Vikan


Vikan - 19.08.1943, Blaðsíða 2

Vikan - 19.08.1943, Blaðsíða 2
VTKAN, nr. 33, 1943 Pósturinn Reykjavík, 13. ágúst '43. Kæra Vika! Ég sé það, að bezta ráðið til þess að fá svar við spurningum, er að spyrja Vikuna. Þess vegna langar mig að spyrja þig, kæra Vika, hvort þú ekki gætir sagt mér hverrar þjóðar kvintettinn „Comedian harmonist" er ? Óska eftir svari í næsta blaði. „Söngelskur." Svar: Þeir eru þýzkir. Rvík, 7. ágúst '43. Kæra Vika! Getur þú sagt mér hvað ég þarf að vera gamall til þess að fá leyfi til að skjóta úr riffli eða byssu, og hvaða önnur skilyrði eru sett? Vinsamlegast, svaraðu mér sem fyrst. „Tell." Svar: Við svöruðum spurningu um þetta efni fyrir skömmu, en þar sem spyrjandi hefir auðsjáanlega ekki séð það svar, þá endurtökum við það hér: Menn þurfa að vera yfir 18 ára aldur til þess að fá byssuleyfi og eru það lögreglustjórar sem veita þau. Kæra Vika! Viltu vera svo góð að segja mér hvaða hraðritunarkerfi er mest notað hér á landi, og dálitlar upplýsingar um það? Fyrirfram þökk fyrir svarið. Rebbi. Svar: Við snérum okkur til Hrað- ritunarskóla Helga Tryggvasonar með þetta, og fengum þær upplýs- ingar, að það væri Dutton-kerfið, sem mest væri kennt. Helgi Tryggvason hefir um 20 ára skeið kennt það hér, og telur hann það vera auðlærðasta hraðritunarkerfið, mun léttara held- ur en t. d. Pitman-kerfið, sem Dutton-kerfið er þó einna skyldast. "„Andvökum", úrvali af ljóðum hans, sem gefnar voru út árið 1939 af „Mál og Menningu", og bókinni „Vestan um haf", sem Menningarsjóður gaf út árið 1930. Kæra Vika! Hvað geturðu sagt mér um Hóm- er?' Var hann ekki talinn eitt af mestu skáldum, sem uppi hafa verið ? Söguþyrstur. Svar: 1 Mannkynssögu Ásgeirs Hjartarsonar segir m. a. um hann: „Vart mun meiri ljómi stafa af nafni nokkurs skálds í víðri veröld en Hóm- ers, „föður griskrar skáldlistar," sem elztu bókmenntir Grikkja eru eignað- ar, hetjuljóðin Ilíonskviða og Ödys- Framhald á bls. 7. l&i^XZlZXil&ie!^^ MiÍ'll wk. MILO ^ W m y^ „-.***¦•*- fftiiiiiniMM IBKI JÓHSSON. HAHlABItt 1 Tírvaí Wl. 4 er komið í bókaverzlanir EFNI : 1 6 11 15 Gamanbréf............Benedikt Oröndal Hugrekki . ............The Yale Review Hinn mikli turn.....'. The Story of Mankind „Rödd konunnar"......... . Die Weltwoche Látum vísindin skapa alþjóða einingu . . Free World 18 Tálvonir hinna sköllðttu.....Magazine Digest 24 Hann tók ástíóstri við okkur......Your Life 28 Lífsbaunin........ . . Everybody's Weekly 33 Máttur vísindanna...........Review—'43 37 Nýjar niðurstöður um mænuveiki The American Mercury 43 Sagan um Davíð Htla.....Harpers Magazine 47 Lífgeislar..............(World Digest) 57 Styrjaldarrekstur Bandamanna The New York Times 62 Kyrrahafsstríðið ..........Atlantic Montly 67 Orlagavaldur Rússlands...........Coronet 74 Ofnæmi.............Úr samnefndri bók Ég játa trú mína .... The United States News Endalok brezka heimsveldisins . . . The Fortnightly Draumabarnið.............Isak Dinesen 81 86 90 95 Sá gamli djöfull........„ This Is My Best" 113 * V V" V V * ;?; ?»>»3 27. júlí '43. Kæra margfróða Vika! Getur þú frætt mig eitthvað um skáldið Stephan G. Stephanson? Hvenær hann er fæddur, og hvar? Og hvenær hann f luttist til Ameríku ? Með vinsemd. Fróðleiksfús. Svar: Við svöruðum þessu nýlega í Vikunni, en getum endurtekið helztu upplýsingarnar: Stephan G. Stephanson var fæddur 3. október 1853, að Kirkjubóli í Skagafirði. Faðir hans hét Guðmundur Stefáns- son, en móðir hans Guðbjörg Hannes- dóttir. Hann fluttist vestur um haf árið 1873. Annars er hægt að finna mikinn fróðleik um ætt hans og- æfiferil í Misheppnuð landganga. Það fór ekki vel fyrir þessum Japönum, þegar þeir ætluðu að ganga á land í Buna á Nýju Guineu. Þeir voru allir skotnir niður af amerlskum hermönnum, þegar þeir reyndu að ganga á land af prammanum, sem þeir komu á. Útgefandi: VIKAN H.F., Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón H. Guðmundsson, Kirkjustræti 4, sími 5004, pósthólf 365.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.