Vikan


Vikan - 05.08.1943, Blaðsíða 14

Vikan - 05.08.1943, Blaðsíða 14
14 VIKAN, nr. 31, 1943 Blindkrækluleikur. Blindkrækluleikur er að því ólíkur hinum feluleikjunum, að þar er leitarmaðurinn blind- andi. Leikmenn setjast niður á viðavangi, allir nema einn, og: má enginn færa sig þaðan sem hann hefir setzt. Þó er leyft að víkja líkaman- um til á alla vegu, standa upp o. s. frv. Þegar allir eru komnir á laggirnar er farið með þann, sem ekki settist, út á mitt svæðið og bundið fyr- ir augun á honum svo að hann sjái ekki minnstu skimu. Hann er þá orðinn blindkrækla. Sá sem blindaði krækluna snýr henni nokkrum sinnum í snarkringlu, til þess að hún ruglist í áttunum og fer svo aftur til sætis sins, en blindkræklan fer að leita að náungunum og á ekki að hætta fyr en hún hefir fundiö alla. Blindkræklan á erfitt uppdráttar, þar sem hún er steinblind og rugluð í ríminu þar á ofan. Kost- ar hún því kapps um að koma setumönnunum til að gjöra vart við sig. Hún hefir t. d. í frammi ýms skrípalæti í því skyni að koma þeim til að hlægja og rennur svo á hljóðið, ef það tekst. En það er ekki allt búið, þótt hún nái einhverjum, því hún verður að segja hver það sé. Annars er allt ónýtt. (Isl. skemmtanir.) Svör við spurningum á bls. 4. 1. Grím Thomsen. 2. Hann var Grikki, sonur Peleifs og Þetisar sjávargyðju. Hann var mesta hetja Grikkja i Trójustríðinu. 3. Gotneskum. 4. Árið 1816. 5. 810 kílómetrar. 6. Austurrískur. 1797—1828. 7. Sæmundar-Eddu. 8. Allra goða hof. 9. Árið 1889. 10. 1792. Ævintýri Georgs. Skeytið hljóðar þannig: Felið ykkur fljótt. Georg. Svar við orðaþraut á bls. 13: ItEFLAVlK. K E R L A EFINN FÁLK A LITNDI APRlL VAKUR ISTAÐ K V Ö R N Fyrsta konan sem synti yfir Ermarsund. Þetta er Gertrude Ederle, fyrsta konan, sem synti yfir Ermarsund. Bróðir hennar er í ameríska flug- hemum og sjálf hefir hún tekið að sér það starf, að athuga nákvæmlega þau tæki, sem nbtuð eru í Atlantshafsflugvélar og er hún að skoða eitt I smásjá á myndinni. 194. krossgáta Vikunnar. — 23. fræðirit. — 25. óheill. — 28. hlýt. — 29. grasgeiri. — 31. fornt viðurnefni, þf. — 33. elds- neyti. — 36. sleipa. — 38. forsetning.— 39. ísalög. — 40. alföður. — 41. ending. — 42. trufla. — 43. tungan. — 44. samskeyti. — 46. mýri. — 47. auðkenna. — 49. gjald. — 52. ásýnd. — 54. sagn- mynd. — 56. fæddi. — 57. augljóst. — 59. keyra. 60. lappi. Lárétt skýring: 1. djörf. — 5. litið. — 9. drykk. — 10. glöð. — 12. stríta. — 11. slæma. — 16. smásmíði. — 18. hálf. — 20. keipa. — 22. flík. — 23. leit. — 24. sk.st. — 26. skart. — 27. álpast. — 28. hvítlituð. — 30. matarílát. — 31. rólegs. — 32. meindýrum. — 34. sjór. — 35. endir. — 37. bút. — 40. tryllt- ur. — 43. blástur. — 45. sylla. — 46. leikin. —- 48. last. — 50. hræra. — 51. tala. — 52. flík. — 53. krydd- rótar. — 55. vaggi. — 57. eldstæðis. — 58. hjón. — 60. bæ. — 61. hirða. — 62. ruddi. 63. snerta við. — 64. ávarp. Lóðrétt skýring: 2. kappsamur. — 3. ílát. — 4. ætt. — 5. upp- hrópun. — 6. gæf. — 7. ryskingar. — 8. plögg. —- 11. verzlun. — 12. guði. — 13. hljóta. — 15. ráfa. — 17. lest. — 18. loga. — 19. raka. — 21. háði. Lausn á 193. krossgátu Vikunnar. Lárétt: — 1. kross. — 5. gáfur. — 9. flóð. — 10. sina. — 12. ófáa. — 14. lund. — 16. skæri. — 18. mús. — 20. marra. — 22. sáta. — 23. kú. — 24. L. S. — 26. róar. -— 27. ali. — 28. þeldökk. -— 30. sum. —31. rúna. — 32. kugg. — 34. ló. — 35. óð. — 37. stig. — 40. aura. — 43. þef. — 45. áníðsla. — 46. gæs. — 48. ólán. — 50. gg. — 51. nl. — 52. karm. — 53. fagur. — 55. sái. — 57. borði. — 58. amar. —60. kænn. •—• 61. iðin. — 62. gáta. — 63. boðað. — 64. tangi. Lóðrétt: — 2. offra. — 3. slái. — 4. sóa.