiri fita en á glaðlynda indum. Það getur leitt til offitu, að ó- breyttu hæfilegu fæði, ef menn reyna, minna á sig, en þeir hafa áður gert. Slík fita sækir þannig á menn, sem af einhverjum ástæðum neyðast til að halda kyrru fyrir, t. d. vegna lamana, ef þeir gæta þess ekki að draga af mat sínum. Venjulega verk- ar þetta hvort tveggja saman þannig, að ofát leiðir til offitu, en offitan gerir menn hóglifa, sem aftur leiðir til meiri fitu. Á hægláta, rólynda menn sækir meiri fita en á glaðlynda fjörmenn. Oft er erfitt að skera úr um, hvort offita staifar af ytri orsök eða trufl- aðri innkirtlastarfsemi. Nokkuð má marka þetta af því, hver áhrif það hefir, ef nákvæm tilraun er gerð með megrandi fæðu. Beri hún ekki tilætl- aðan árangur, eru öll líkindi til, að um innri orsök sé að ræða. Offita af innri orsök hefir auk þess ákveðin sérkenni. Ef um er að kenna ófullnægjandi starfsemi heiladinguls- ins, má gera ráð fyrir, að kynfærin séu vanþroskuð og önnur kyneinkennl lítið áberandi, karlar kvenlegir og konur karlmannlegar. Við þessa teg- und offitu safnast fita mjög áber- andi á ristar og handarbök. Ef kynkyrtlarnir starfa á ófull- nægjandi hátt, fitnar fólk mjög ört, og fitan safnast einkum framan á kviðinn, á lendar og læri. Ef skjaldkirtillinn starfar illa, hleðst fitan jafnt á líkamann og jafn- framt er húðin þurr og teygjulítil, hárið þunnt, og rotnar og breytingar verða á nöglum. Óþægindi samfara offitu gera vart við sig fyrr eða síðar. Snemma tekur að bera á því, að offeitt fólk verður andstutt. Sumir verða fölir og dauf- legir yfirlitum, en aðrir líta hraust- lega út. Þá getur það leitt til sér- einkenna, er fita safnast að innri líf- færum. Þannig veldur hið svonefnda „fituhjarta" oft erfiðleikum. — Að jafnaði er hár blóðþrýstingur sam- fara offitu. Offeitt fólk er svitagjamt og svit- anum fylgir kláði, afrifur, exi og Framhald á 15 siðu. NOTIÐ eingöngu LINIT PERFECT LAUNDRY STARCH ikilll JUM JiílL líf-ÍÍJ J/iiJ! JlljJi . \ coTTpw iooxMfhl uk| stífelsi Heildsölubirgðir: GUÐMUNDUP ÓLAFSSON t CO. Auaturstræti 14. — Simi 5904. Swaw rakkrem mýklr og styrkir húðina og gerir raksturinn að ánægju. Helldsölubirgðir: Agnar Norðfjörð & Co. h.f. Sími 3183. Dr.theol. JÓ\ HEL6ASON: Árbækurnar skýra frá öllu því helzta, ergerzt hefir í Reykjavík í 150 ár.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.