Vikan


Vikan - 05.08.1943, Blaðsíða 11

Vikan - 05.08.1943, Blaðsíða 11
VIKAN, nr. 31, 1943 Framhaldssaga 11 „Nú, það var ekki það, sem ég átti við.“ Hún roðnaði aftur. . ,,Ef þér haldið, að ég hafi falið mig einhvers- staðar, þá er það ekki rétt! Ég heyrði ungfrú Nick hlaupa niður stigann og út og ég heyrði hana. hrópa — og ég kom fram til þess að sjá, hvort — hvort nokkuð væri að. Og þetta er heil- agur sannleikur, herra, heilagur sannleikur." 13. KAFLI. Bréf. Poirot sneri sér að mér, þegar hann var laus við Ellen, og var hugsandi á svipinn. „Eg er að velta því fyrir mér, hvort hún hefir heyrt skotin. Ég held það. Hún heyrði þau og opnaði eldhúsdyrnar. Hún heyrði Nick hlaupa niður stigana — og út, og sjálf fór hún fram í í forstofuna, til þess að komast á snoðir um, hvað Væri að gerast. Þetta er allt saman eðlilegt. En hvers vegna fór hún ekki út um kvöldið til að horfa á flugeldana? Það langar mig til að fá að vita, Hastings.“ „En hvað vakti fyrir þér, þegar þú spurðir hana um leyniherbergið ?“ „Fyrst og fremst það, að þegar öllu væri á botninn hvolft, þá hefðum við aldrei þurft að gera ráð fyrir J.“ „J?“ „Já, siðasta persónan á listanum mínum, sú, sem ég var ekki búinn að ákveða, hver væri. Setjum svo, að þessi „J“ hefði komið hingað í gærkvöldi, og á einhvern hátt í sambandi við Ellen. Hann (ég geri ráð fyrir, að hægt sé að segja ,,hann“) felur sig i leyniklefa í þessu her- bergi. Stúlka, sem hann heldur að sé Nick, fer framhjá. Hann eltir hana út — og skýtur hana. Þetta er eintóm vitleysa! Og við vitum, að hér er enginn ielustaður. Það var einber tilviljun, að Ellen ákvað að vera kyrr í eldhúsinu í gær- kvöldi. Komdu, nú skulum við leita að erfða- skránni hennar ungfrú Nick.“ Við fundum engin bréf í gestastofunni. Þá fór- um við inn í bókaherbergið. Það var skuggalegt og sneri út að veginum heim að húsinu. Þar var gamaldags skrifborð úr valhnotu. Forsaira : Poirot °s Hastings vinur ** " bans eru nýkomnir til St. Loo í sumarleyfi. Nick Buckley býr á Byggðarenda. Hún hefir fjórum sinnum á skömmum tíma lent í lífsháska og vekur þetta forvitni Poirots. Hann lætur hana nú segja nákvæmlega frá atburðum síðustu daga og hverjir séu vinir hennar. Nick er þeirrar skoðunar, að þetta séu allt tilvilj- anir, er fyrir hana hafa komið. Poirot grunar, að Nick leyni þá einhverju. Poirot og Hastings fara á laun að Byggðarenda og hitta þar ókunnan mann, Croft, nábúa Nick, og fara heim með honum. Kona hans er veik, en lætur sér mjög annt um allt, er snertir Nick. Litlu síðar heimsækja þeir Vyse lögfræðing og þar beinir Poirot talinu að Nick og Byggðarenda. Nick hafði boðið þeim heim um kvöldið til þess að horfa á flugeldasýningu, og þar kynnast þeir Maggie, sem Nick hefir fengið til að vera hjá sér. Þetta sama kvöld er hún myrt í garðinum á Byggðarenda. Nick verður ör- vingluð og áfellir sjálfa sig fyrir að hafa fengið hana til að koma. Það verður úr að Nick er flutt þá þegar um kvöldið í hress- ingarhæli. Poirot og Hastings ræða um, hver sé morðinginn. Þeir álíta, að Nick leyni þá einhverju. Þegar þeir heimsækja hana í