— 5. giL — 6. ánum. — 7. fanar. — 8. kossa. — 11.. hvarm. — 12. óæti. — 13. bú. — 15. drós. — 17* kála. — 18. múla. — 19. -slök. — 21. rauf. — 23. kenning. — 25. skutull. — 28. þú. -— 29. kg. — 31. rós. — 33. Góa. — 36. fela. —38. tá. — 39* gígs. — 40. asni. — 41. Ra. — 42. værð. — 43* þófið. — 44. fága. — 46. garn. — 47. smiði. — 49. numið. — 52. konan. — 54. ráða. — 56. ár. — 57. bæta. — 59. rið. — 60. kát. Jón Skorvíkingur. Þessi Jón var kominn af hinni alræmdu Grund- ar-þjófaætt; hann bjó í Skoravík á Fellsströnd. Hann átti mörg börn og hét eitt þeirra Steinunn. Þegar hún var ko'min til aldurs, varð hún þung- uð, og eignuðu menn föður hennar þungann. Um sama leyti var maður á Hellu, sem Guðmundur hét; vildi Jón, að hann tæki að sér stúlkuna með öllu saman; en Guðmundur neitaði því. Þetta sama haust fór Jón kaupstaðarferð út í Stykkis- hólm, og voru þá Guðmundur og Steinunn með honum. Á leiðinni heim aftur, fór Jón að biðja Guðmund að nýju að taka Steinunni að sér; en hann neitaði því fastlega; reiddist þá Jón, því hann var illur í skapi. Þegar þeir komu inn fyrir Helgafells Seley, gerði sunnanveður mikið; fóru þau þá bæði, Guðmundur og Steinunn, að biðja Jón að fara varlega; en hann tók því mjög illa, og sagði, að hann skyldi nú launa honum óþægð- ina. Rétt á eftir hvolfdi bátnum; komst þá Guð- mundur á kjölinn, en stúlkan flaut litla stund. Skömmu eftir fann Guðnjundur, að gripið var í fótinn á sér; var Jón kominn þar; hafði hann enn þá mikil hrakyrði við Guðmund, og sagði, að hann skyldi nú koma með sér, en með því Guð- •mundur var þrekmaður mikill, gat hann losað sig úr greipum Jóns, en lengi voru handaförin eftir á fætinum með bólgu og bláma. Guðmundur komst af, en var lengi veikur eftir þessa ferð, og auk þess fylgdi Jón honum jafnan síðan. t>enn- an vetur uxu reimleikar mjög í Skorravík; lá við sjálft, að börnin mundu tryllast, og hver, sem var fenginn til að vera þar, stökk óðara í burtu aftur, svo loksins varð að skifta bömunum upp, þegar framá kom. Steinólfur hét maður, og var Bjamason; hann bjó lengi í Skoreyjum og dó þar; hann var mjög fiskinn og lá oftast nær einn á bát sínum fyrir flyðm. Einu sinni bar svo við, þegar hann lá, sem oftar, að hann sigraði svefn, svo hann sofnaði með færið i hendinni; loksins vaknar hann, og sér þá, að ófrýnilegum gesti er aukið á framþóftuna; þá spyr Steinólfur hann að heiti, en hinn þagði, og leið svo lítil stund; finnst honum þá báturinn fara að síga í sjó að framan, og segir hann þá: ,,Hvað heitir þú, djöfullinn þinn?“ En hinn þagði sem fyrr. Fór nú báturinn að siga meir og meir i sjó, svo ótti nokkur kom að Steinólfi, og segir hann enn viS þinn ókunnuga: „Dragðu stjórann, djöfullinn þinn;" en hinn þagði, og bjó sig heldur ekki til að taka stjórann. Loksins stóð Steinólfur upp, fór fram eftir bátnum og segir: „Fyrst þú ekki vilt draga stjórann og ekkert gera, þá far þú út úr bátnum til fjandans." Hvarf þá vofan þegar, en Steinólfur fór í land, virtist honum þessi svip- ur mundi hafa verið Jón Skorvíkingur. (J. Á. Þjóðsögur).

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.