Vikan


Vikan - 12.08.1943, Blaðsíða 12

Vikan - 12.08.1943, Blaðsíða 12
12 VIKAN, nr. 32, 1943 Og yður að segja, þá finnst mér hún nokkuð undarleg þessi Ellen ykkar.“ „Ekki finnst mér það. William er þunnur, greyið, og strákurinn er viðbjóðslegur, en Ellen er ágæt -— samvizkusemin sjálf.“ „Leyfðuð þér henni að fara út til þess að horfa á flugeldana í gærkvöldi?" spurði Poirot. „Auðvitað! Þau gera það alltaf. Þau þvo upp á eftir." „En hún fór ekki út.“ „Jú, hún gerði það!“ „Hvemig vitið þér það, ungfrú?“ „Ja — ja — ég veit það í rauninni ekki. Ég leyfði henni það og hún þakkaði mér fyrir, og svo ályktaði ég auðvitað þannig að hún hefði verið úti.“ „En svo var ekki — hún var kyrr inni.“ „Nú — það var skrítið!" „Yður finnst það undarlegt?" „Já. Ég er viss um, að hún hefir aldrei gert það áður. Sagði hún hvers vegna hún fór ekki út?“ „Hún sagði mér að minnsta kosti ekki sönnu ástæðuna — það er ég sannfærður um.“ Nick horfði spurnaraugum á hann. „Er það — er það mikilsvarðandi?" Poirot baðaði út höndunum. „Um það get ég ekkert sagt, ungfrú. En undarlegt er þetta — það verð ég að segja!" „Það er líka þetta leynihólf," sagði Nick hugsandi. „Mér finnst skrítið að hugsa til þess — og sennilegt, að það sé til. Hún hefir ekki sýnt yður það ?“ „Hún gat ekki munað, hvar það er.“ „Ég held, að þetta sé eintóm vitleysa." „Það lítur út fyrir það.“ „Hún hlýtur að vera orðin eitthvað rugluð, auminginn." „Hún endurtekur söguna vafalaust! En svo sagði hún líka, að Byggðarendi væri ekki gott hús og átti við það, að eitthvað væri óhreint við það.“ Það fór hrollur um Nick. „Ef til vill hefir hún á réttu að standa, hvað þetta snertir," sagði hún hægt. „Stundum hefir mér sjálfri fundizt þetta. Það liggur eitthvað undarlegt í loftinu á Byggðarenda . ..“ Hún starði fram fyrir sig og augun voru dimm. Það var óheillavænlegur glampi í þeim. Poirot flýtti sér að skipta um umtalsefni. „Við erum komin langt frá efninu, ungfrú. Það var erfðaskráin — síðasti vilji Magdölu Buck- ley.“ „Já, ég gerði erfðaskrána," sagði Nick hreyk- in. „Ég mundi, hvemig átti að fara að því. Ég sagði að borga ætti allar skuldir og útgjöld. Ég mundi það úr bók, sem ég hafði lesið." „Þér hafið þá ekki notað venjulegt erfða- skrárform ?“ „Nei, það var enginn tími til þess. Ég var að fara á spitalann, og þar að auki sagði Croft, að erfðaskrárform væru viðsjárverð. Það væri betra að búa til einfalda erfðaskrá og reyna að vera ekki of lagalegur." „Croft? Var hann þarna?" „Já, það var hann, sem spurði, hvort ég hefði gert erfðaskrá. Mér hafði aldrei dottið það i hug sjálfri. Hann sagði, að ef ég dæði, án þess — án þess . . .“ „Án þess að hafa gert erfðaskrá," skaut ég inní. „Já, það var einmitt það. Hann sagði, að ef ég dæði, án þess að hafa gert erfðaskrá, þá mundi mestur hlutinn lenda hjá ríkinu — og það væri ófært." „Virkilega hjálpsamur, þessi ágæti Croft!" „Já, það er hann reglulega," sagði Nick hlý- lega. „Hann náði í Ellen og manninn hennar til þess að vera vitni. Æ! Auðvitað! Bölvaður bjáni get ég verið!" Við rákum upp stór augu. „Ég hefi verið aumi bjáninn! Ég hefi verið að láta ykkur leita um allt á Byggðarenda. Auðvitað hefir Charles hana! Frændi minn, Charles Vyse.“ „Aha! Þar kemur skýringin!" „Croft sagði, að lögfræðingnr væri rétti aðil- inn, þegar um svonalagað væri að ræða.“ „Alveg rétt hjá hinum ágæta Croft," sagði Poirot. „Það er stundum hægt að hafa gagn af mönn- um,“ sagði Nick. „Lögfræðingur eða banki, það var það, sem hann sagði. Nú man ég það! Og ég sagðist heldur vilja Charles. Við stungum henni því í umslag og sendum það beint til hans." Hún hallaði sér afturábak á koddann og varp öndinni léttilega. „Mér þykir leitt, að ég var svona óttalega mikill bjáni. En nú er þetta allt í lagi. Charles hefir hana, og ef yður fýsir mjög að sjá hana, þá sýnir hann yður hana.