hressingarhælið, fá þeir að vita, að hún hefir verið trúlofuð Michael Seton flugmanni, sem er nýdáinn, en hann hafði beðið hana að leyna trúlofun þeirra, af ótta við frænda sinn Sir Matthew Seton mill- jónamæring. Af öllu þessu dregur Poirot ýmsar ályktanir, og fær leyfi Nick til að fara að Byggðarenda og leita að erfða- skránni, sem hún veit ekkert, hvar er niður- komin. Þar hitta þeir Ellen og ræða við hana um atburðinn, og af hverju hún hafi ekki verið úti kvöldið áður t;l að horfa á flugeldana. Þar beið okkar allmikil vinna. Allt var I ó- reiðu. Reikningar og kvittanir voru þar á rúi og strúi, og heimboðsbréf, kröfur um borgun skulda og vinabréf, hvað innanum annað. „Við þurfum að taka hér til, raða þessu öllu,“ sagði Poirot ákveðinn, „röð og regla er mikils virði.“ Hann lét ekki sitja við orðin tóm. Að hálftíma liðnum sat hann og horfði á verk sitt, ánægður á svipinn. Allt var komið í röð og reglu. „Þetta er nú ágætt,“ sagði Poirot. „Þá er fyrsta áfanganum í þessu verki náð. Nú verðum við að rannsaka þetta allt svo vel, að engin hætta sé á, að neitt fari fram hjá okkur.“ „Auðvitað," svaraði ég, „ef nokkuð er þá hér að finna.“ „Það vitum við ekki nema leita,“ svaraði Poi- rot ákveðinn mjög. Hann tók bréf og las. Skriftin var ljót og ekki gott að lesa hana. % Kæra vina! Það var reglulega undursamlegt núna! Mér er heitt í dag. Þú hefir verið nógu hyggin til þess að byrja aldrei á svona vitleysu — gerðu það aldrei, vina. Það er svo erfitt að hætta aftur! Ég er að skrifa vini mínum, til þess að hressa upp á sálina. Þetta er ljóta lífið! Þín Freddie. „Það er dagsett síðasta febrúar,“ sagði Poirot hugsandi. „Auðvitað notar hún eiturlyf! Ég sá það strax á henni.“ „Er það? Aldrei datt mér það i hug.“ „Það er bersýnilegt. Það þarf ekki annað en sjá augun. Og ástand hennar er mjög breytilegt. Stundum er hún hátt uppi og fjörmikil — stund- um eins og dauðyfli og sljó.“ „Notkun eiturlyfja skemmir siðferðiskennd manna, er það ekki?“ spurði ég. „Það er enginn vafi á þvi. En ég held, að frú Rice sé ekki forfallin. Þetta hlýtur að vera byrj- un hjá henni — ekki endi.“ „Og Nick?“ „Ekki get ég séð nein merki til þess. Það get- ur hugsast, að hún hafi gert það af fikti endrum og eins, en ég hygg ómögulegt að halda því fram, að hún hafi notað eiturlyf." „Það þykir mér vænt um að heyra,“ sagði ég. Ég minntist þess allt í einu, hvað Nick hafði sagt um Freddie, að hún væri ekki alltaf með sjálfri sér. Poirot kinkaði kolli. „Það var vafalaust þetta, sem hún átti við,“ sagði hann. „Hér finnum við ekkert, eins og þú bjóst við. Næst förum við upp í herbergi ung- frúarinnar." í herbergi Nick var líka borð. En það var fátt /■mwiiiii.......................... Minnslu ávallt mildu sápunnar | Regum tannpasta hreins- ar fágar og gerir tennumar hvitar. Skilur eftir hress- andi og frískandi bragð. Heildsölubirgðir: Agnar Norðfjörð & Co.h.f. Sími 3183. Heildsolu birg Oir: Agnar Norðfjörð & Co. h.f. Lækjargötu 4. Simi 3183 Avultt fyrirtiggjaiKli inkaumboð: Jóh. KarlsSOU & Co. Simi 1707 (2 linuri

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.