Vikan


Vikan - 05.08.1943, Blaðsíða 15

Vikan - 05.08.1943, Blaðsíða 15
VTKAN, nr. 31, 1943 15 Hid strídandi Kína. Fmmhald af bls. 3. benti á, að Stóra-Bretland óttaðist innrás Rússa í Indland og: vildi því hafa ríki Jakub Beks á milli til að taka við skellinum. Hélt Tso þvi fram, að Jakub Bek yrði að afhenda þá bæi og lönd, sem hann hafði tekið og hefði tilheyrt Kína síðan 1759. 1 marz féll Kara-schahr og mán- uði síðar voru Toksun og Turfan teknar. Mannfall var mikið og fangar voru teknir í þúsundatali. Þegar Jakub Bek, sem var í Korla, frétti fall Turfans, framdi hann sjálfsmorð. 1 nýrri skýrslu tók Tso svo til orða: „Traustar vamir í Sinkiang tákna öryggi fyrir Mongólíu og vernd fyrir Peking. Ef England þarfnast ríkis milli stn og Rússa, þá getur það búið til slíkt ríki með því að taka sneið af Indlandi. — Kaschgar varð kín- verskt á tímum Han-ættarinnar. — Nú sendir England sendimenn til Peking. Sendið þá á minn fund — •ég veit, hvernig á að meðhöndla þá.“ Um haustið hélt herinn um Korla og Kutja. Aksu og Jarkend voru teknar og Kaschgar í janúar 1877. Ellefu hundruð sextíu og sex af tryggustu fylgismönnum Jakub Beks voru teknir af lífi. Sonur hans Bek Kuli Bek flýði til Pskent á rúss- nesku yfirráðasvæði og þar heim- sótti ég hann 1890. Sinkiang var aftur kínverskt. Tso Tsung-tang var búinn að vinna mikið þrekvirki, að leggja undir sig þrjár milljónir ferkílómetra. Skömmu eftir að lýðveldi var stofnað í Kína var mjög duglegur maður, Yang Tsen-sin frá Yunnan gerður að fylkisstjóra I Sinkiang. Hann bældi niður margar uppreistir með dugnaði og festu. Rétt eftir rússnesku byltinguna voru 30—40.000 rússneskir hermenn á kínverskri grund. Yang réð aðeins yfir 10.000 manna her og Rússar hefðu því hæg- lega getað sigrað hann, en honum tókst að vernda landið með vizku sinni, kænsku og árvekni. Yang var myrtur 7. júlí 1928. Með honum missti leiðangur okkar góðan vemdara og vin, en Sinkiang hinn vitra stjórnmálamann, sem hafði í 17 ár verið trygging þess að landið héldi tengslum sínum við Kína. Eftirmaður hans var Chin Shu-jen. Hann var af lágum stigum í Kansu og það varð skjótlega deginum Ijós- ara, að hann var með öllu óhæfur til að fara með svo ábyrgðarmikið embætti. Með óstjóm sinni, ágimd og grimmd kom hann af stað upp- reistum og borgarastyrjöld, og eftir fimm ár var svo komið, að landið var orðið niðumítt og fátækt og raunalega slitið úr tengslum við Kína. Chin lét bræður sína tvo fá æðstu herstjómarembættin og einka- þjón sinn gerði hann að herdeildar- foringja. Fám mánuðum eftir morðið á Yang, byrjaði Chin að stjórna land- inu með hörku og grimmd. Skatt- amir vom margfaldaðir og verzlun- ar og athafnafrelsi var afnumið. Hinir nýju hermenn hans voru þorp- arar og ræningjar, sem voru gjör- samlega agalausir, og þeir kvöldu landsbúa og píndu. Tollar voru hækk- aðir, skattheimtumennimir stálu eins og þeir gátu, viðskipti við Kína voru hindmð og Sovét-Rússland var öllu ráðandi í innanríkisverzlun landsins. Fjárhagurinn komst brátt í mesta öngþveiti, gull og silfur streymdu út úr landinu og gjaldmiðillinn var verðlausir seðlar. Peningarnir féllu ört í verði. Verzlun með grávöru og ull, sem gaf beztan arð, var