“ „Ekki nema með yðar leyfi," sagði Poirot brosandi. „Það er heimskulegt!" sagði Nick. „Nei, ungfrú. Mjög hyggilegt." „Jæja, mér finnst það heimskulegt." Hún tók pappirsblað, sem lá á borðinu við rúmið hennar. „Hvað á ég að skrifa? Lofið kettinum að líta á konginn?" „Byrja strax?" spurði Poirot. Ég hló að því, hve hann var undrandi á svipinn. Hann las fyrir og hún skrifaði möglunarlaust. „Þakka yður fyrir, ungfrú," sagði hann og tók við blaðinu. „Mér þykir leitt að hafa valdið yður svona miklum erfiðleikum. En ég var alveg búin að gleyma þessu. Þér hljótið að kannast við það hvernig maður getur allt i einu gleymt einhverju.“ „Ef allt er í röð og reglu í huganum, þá gleym- ir maður ekki,“ sagði Poirot. „Ég þarf að fara á námsskeið," sagði Nick. Þér gerið mig hræðilega óánægða með sjálfa mig.“ „Nei, nei! Verið þér sælar ungfrú," hann horfði i kringum sig. „Blómin eru ljómandi falleg." „Já, er það ekki! Þær bleikrauðu eru frá Freddie, rósimar frá George og liljurnar frá Jim Lazams. Og sjáið héma —. Hún tók utanaf stórri körfu, sem var við hlið- ina á henni. 1 körfunni voru vínþrúgur. Poirot skipti litum. Hann gekk hratt framávið. „Hafið þér borðað nokkuð af þeim?“ „Nei — ekki ennþá." „Gerið það ekki. Þér megið ekkert borða, ung- frú, sem kemur utanfrá. Ekkert. Skiljið þér það?“ „Æ!“ Hún starði á hann og varð náföl í framan. „Ég skil yður. Þér haldið — þér haldið, að það sé ekki liðið hjá. Þér haldið, að enn sé verið að reyna ...“, hvíslaði hún. Hann tók hönd hennar. „Hugsið ekki um það. Hér emð þér örugg. En munið þetta — boröið ekkert, sem kemur utan- frá!“ Hún var náföl og dauðskelkuð á svipinn, þeg- ar við fórum frá henni. Poirot horfði á úrið sitt. Ágætt! Við höfum tíma til þess að ná i Vyse á skrifstofunni, áður en hann fer í matinn." Þegar við komum á skrifstofuna til hans, var okkur hleypt inn tafarlaust. Lögfræðingurinn stóð á fætur og heilsaði okk- ur. Hann var jafnhátíðlegur og rólegur einsog áður, þegar við komum til hans. „Góðan dag, Poirot. Hvað get ég gert fyrir yður?“ Poirot rétti honum umsvifalaust bréfið, sem Nick skrifaði. Hann tók við því og las það. Svo leit hann upp og horfði undrandi á Poirot. „Ég verð að biðja yður að afsaka, en ég skil þetta bara ekki —.“ „Er þetta ekki nógu greinilegt hjá ungfrú Buckley ?“ „1 þessu bréfi," hann benti á það með fingrin- um, „biður hún mig að afhenda yður erfðaskrá, sem hún hefir gert og sent til mín.“ „Já, herra rninn," sagði Poirot. „En ég hefi ekki fengið í hendur neina erfða- skrá frá henni!" „Emð þér viss um það?“ „Eftir því, sem ég bezt veit, hefir frænka mín aldrei gert neina erfðaskrá. Að minnsta kosti hefi ég alls ekki samið hana fyrir Nick!“ „Eftir því, sem mér skilst, skrifaði hún hana á venjulegan pappír, setti hana í póst og sendi yður hana.“ Lögfræðingurinn hristi höfuðið. „Það eina, sem ég hefi að segja í þessu máli,“ sagði lögfræðingurinn, „er það, að ég hefi aldrei tekið á móti henni." „Þér eruð alveg vissir um að svo sé, Vyse?“ spurði Poirot enn. „Ég er handviss um þafí, Poirot." MAGGI og RAGGI. 1. Raggi: Hvað skyldu þeir vera að gera? 2. Raggi: Heyrðu, Maggi, hvað em allir þessir her- menn að gera þama ? Maggi: Hermennirnir ? 3. Maggi: Þeir bíða svona í röð- um eftir að kom- ast á kvikmynda- sýningu á her- mannaheimilinu. 4. Raggi: Nú, þá er ég ekkert hissa á því að þetta er kallað heima- varnarlið.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.