Vikan


Vikan - 19.08.1943, Blaðsíða 1

Vikan - 19.08.1943, Blaðsíða 1
Nr. 33, 19. ágúst 1943 Hringurinn vill koma upp barnaspítala Kvenfélagið Hringurinn vinnur nú af miklu kappi að söfnun fjár til barna- spítala. Dað er mikilsvert fyrir pjóðina, pegar dugn- aðarkonur taka að sér að veita brautargengi mann- úðar- og menningarmál- um. Af fyrri reynslu um pennan félagsskap er óhætt að fullyrða, að kon- unum tekst að hrinda pessu máli svo vel áleið- is, að pví sé borgið. Hin ötula forystukona Hringsins, frú Kristín Vídalín Jakobson, andaðist 6. maí síðastliðinn, en Nýtt kvenna- blað birti í febrúar viðtal við hana og af því að þar segir með hennar eigin orðum frá tildrögunum að stofnun Hringsins, þá leyfum vér oss að taka þann kafla uppúr greininni, en hún er eftir „G. St.“: „Hvað kom yður til að stofna kvenfé- lagið Hringinn?“ „Það skal ég segja yður. Þegar ég var img stúlka úti í Kaupmannahöfn lagðist ég veik, læknirinn, sem stundaði mig kom einn daginn til húsmóður minnar og sagði við hana, að ef hún vildi ekki hafa lík í húsinu skyldi hún láta mig strax á spítala. Þar lá ég svo dauðvona, en hét því í leg- unni, ef ég kæmist til heilsu, að leggja krafta mína fram að einhverju leyti til hjálpar sjúkum og fátækmn, hvílík mundi Framhald á b!s. 7. Frú Kristín Vídalín Jakobson, er var formaður Hring'sins frá stofnun hans 1906 nálega óslitið til dánardægurs, 6. maí þ. á.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.