einokað. Allar kvartanir vom bældar niður og njósnarar voru látnir vera á liverju strái. Mönnum var varpað í fangelsi fyrir litlar sakir eða engar. Bréf, blöð og símskeyti voru háð ó- trúlega strangri ritskoðun. Menn fengu einu sinni ekki að fara ferða sinna innan fylkisins, nema með vegabréf, er Chin hafði sjálfur gefið út. Það var miklum erfiðleikum bundið að fá leyfi til að fara úr fylkinu. Chin reyndi að stöðva allar samgöngur, til þess að engar fregnir bærust út fyrir fylkið af því, sem þar gerðist. . . . Gremjan fór vaxandi meðal al- mennings, þangað til svo var komið, að ekki þurfti nejna lítinn neista til að koma öllu i bál. í Hami voru menn gramastir. Þar höfðu tyrkneskir undirkonungar set- ið öldum saman. Chin afnam konung- dæmið og því urðu Tyrkir afar gram- ir. (Hér og annarstaðar í bókinni koma ýmsir tyrkneskir þjóðflokkar við sögu, sem réttast væri að nefna einu nafni ,,Aust-Tyrki“). Um líkt leyti leituðu 100 hungr- aðir bændur frá Kansu hælis í Hami. Chin skipaði svo fyrir, að Tyrk- ir skyldu láta akra sína af hendi við þessa landa hans, en í staðinn gætu þeir fengið eyðilönd til ræktunar. Þá urðu Mohameðstrúarmennirnir æfir af reiði. Með þessari stefnu hlaut Chin að eyðileggja afkomumöguleika lands- búa. Með fávizku sinni breikkaði hann bilið milli Mohameðstrúar- manna og heiðingjanna, milli hinna kúguðu og hinna erlendu kúgara, milli friðsamra, iðinna bænda og hrokafullra sníkjudýra. Þá kom það fyrir, að kínverskur skattheimtumaður beitti valdi við tyrkneska konu, sem hann vild kom- ast yfir. Við það blossaði uppreistin út í ljósum loga. 1 marz 1931 drápu Tyrkir skattheimtumanninn og alla flóttamennina frá Kanus, og fengu auk þess Kirgisana í Tien-shan í lið með sér. Chin sendi her til að berja upp- reistina niður. Gerði herinn það með villimannlegri harðýðgi og drap alla fanga. Tyrkir flýðu til fjalla, reiðari og blóðþyrstari en nokkru sinni fyrr. Fulltrúar konungsins í Hami, Hodja Nias Hadji og Jollbars Khan, foringi Tyrkja í þessum hluta Sinki- angs, leituðu þá til hins unga tung- uska hershöfðingja Ma Chung-yin i Kansu og báðu hann ásjár. • Meðan þeir semja er rétt að við skjótum hér inn nokkrum línum til að kynna þann merkilega mann. Hann fæddist í Houchow í Suður- Kansu og varð 17 ára gamall ofursti í her Ma Pu-fangs í Sining. Þegar „kristni hershöfðinginn", Feng Yii- hsiang, fór með ófriði inn í Kansu, gerði Ma Chung-yin uppreist. Fór hann með margra þúsunda manna her til Houchow og sat um borgina í átta mánuði. Honum tókst ekki að ná henni á sitt vald, því að henni barst liðsauki frá Feng. Eftir þennan ósigur gerðist hann ræningjaforingi og fór víða með rán- um, gripdeildum og morðum. Síðan flýði hann með tryggustu fylgdar- mönnum sínum eftir „keisaravegin- um“ til Yung-cheng, þar sem hann reyndi árangurslaust að æsa fólkið til fylgis við sig. 1 bræði sinni lét hann taka 3000 manns af lífi og jafn marga í Chen-fan. Veturinn 1929—30 flakkaði hann um sem ræningi í nánd við Ninghsia, er hann hafði beðið annan ósigur. Um líkt leyti lét Liu Yu-feng, fylkis- stjórinn í Kansu, taka föður Ma Chung-yins af lifi í hefndarskyni vegna uppreistar sonarins. Tók Ma þetta nærri sér og hataði Kínverjana enn meir en áður. Vorið 1930 kom hann til Nanking, þar sem Chiang Kai-shek lét taka hann i herháskólann. Eftir þrjá mán- uði fór hann til Chungwei við Gulá og safnaði hinum gömlu hermönnum sínum saman á nýjan leik. Þegar hann hafði útnefnt sjálfan sig til hersveitarforingja, fór hann til Kansu. Fylkisstjórinn hækkaði hann í tign, gerði hann að hæstráðanda í Kanchow. Eftir það réð hann yfir öllu Vestur-Kansu. Allir voru skyld- aðir til að gegna herþjónustu og hann hafði 10.000 manna her. Osmani frá Konstantinopel, Kemal Kaya Effendi, var ráðgjafi hans í hermál- um.“ En Ma stjómaði Vestur-Kansu eins og hann ætti landið og neitaði að hlýða skipunum yfirboðara sinna. Þá var Ma Pu-fang sendur til þess að refsa honum og beið Ma-Chung- yin ósigur enn einu sinni. Það kom sér því einkar vel fyrir Ma-Cung-yin að fá þessa liðsbón frá Yollbars Khan. Hann safnaði um 500 mönnum og sýndi þá dirfsku að fara í mestu sumarhitunum (1931) rúm- lega 350 km. frá Anhsi til Hami um vatnslausa eyðimörk með litlar vistir. Fyrst hélt hann til Barkul og var alls staðar tekið sem lausnara. Setu- liðsforinginn í Barkul gekk í lið með Ma, sem komst yfir 2000 byssur og miklar birgðir skotfæra. Síðan sat hann í hálft ár um Hami, en beið ósigur fyrir kínversku hershöfðingj- unum og sneri þá aftur til Anhsi til þess að vígbúast á ný — og, eftir eigin sögn, til þess að stilla til friðar í Kansu. 1 Anhsi stal hann benzín- birgðum, varahlutum i bila, útvarps- tækjum og vistum frá Citroenleið- angrinum. 1 febrúar 1932 hélt Ma innreið sína í Suchow. 1 Nanking var hann gerð- ur að hershöfðingja 36. herdeildar og þá mátti hann heimta nýlioa. 1 eitt ár var hann um kyrrt i Suchow. En ófriðurinn hélt áfram á Turfan- sléttunum. Chin sendi marga hers- höfðingja til að refsa Tyrkjum og meðan þeirra var Sheng Shih-tsai, en hans mun oft verða getið hér. Hann fór víða og hegndi Tyrkjum fyrir uppreistina með þvi að brenna þorp þeirra og bæi. 1 slíkum leið- angri var líka kastali konungsins í Hami lagður í rústir og gullbrunn- urinn, þar sem gull og gersemum hafi verið safnað i margar aldir, var tæmdur. Sheng Shih-tsai og að- stoðarforingi „Hins mikla hests“ Ma Shih-ming, börðust oft. — Grimmd Chins við landslýðinn æsti uppreistar- eldinn i sífellu. Veturinn 1932—33 stefndi Ma-Shih- ming liði sinu til Urumtji. Chin sendi her til Dawancheng-skarðsins, til þess að stöðva her Mohameðstrúarmanna. Gamlársdag Kínverja héldu menn Chins drykkjuveizlu, en þá komu f jandmennimir að þeim óvörum. Um 100 komust undan en hinir féllu. Síð- ar biðu Mohameðstrúarmenn ósigur og leituðu þeir þá til f jallanna í suðri." Orsakir og einkenni offitu. Framhald af 10 siðu. önnur útbrot. Þett;a fólk er og öðr- um fremur kvefsækið. Fitan þarf ekki að vera orðin mjög áberandi, þegar framantalin einkenni taka að gera vart við sig. Öruggasta einkennið er aukning líkamans — þyngdarinnar. Við hana miðast einn- ig allar aðgerðir við offitu, þ. e. hver megrunaraðgerð skuli valin og hve lengi henni skuli beitt. (Fegrun og snyrting). Nesti í útilegur, ferðalög og sumarbústaði ávalt í fjölbreyttustu iirvali og beztu í sölubúðum Sláturfélag Suðurlands

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.